Þjóðlögin lifa með okkur Magnús Guðmundsson skrifar 25. júní 2015 13:30 Gunnsteinn Ólafsson varði sumrunum á Siglufirði en er í dag listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar. „Ég er fæddur á Siglufirði en alinn upp í Kópavogi. En ég var alltaf á Siglufirði á sumrin þannig að ég er víst svokallaður sumaralningur,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi og upphafsmaður Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. En hátíðin hefur vaxið og dafnað allt frá stofnun enda bráðskemmtileg viðbót við bæði tónlistar- og ferðaflóru Íslendinga. Gunnsteinn segir að upphaf hátíðarinnar megi í raun rekja allt aftur til þess þegar hann sneri heim úr sínu tónlistarnámi, en þá hafi hann meðal annars starfað sem leiðsögumaður fyrir norðan. „Mér fannst vera brýn þörf á því að gera íslenskri þjóðlagatónlist hærra undir höfði og kom því að máli við Siglfirðinga með þá hugmynd að koma á laggirnar bæði þjóðlagasetri og þjóðlagahátíð. Bjarni Þorsteinsson bjó á Siglufirði og þar gaf hann út sitt þjóðlagasafn fyrir ríflega öld og því fannst mér að Siglfirðingum ætti að renna blóðið til skyldunnar með að sinna þessum mikilvæga arfi. Siglfirðingar tóku auðvitað undir það og komu svo aftur að máli við mig og fengu mig til verksins – svona hugmyndir rata þannig auðvitað aftur til upphafsins,“ segir Gunnsteinn og hlær. „En Þjóðlagasetrið er orðið að veruleika í Maðdömuhúsi, þar sem séra Bjarni var búsettur, og hátíðin dafnar. Auðvitað er alltaf ákveðinn barningur að fjármagna svona hátíðir. En það er gaman að segja frá því að tónlistarmenn sækjast eftir því að koma og taka þátt, þannig að það margt spennandi í boði. Að þessu sinni koma margir góðir gestir frá Norðurlöndunum og þar á meðal hópur tónlistarmanna sem ætlar að flytja tónlist frá tímum Ólafs helga Noregskonungs sem er mjög spennandi viðburður. Þá má ég til með að nefna bandaríska fiðlusnillinginn Jamie Laval og eins portúgölsku snillingana Joao Afonso og Filipe Raposo sem flytja ástar- og byltingarsöngva landa síns, Josés Afonso. Svo ætla þeir félagar í Hundur í óskilum að mæta með Lúðrasveitina Svaninn og flytja úrval af sínum vinsælustu lögum. En þetta er nú bara svona brot af því besta og erfitt að vera að gera upp á milli.“ Eitt það allra skemmtilegasta við Þjóðlagahátíðina á Siglufirði er að þar er boðið upp á ýmis skemmtileg námskeið og öllum gefst tækifæri til að taka þátt. „Námskeiðin eru bæði fyrir hljóðfæraleikara og þá sem vilja koma og sækja sér fræðslu og skemmtan. Við reynum að virkja alla því þannig njótum við öll hátíðarinnar sem best. Það þarf nefnilega að sinna þjóðlagaarfinum til þess að hann haldi áfram að lifa með þjóðinni. Ég hvet fólk til þess að kynna sér vel hvað er í boði á vefsíðunni okkar folkmusik.is og koma svo og hafa gaman af þessu með okkur.“ Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
„Ég er fæddur á Siglufirði en alinn upp í Kópavogi. En ég var alltaf á Siglufirði á sumrin þannig að ég er víst svokallaður sumaralningur,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi og upphafsmaður Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. En hátíðin hefur vaxið og dafnað allt frá stofnun enda bráðskemmtileg viðbót við bæði tónlistar- og ferðaflóru Íslendinga. Gunnsteinn segir að upphaf hátíðarinnar megi í raun rekja allt aftur til þess þegar hann sneri heim úr sínu tónlistarnámi, en þá hafi hann meðal annars starfað sem leiðsögumaður fyrir norðan. „Mér fannst vera brýn þörf á því að gera íslenskri þjóðlagatónlist hærra undir höfði og kom því að máli við Siglfirðinga með þá hugmynd að koma á laggirnar bæði þjóðlagasetri og þjóðlagahátíð. Bjarni Þorsteinsson bjó á Siglufirði og þar gaf hann út sitt þjóðlagasafn fyrir ríflega öld og því fannst mér að Siglfirðingum ætti að renna blóðið til skyldunnar með að sinna þessum mikilvæga arfi. Siglfirðingar tóku auðvitað undir það og komu svo aftur að máli við mig og fengu mig til verksins – svona hugmyndir rata þannig auðvitað aftur til upphafsins,“ segir Gunnsteinn og hlær. „En Þjóðlagasetrið er orðið að veruleika í Maðdömuhúsi, þar sem séra Bjarni var búsettur, og hátíðin dafnar. Auðvitað er alltaf ákveðinn barningur að fjármagna svona hátíðir. En það er gaman að segja frá því að tónlistarmenn sækjast eftir því að koma og taka þátt, þannig að það margt spennandi í boði. Að þessu sinni koma margir góðir gestir frá Norðurlöndunum og þar á meðal hópur tónlistarmanna sem ætlar að flytja tónlist frá tímum Ólafs helga Noregskonungs sem er mjög spennandi viðburður. Þá má ég til með að nefna bandaríska fiðlusnillinginn Jamie Laval og eins portúgölsku snillingana Joao Afonso og Filipe Raposo sem flytja ástar- og byltingarsöngva landa síns, Josés Afonso. Svo ætla þeir félagar í Hundur í óskilum að mæta með Lúðrasveitina Svaninn og flytja úrval af sínum vinsælustu lögum. En þetta er nú bara svona brot af því besta og erfitt að vera að gera upp á milli.“ Eitt það allra skemmtilegasta við Þjóðlagahátíðina á Siglufirði er að þar er boðið upp á ýmis skemmtileg námskeið og öllum gefst tækifæri til að taka þátt. „Námskeiðin eru bæði fyrir hljóðfæraleikara og þá sem vilja koma og sækja sér fræðslu og skemmtan. Við reynum að virkja alla því þannig njótum við öll hátíðarinnar sem best. Það þarf nefnilega að sinna þjóðlagaarfinum til þess að hann haldi áfram að lifa með þjóðinni. Ég hvet fólk til þess að kynna sér vel hvað er í boði á vefsíðunni okkar folkmusik.is og koma svo og hafa gaman af þessu með okkur.“
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira