Dæmisaga um kúk Atli Fannar Bjarkason skrifar 25. júní 2015 07:00 Hugmynd mín um helvíti inniheldur tvennt: Heitan ananas og útikamra. Í helvíti er ananas á öllum pitsum og fólk gengur örna sinna í sameiginlegum útikömrum úr plasti. Langar raðir myndast fyrir utan þá og maður neyðist til að horfa í blóðhlaupin augu þeirra sem skilja eftir sig lyktina. Hatur mitt á útikömrum hefur oft komið mér í vandræði. Eins og á Hróarskeldu 2005. Á laugardeginum var ég nefnilega kominn á ystu nöf. Maginn var orðinn eins og viðkvæm vatnsblaðra sem gæti sprungið við minnsta viðnám. Við sátum nokkur fyrir utan tjald að skipuleggja kvöldið, sólin skein og stemningin var góð. Skyndilega fannst mér ég vera búinn að missa vatnið á einhvern metaforískan hátt. Það sem ég hafði ræktað innra með mér síðustu daga var á leiðinni út með hraði. Ég rauk af stað og ætlaði að reyna að brjóta odd of oflæti mínu og afgreiða málið inni á kamri úr plasti. Einn laus. Ég steig inn. Ég steig út. Enn á ný hafði líkami minn hafnað þessari tegund af sæluhúsi. Það var því ekkert annað í boði en að hlaupa út fyrir svæðið. Það gekk furðulega vel og innan skamms stóð ég með klósettrúllu í einhvers konar grænni laut. Ekki manneskja í augsýn. Ég leysti niður um mig og kláraði verkefnið sem hófst fyrir allt of löngu. Þrennt kom í ljós eftir að ég hysjaði upp um mig stuttbuxurnar: Ég hafði ekki litið til vinstri. Nokkrum metrum frá mér voru kátir Hróarskeldufarar að rölta á svæðið, brosandi og veifandi gaurnum sem var að kúka í lautinni. Gott og vel. Ég veifaði á móti með fölsku brosi. Og fyrir aftan mig var hræðilegur kirkjugarður fólks sem hafði fengið nákvæmlega sömu hugmynd og ég. Óþarfi að útskýra það. Og það sem var verst: Ég stóð í brenninetlubeði. Lappir mínar voru þaktar útbrotum. Fólkið var ekki að veifa – heldur að vara mig við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hugmynd mín um helvíti inniheldur tvennt: Heitan ananas og útikamra. Í helvíti er ananas á öllum pitsum og fólk gengur örna sinna í sameiginlegum útikömrum úr plasti. Langar raðir myndast fyrir utan þá og maður neyðist til að horfa í blóðhlaupin augu þeirra sem skilja eftir sig lyktina. Hatur mitt á útikömrum hefur oft komið mér í vandræði. Eins og á Hróarskeldu 2005. Á laugardeginum var ég nefnilega kominn á ystu nöf. Maginn var orðinn eins og viðkvæm vatnsblaðra sem gæti sprungið við minnsta viðnám. Við sátum nokkur fyrir utan tjald að skipuleggja kvöldið, sólin skein og stemningin var góð. Skyndilega fannst mér ég vera búinn að missa vatnið á einhvern metaforískan hátt. Það sem ég hafði ræktað innra með mér síðustu daga var á leiðinni út með hraði. Ég rauk af stað og ætlaði að reyna að brjóta odd of oflæti mínu og afgreiða málið inni á kamri úr plasti. Einn laus. Ég steig inn. Ég steig út. Enn á ný hafði líkami minn hafnað þessari tegund af sæluhúsi. Það var því ekkert annað í boði en að hlaupa út fyrir svæðið. Það gekk furðulega vel og innan skamms stóð ég með klósettrúllu í einhvers konar grænni laut. Ekki manneskja í augsýn. Ég leysti niður um mig og kláraði verkefnið sem hófst fyrir allt of löngu. Þrennt kom í ljós eftir að ég hysjaði upp um mig stuttbuxurnar: Ég hafði ekki litið til vinstri. Nokkrum metrum frá mér voru kátir Hróarskeldufarar að rölta á svæðið, brosandi og veifandi gaurnum sem var að kúka í lautinni. Gott og vel. Ég veifaði á móti með fölsku brosi. Og fyrir aftan mig var hræðilegur kirkjugarður fólks sem hafði fengið nákvæmlega sömu hugmynd og ég. Óþarfi að útskýra það. Og það sem var verst: Ég stóð í brenninetlubeði. Lappir mínar voru þaktar útbrotum. Fólkið var ekki að veifa – heldur að vara mig við.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun