Ætlum að taka á móti fleira fólki Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. júní 2015 13:00 Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 9 milljónir Sýrlendinga séu á flótta. Vísir/AFP „750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“ Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„750 flóttamenn á leið til Íslands?“ er titill greinar sem Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í Rauða krossinum í Reykjavík, skrifar á Vísi fyrir skemmstu. Hann veltir upp þeirri hugmynd hvort Ísland geti lagt sitt af mörkum í flóttamannavandanum með því að taka við þeim fjölda fólks. „Það er auðvitað ljóst að við höfum ekki burði í dag til að taka á móti slíkum fjölda en velmegunarríki eins og Ísland hlýtur að geta ráðstafað fjármunum og orku í málaflokkinn og við eigum að vera virkur þátttakandi í að leysa flóttamannavandann,“ segir Árni. „Byggja þarf upp almennilegt prógramm til að skapa þekkingu. Við erum kannski að taka á móti 10 til 15 flóttamönnum einstaka sinnum en eftir að þau verkefni eru búin hverfur fólk oft til annarra starfa og þekkingin tapast og ekkert byggist upp. Koma verður upp viðvarandi þjónustu en það tekur sinn tíma.“ Þann 10. júní samþykkti norska Stórþingið tillögu sem svipar til þess sem Árni veltir upp í grein sinni. Norska ríkið hefur skuldbundið sig til að taka á móti 8.000 sýrlenskum flóttamönnum á þremur árum.Eygló HarðardóttirRíkisstjórn Íslands brást í fyrra við neyðarkalli Sameinuðu þjóðanna vegna þess bráðavanda sem hafði skapast eftir styrjöldina í Sýrlandi. „Nú þegar hafa stjórnvöld aukið móttöku á kvótaflóttafólki en frá 2014 hafa stjórnvöld tekið á móti 24 einstaklingum, þar áður var tekið á móti níu manns árið 2012,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. „Um er að ræða fjölbreyttan hóp; einstæðar mæður, hinsegin flóttafólk frá Afríku og Sýrlendinga sem glíma við heilsufarsvanda.“ Eygló segir að unnið sé að áætlun um móttöku á flóttafólki til næstu þriggja ára en þar sé meðal annars lagt til að tekið verði árlega á móti flóttafólki og að fjöldi þeirra verði aukinn. „Flóttamannavandamálið er alþjóðlegs eðlis og það verður ekki leyst án samvinnu þjóða á milli. Með móttöku flóttafólks er Ísland að leggja sitt af mörkum og er með þátttöku sinni um leið að hvetja önnur ríki til að gera slíkt hið sama en rétt yfir tuttugu lönd taka á móti kvótaflóttafólki.“Óttarr proppéFrá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 549 kvótaflóttamönnum. Árið 1995 var flóttamannaráði komið á fót og hefur það í samstarfi við sveitarfélög og Rauða krossinn haft umsjón með móttöku flóttafólks. „Við lifum á ótrúlegum tímum,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar og formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga. „Sameinuðu þjóðirnar áætla að eftir styrjöldina í Sýrlandi hafi aldrei verið jafn margir á flótta frá því í seinni heimsstyrjöld.“ Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um níu milljónir Sýrlendinga séu á flótta vegna styrjaldarinnar en um þrjár milljónir þeirra eru staddir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. Óttarr segir að eftir þátttöku Landhelgisgæslunnar í landamæraeftirliti í Miðjarðarhafi hafi Íslendingar upplifað meiri tengingu við flóttamannavandann. „Við erum kannski farin að skilja að á bak við tölfræðina eru andlit eins og á fréttamyndunum sem við sáum frá Landhelgisgæslunni.“ Óttarr segir að málefnið sé of lítið rætt á vettvangi stjórnmálanna. „Þetta hefur verið rætt einstaka sinnum en er ekki komið raunverulega af stað.“
Flóttamenn Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira