Skálmaldarbræður býtta á græjum Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. júní 2015 10:00 Bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir skiptast á hljóðfærum í kvöld. Vísir/GVA „Við bræðurnir þurfum að skiptast á græjum, það er skemmtilegt að það skuli gerast á sama kvöldinu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann og bróðir hans, Baldur Ragnarsson, einnig úr Skálmöld, bregða út af vananum þegar þeir koma fram hvor á sínum heiðurstónleikunum til að leika „cover-lög“. Bibbi ætlar að taka af sér bassann sem hann plokkar í Skálmöld og setja upp Gibson Explorer-gítar í eigu bróður síns og leika Metallica-lög. Á meðan fær Baldur lánaðan Gibson Les Paul frá bróður sínum til að leika Clash-lög. Bibbi kemur fram með Metallica-heiðurssveitinni Melrökkum, sem skipuð er miklum kanónum úr tónlistarheiminum, í kvöld á Gauknum þar sem Metallica platan Kill ‘Em All verður leikin. Baldur kemur fram með hljómsveit, sem einnig er skipuð kanónum úr tónlistarheiminum, sem ætla að leika þekktustu lög The Clash á Græna hattinum í kvöld. Bræðurnir eru lítt þekktir fyrir það að leika svokölluð „cover-lög“ heldur fyrir að vera saman í Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. „Við höfum hvorugur komið nálægt því að spila cover-lög í ansi mörg ár,“ segir Baldur og bætir við að þegar boð um að spila í tökulagasveit sem leikur lög eftirlætishljómsveita sé lítið annað í boði en að stökkva á vagninn. „Við erum búnir að æfa meira en Skálmöld hefur gert síðustu tvö árin. Við erum gríðarlegir félagar, bandið brjálæðislega gott þannig að þetta er hrikalega skemmtilegt,“ segir Bibbi og bætir Baldur við; „Við höfum alveg rosalega gaman af að spila þessa Clash tónlist og hún steinliggur alveg.“ Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Við bræðurnir þurfum að skiptast á græjum, það er skemmtilegt að það skuli gerast á sama kvöldinu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann og bróðir hans, Baldur Ragnarsson, einnig úr Skálmöld, bregða út af vananum þegar þeir koma fram hvor á sínum heiðurstónleikunum til að leika „cover-lög“. Bibbi ætlar að taka af sér bassann sem hann plokkar í Skálmöld og setja upp Gibson Explorer-gítar í eigu bróður síns og leika Metallica-lög. Á meðan fær Baldur lánaðan Gibson Les Paul frá bróður sínum til að leika Clash-lög. Bibbi kemur fram með Metallica-heiðurssveitinni Melrökkum, sem skipuð er miklum kanónum úr tónlistarheiminum, í kvöld á Gauknum þar sem Metallica platan Kill ‘Em All verður leikin. Baldur kemur fram með hljómsveit, sem einnig er skipuð kanónum úr tónlistarheiminum, sem ætla að leika þekktustu lög The Clash á Græna hattinum í kvöld. Bræðurnir eru lítt þekktir fyrir það að leika svokölluð „cover-lög“ heldur fyrir að vera saman í Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. „Við höfum hvorugur komið nálægt því að spila cover-lög í ansi mörg ár,“ segir Baldur og bætir við að þegar boð um að spila í tökulagasveit sem leikur lög eftirlætishljómsveita sé lítið annað í boði en að stökkva á vagninn. „Við erum búnir að æfa meira en Skálmöld hefur gert síðustu tvö árin. Við erum gríðarlegir félagar, bandið brjálæðislega gott þannig að þetta er hrikalega skemmtilegt,“ segir Bibbi og bætir Baldur við; „Við höfum alveg rosalega gaman af að spila þessa Clash tónlist og hún steinliggur alveg.“ Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira