Ekkert sumar á Sýrlandi Páll Stefánsson skrifar 27. júní 2015 10:30 Á hótelinu mynd/páll Einn sunnudagsmorguninn á grísku sælueyjunni Kos hitti ég Qamar. Hún er frá Dara's þar sem helvítið í Sýrlandi byrjaði fyrir fjórum árum. Nú er hún komin alla þessa leið með börnin sín þrjú, með tveggja ára biðstöðu í flóttamannabúðum í Austur-Tyrklandi, við landamæri Sýrlands. Þangað fór hún eftir að eiginmaðurinn var drepinn. Eða brenndur. Hann vann hjá rafveitunni og eftir að tvær bílsprengjur höfðu sprungið í bænum var hann handtekinn fyrir það eitt að vera súnní-múslimi. Þremur mánuðum seinna birtist hann, á líkbörum, en læknirinn hvíslaði að henni að dánarorsökin væri raflost í kynfærin, þau væru brunnin. Hún flúði til Tyrklands. Það eru tvær milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Önnur milljón er á vergangi. En Qamar segir aðbúnaðinn vera til fyrirmyndar hjá Rauða krossinum og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, eins langt og það nær. „En eftir tvö ár varð ég að fara, fyrir börnin mín. Þau verða að komast í skóla, læra að reikna, lesa, eiga framtíð. Það er engin framtíð fram undan í Sýrlandi. Þetta stríð mun vara í tíu ár hið minnsta. Sýrland sem var verður aldrei aftur til. Jafnvel helvítis forsetinn veit það. Þetta óguðlega stríð hefur ekkert að gera með okkur Sýrlendinga, við erum bara peð í valdatafli milli Írans og Sádi-Arabíu, eins og Jemen. Og einhver sagði mér, nú á leiðinni, að ástandið þar væri enn verra en hjá okkur. Hvernig er það hægt? En nú er ég þó komin til Evrópu,“ segir Qamar sem hefur búið um sig og börnin sín undir tré í garðinum. „Hér er mér alla vega frjálst að anda og tala, er það ekki?“ spyr hún og hlær í garðinum á Hótel Capitain Elias.Flóttamenn búa sér til athvarf á auðum lóðum.mynd/páll5.700 á einni helgi Á hótelinu búa rúmlega 300 flóttamenn; í 22 litlum herbergjum, í matsalnum, í garðinum í fimm tjöldum sem Rauði krossinn hefur komið upp – og svo undir berum himni eins og Qamar. Það er ekki rafmagn, rennandi vatn eða salernisaðstaða á hótelinu. Já, velkomin til Evrópu. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 100 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf, á bátskænum, í leit að framtíð. Nær allir til Ítalíu og Grikklands, enda þau lönd sem næst eru Afríku og Asíu. Nokkur þúsund hafa drukknað. Eina helgina í maí er 5.700 flóttamönnum bjargað af Miðjarðarhafi, þar af eru 620 sem koma frá Tyrklandi. Fyrstu farþegarnir eru dregnir í land klukkan fimm á sunnudagsmorgni. Síðasti báturinn finnst um sjö. Klukkutíma síðar eru síðustu flóttamennirnir komnir á bryggjusporðinn, þar sem hinir bíða, eins og fé á leið í réttir. Upp úr átta er síðan gengið í gegnum Kos-bæinn, tveggja kílómetra leið í lögreglufylgd, að Hotel Capitain Elias, þar sem fólkið er skilið eftir. Árrisulir ferðamenn, á leið í árbít, horfa undrandi á þessa skrúðgöngu. Sumum finnst truflandi, í fríi að sleikja sólina, að þurfa að mæta þessum flóttamönnum. Fjölskyldum með allt sem þær eiga í einum litlum bakpoka. Á Kos snýst lífið um ferðamenn og hefur þetta haft mikil áhrif. Í maí komu helmingi færri til Kos en í sama mánuði í fyrra. Ég hitti lögreglustjórann í Kos fyrir utan lögreglustöðina. Þar bíða flóttamennirnir eftir að láta skrásetja sig inn í Evrópu. Ég býð kurteislega góðan dag en bregður svolítið þegar hann hækkar róminn: „Not a very good morning, no morning is now a good morning here in Kos.“Beðið eftir lífinumynd/pállDýrmætur bakpoki Og þessi sunnudagsmorgunn hjá Moonif er ekki sá besti. Þetta er gerðarlegur, rúmlega fertugur sýrlenskur faðir tveggja barna frá Aleppó. Hann er með tárvot augu. Af hverju? Af hverju? stynur hann í sífellu fyrir framan hótelið og heldur utan um eiginkonuna. En smyglararnir höfðu, síðustu nótt, þegar bátnum var ýtt úr vör, tekið af honum bakpokann og hent honum í sjóinn – þar sem hann hvarf niður í myrkrið. Þeir öskruðu á hann að bakpokinn væri of stór, að nú opnaðist pláss fyrir einn farþega í viðbót og þúsund evrur meira í vasann fyrir þá. „Í bakpokanum var allt það sem mér var kærast, myndir af pabba og mömmu, mynd af fyrstu tönn elstu dótturinnar, fjölskyldumyndir, sparifötin og síðustu aurarnir okkar. Af hverju?“ spyr Moonif. Fyrir utan lögreglustöðinamynd/pállÁfengi og svínakjöt í boði Um kvöldið kemur ungur en þykkur Kanadabúi færandi hendi. Fyrr um daginn hafði hann rambað fram hjá hótelinu og fundið til með fólkinu. Hann ákveður því að bjóða til smá veislu. Hann keypti þrjá kassa af bjór og lét elda fyrir sig pasta-pottrétt með ódýrasta kjötinu. „Svo allir fái nú eitthvað,“ segir hann. Hann verður síðan miður sín þegar enginn, þótt allir séu sársvangir, snertir matinn. Kjötið er nefnilega svínakjöt, en það, eins og áfengi, er á bannlista hjá múhameðstrúarmönnum. Hann er nokkuð við skál þegar ég sé hann hverfa upp í leigubíl, með matinn og bjórinn, sem hann hafði ekki þegar drukkið.Loksins kominn með far til Aþenu – Evrópa bíður.mynd/PállEinkadóttirin óhult Morguninn eftir hlæjum við Ammar að þessum miskunnsama Samverja, menningarklaufa, eins og hann kallaði hann. En Ammar, nokkuð aldraður menntaskólakennari frá Damaskus með fallegt andlit sem hefði getað orðið sláandi portrett, vill engar myndatökur. „Jú, allt í lagi að mynda hana, dótturina, litlu dótturdótturina, en ekki mig.“ Vegna þess að hann er á leið heim aftur, heim til Damaskus, þar sem veik eiginkonan, ófær til ferðalaga, bíður hans. Í þrjá mánuði hafa þau feðginin ferðast, fyrst í gegnum stríðið í Sýrlandi, síðan 2.000 kílómetra leið í gegnum Tyrkland, til Bodrum. Nú er einkadóttirin komin í evrópskt skjól. Hann er á leið til baka í hryllinginn, til að hlúa að eiginkonunni. Og eftir tíu til fimmtán daga eru svo mæðgurnar á leið til Aþenu. Því Grikkir hafa ekki efni á því að halda uppi flóttamönnum, hvað þá að fylla eyjuna. Þannig að á hverju kvöldi eru hundruð flóttamanna send, á kostnað gríska ríkisins, með ferju til Aþenu. Þaðan er leiðin greið, norður eftir álfunni, og jafnvel til Íslands. Þar sem væri auðvitað vel tekið á móti þessu frábæra fólki, eða hvað? Flóttamenn Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Einn sunnudagsmorguninn á grísku sælueyjunni Kos hitti ég Qamar. Hún er frá Dara's þar sem helvítið í Sýrlandi byrjaði fyrir fjórum árum. Nú er hún komin alla þessa leið með börnin sín þrjú, með tveggja ára biðstöðu í flóttamannabúðum í Austur-Tyrklandi, við landamæri Sýrlands. Þangað fór hún eftir að eiginmaðurinn var drepinn. Eða brenndur. Hann vann hjá rafveitunni og eftir að tvær bílsprengjur höfðu sprungið í bænum var hann handtekinn fyrir það eitt að vera súnní-múslimi. Þremur mánuðum seinna birtist hann, á líkbörum, en læknirinn hvíslaði að henni að dánarorsökin væri raflost í kynfærin, þau væru brunnin. Hún flúði til Tyrklands. Það eru tvær milljónir Sýrlendinga í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Önnur milljón er á vergangi. En Qamar segir aðbúnaðinn vera til fyrirmyndar hjá Rauða krossinum og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, eins langt og það nær. „En eftir tvö ár varð ég að fara, fyrir börnin mín. Þau verða að komast í skóla, læra að reikna, lesa, eiga framtíð. Það er engin framtíð fram undan í Sýrlandi. Þetta stríð mun vara í tíu ár hið minnsta. Sýrland sem var verður aldrei aftur til. Jafnvel helvítis forsetinn veit það. Þetta óguðlega stríð hefur ekkert að gera með okkur Sýrlendinga, við erum bara peð í valdatafli milli Írans og Sádi-Arabíu, eins og Jemen. Og einhver sagði mér, nú á leiðinni, að ástandið þar væri enn verra en hjá okkur. Hvernig er það hægt? En nú er ég þó komin til Evrópu,“ segir Qamar sem hefur búið um sig og börnin sín undir tré í garðinum. „Hér er mér alla vega frjálst að anda og tala, er það ekki?“ spyr hún og hlær í garðinum á Hótel Capitain Elias.Flóttamenn búa sér til athvarf á auðum lóðum.mynd/páll5.700 á einni helgi Á hótelinu búa rúmlega 300 flóttamenn; í 22 litlum herbergjum, í matsalnum, í garðinum í fimm tjöldum sem Rauði krossinn hefur komið upp – og svo undir berum himni eins og Qamar. Það er ekki rafmagn, rennandi vatn eða salernisaðstaða á hótelinu. Já, velkomin til Evrópu. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 100 þúsund flóttamenn komið yfir Miðjarðarhaf, á bátskænum, í leit að framtíð. Nær allir til Ítalíu og Grikklands, enda þau lönd sem næst eru Afríku og Asíu. Nokkur þúsund hafa drukknað. Eina helgina í maí er 5.700 flóttamönnum bjargað af Miðjarðarhafi, þar af eru 620 sem koma frá Tyrklandi. Fyrstu farþegarnir eru dregnir í land klukkan fimm á sunnudagsmorgni. Síðasti báturinn finnst um sjö. Klukkutíma síðar eru síðustu flóttamennirnir komnir á bryggjusporðinn, þar sem hinir bíða, eins og fé á leið í réttir. Upp úr átta er síðan gengið í gegnum Kos-bæinn, tveggja kílómetra leið í lögreglufylgd, að Hotel Capitain Elias, þar sem fólkið er skilið eftir. Árrisulir ferðamenn, á leið í árbít, horfa undrandi á þessa skrúðgöngu. Sumum finnst truflandi, í fríi að sleikja sólina, að þurfa að mæta þessum flóttamönnum. Fjölskyldum með allt sem þær eiga í einum litlum bakpoka. Á Kos snýst lífið um ferðamenn og hefur þetta haft mikil áhrif. Í maí komu helmingi færri til Kos en í sama mánuði í fyrra. Ég hitti lögreglustjórann í Kos fyrir utan lögreglustöðina. Þar bíða flóttamennirnir eftir að láta skrásetja sig inn í Evrópu. Ég býð kurteislega góðan dag en bregður svolítið þegar hann hækkar róminn: „Not a very good morning, no morning is now a good morning here in Kos.“Beðið eftir lífinumynd/pállDýrmætur bakpoki Og þessi sunnudagsmorgunn hjá Moonif er ekki sá besti. Þetta er gerðarlegur, rúmlega fertugur sýrlenskur faðir tveggja barna frá Aleppó. Hann er með tárvot augu. Af hverju? Af hverju? stynur hann í sífellu fyrir framan hótelið og heldur utan um eiginkonuna. En smyglararnir höfðu, síðustu nótt, þegar bátnum var ýtt úr vör, tekið af honum bakpokann og hent honum í sjóinn – þar sem hann hvarf niður í myrkrið. Þeir öskruðu á hann að bakpokinn væri of stór, að nú opnaðist pláss fyrir einn farþega í viðbót og þúsund evrur meira í vasann fyrir þá. „Í bakpokanum var allt það sem mér var kærast, myndir af pabba og mömmu, mynd af fyrstu tönn elstu dótturinnar, fjölskyldumyndir, sparifötin og síðustu aurarnir okkar. Af hverju?“ spyr Moonif. Fyrir utan lögreglustöðinamynd/pállÁfengi og svínakjöt í boði Um kvöldið kemur ungur en þykkur Kanadabúi færandi hendi. Fyrr um daginn hafði hann rambað fram hjá hótelinu og fundið til með fólkinu. Hann ákveður því að bjóða til smá veislu. Hann keypti þrjá kassa af bjór og lét elda fyrir sig pasta-pottrétt með ódýrasta kjötinu. „Svo allir fái nú eitthvað,“ segir hann. Hann verður síðan miður sín þegar enginn, þótt allir séu sársvangir, snertir matinn. Kjötið er nefnilega svínakjöt, en það, eins og áfengi, er á bannlista hjá múhameðstrúarmönnum. Hann er nokkuð við skál þegar ég sé hann hverfa upp í leigubíl, með matinn og bjórinn, sem hann hafði ekki þegar drukkið.Loksins kominn með far til Aþenu – Evrópa bíður.mynd/PállEinkadóttirin óhult Morguninn eftir hlæjum við Ammar að þessum miskunnsama Samverja, menningarklaufa, eins og hann kallaði hann. En Ammar, nokkuð aldraður menntaskólakennari frá Damaskus með fallegt andlit sem hefði getað orðið sláandi portrett, vill engar myndatökur. „Jú, allt í lagi að mynda hana, dótturina, litlu dótturdótturina, en ekki mig.“ Vegna þess að hann er á leið heim aftur, heim til Damaskus, þar sem veik eiginkonan, ófær til ferðalaga, bíður hans. Í þrjá mánuði hafa þau feðginin ferðast, fyrst í gegnum stríðið í Sýrlandi, síðan 2.000 kílómetra leið í gegnum Tyrkland, til Bodrum. Nú er einkadóttirin komin í evrópskt skjól. Hann er á leið til baka í hryllinginn, til að hlúa að eiginkonunni. Og eftir tíu til fimmtán daga eru svo mæðgurnar á leið til Aþenu. Því Grikkir hafa ekki efni á því að halda uppi flóttamönnum, hvað þá að fylla eyjuna. Þannig að á hverju kvöldi eru hundruð flóttamanna send, á kostnað gríska ríkisins, með ferju til Aþenu. Þaðan er leiðin greið, norður eftir álfunni, og jafnvel til Íslands. Þar sem væri auðvitað vel tekið á móti þessu frábæra fólki, eða hvað?
Flóttamenn Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira