Trúðu engu fyrr en miðarnir komu í hús Guðrún Ansnes skrifar 1. júlí 2015 09:00 Þetta ku vera í fyrsta skipti sem Kiriyama fjölskyldan fer saman út fyrir landsteinana í frí. Mynd/Goði Falk „Við héldum að þetta væri eitthvað grín, bara einhver að rugla í okkur,“ segir Víðir Björnsson , meðlimur sveitarinnar Kiriyama Family sem hyggst leggja land undir fót síðar í sumar til að spila í brúðkaupi spænskra hjóna, þar í landi. „Við töluðum við þessa konu, Martinu, sem hafði samband en hún sér um að skipuleggja brúðkaupið, í tæpa þrjá mánuði, uppfullir efasemda um að um raunverulegt boð væri að ræða. Það var ekki fyrr en við fengum flugmiðana til okkar sem við áttuðum okkur á að við værum að fara út,“ útskýrir Víðir, yfir sig ánægður með að ekki hafi verið brögð í tafli. Ku parið hafa trúlofað sig á Ísland í fyrra er þau heimsóttu landið. Á ferðalagi sínu heyrði það lag með sveitinni, en Víðir hefur ekki hugmynd um hvaða lag það var eða hvar þau heyrðu það. Úr varð að þeim þótti afbragðs hugmynd að hafa íslenska hljómsveit í brúðkaupinu og vildu ólm fá Kiriyama Family til að sjá um herlegheitin. „Martína keypti svo af okkur fullt af plötum, sem ég held að hún ætli að gefa gestum brúðkaupsins,“ útskýrir Víðir, en segist ekki viss um hvort það sé til að spænsku gestirnir geti sungið með í veislunni eða hvort þær verði í boði að loknum veisluhöldum. „Það væri auðvitað geggjað ef gestirnir myndu taka rækilega undir. Við höfum aldrei farið í spænskt brúðkaup svo við vitum ekkert hvað við erum að fara út í.“ Þess ber að geta að enginn meðlima bandsins hefur nokkru sinni talað við verðandi hjónin þar sem öll samskipti fara í gegnum áðurnefndan skipuleggjara, Martinu. „En þetta er líklega sæmilega ríkt lið, öðruvísi held ég að fólk flytji ekkert inn band frá Íslandi til að spila í brúðkaupinu,“ skýtur Víðir léttur inn í. Má með sanni segja að Kiriyama fjölskyldan hafi dottið í lukkupottinn, en þeirra bíður fjögurra stjörnu hótel rétt fyrir utan Barcelona þar sem þau munu dvelja í fjóra daga og svo hefur hljómsveitin íbúðarhús á vegum brúðhjónanna, til yfirráða í nokkra daga til viðbótar, ásamt bíl. „Eftir brúðkaupið munum við svo nýta ferðina til hins ítrasta og fá til okkar fjölskyldurnar. Þá munum við njóta sólarinnar í sex daga áður en við höldum aftur heim,“ segir Víðir og spennan leynir sér ekki. Burtséð frá ævintýralegum brúðkaupsspilunum á Spáni er bandið í óðaönn við að setja saman nýja plötu. „Við sendum frá okkur fyrsta lagið í síðasta mánuði, Innocence, sem hefur verið að gera ágætis hluti,“ bendir Víðir á, en kýs að tjá sig ekki frekar um útgáfu plötunnar þar sem slíkar yfirlýsingar virðast hlaðnar bölvunum og hætt við að platan frestist enn frekar ef nokkuð er sagt. Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice: Upphitunartónleikar í Stúdentakjallaranum Upphitunartónleikar fyrir Secret Solstice vera í Stúdentakjallaranum annað kvöld. Frítt verður inn en Kælan mikla, Kiriyama Family og KSF MBK EOT koma fram. 15. júní 2015 16:44 Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Lagið Apart hefur slegið í gegn í sumar og sat meðal annars í nokkrar vikur á toppi vinsældalista Rásar 2. 11. ágúst 2014 16:15 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við héldum að þetta væri eitthvað grín, bara einhver að rugla í okkur,“ segir Víðir Björnsson , meðlimur sveitarinnar Kiriyama Family sem hyggst leggja land undir fót síðar í sumar til að spila í brúðkaupi spænskra hjóna, þar í landi. „Við töluðum við þessa konu, Martinu, sem hafði samband en hún sér um að skipuleggja brúðkaupið, í tæpa þrjá mánuði, uppfullir efasemda um að um raunverulegt boð væri að ræða. Það var ekki fyrr en við fengum flugmiðana til okkar sem við áttuðum okkur á að við værum að fara út,“ útskýrir Víðir, yfir sig ánægður með að ekki hafi verið brögð í tafli. Ku parið hafa trúlofað sig á Ísland í fyrra er þau heimsóttu landið. Á ferðalagi sínu heyrði það lag með sveitinni, en Víðir hefur ekki hugmynd um hvaða lag það var eða hvar þau heyrðu það. Úr varð að þeim þótti afbragðs hugmynd að hafa íslenska hljómsveit í brúðkaupinu og vildu ólm fá Kiriyama Family til að sjá um herlegheitin. „Martína keypti svo af okkur fullt af plötum, sem ég held að hún ætli að gefa gestum brúðkaupsins,“ útskýrir Víðir, en segist ekki viss um hvort það sé til að spænsku gestirnir geti sungið með í veislunni eða hvort þær verði í boði að loknum veisluhöldum. „Það væri auðvitað geggjað ef gestirnir myndu taka rækilega undir. Við höfum aldrei farið í spænskt brúðkaup svo við vitum ekkert hvað við erum að fara út í.“ Þess ber að geta að enginn meðlima bandsins hefur nokkru sinni talað við verðandi hjónin þar sem öll samskipti fara í gegnum áðurnefndan skipuleggjara, Martinu. „En þetta er líklega sæmilega ríkt lið, öðruvísi held ég að fólk flytji ekkert inn band frá Íslandi til að spila í brúðkaupinu,“ skýtur Víðir léttur inn í. Má með sanni segja að Kiriyama fjölskyldan hafi dottið í lukkupottinn, en þeirra bíður fjögurra stjörnu hótel rétt fyrir utan Barcelona þar sem þau munu dvelja í fjóra daga og svo hefur hljómsveitin íbúðarhús á vegum brúðhjónanna, til yfirráða í nokkra daga til viðbótar, ásamt bíl. „Eftir brúðkaupið munum við svo nýta ferðina til hins ítrasta og fá til okkar fjölskyldurnar. Þá munum við njóta sólarinnar í sex daga áður en við höldum aftur heim,“ segir Víðir og spennan leynir sér ekki. Burtséð frá ævintýralegum brúðkaupsspilunum á Spáni er bandið í óðaönn við að setja saman nýja plötu. „Við sendum frá okkur fyrsta lagið í síðasta mánuði, Innocence, sem hefur verið að gera ágætis hluti,“ bendir Víðir á, en kýs að tjá sig ekki frekar um útgáfu plötunnar þar sem slíkar yfirlýsingar virðast hlaðnar bölvunum og hætt við að platan frestist enn frekar ef nokkuð er sagt.
Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice: Upphitunartónleikar í Stúdentakjallaranum Upphitunartónleikar fyrir Secret Solstice vera í Stúdentakjallaranum annað kvöld. Frítt verður inn en Kælan mikla, Kiriyama Family og KSF MBK EOT koma fram. 15. júní 2015 16:44 Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Lagið Apart hefur slegið í gegn í sumar og sat meðal annars í nokkrar vikur á toppi vinsældalista Rásar 2. 11. ágúst 2014 16:15 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Secret Solstice: Upphitunartónleikar í Stúdentakjallaranum Upphitunartónleikar fyrir Secret Solstice vera í Stúdentakjallaranum annað kvöld. Frítt verður inn en Kælan mikla, Kiriyama Family og KSF MBK EOT koma fram. 15. júní 2015 16:44
Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Lagið Apart hefur slegið í gegn í sumar og sat meðal annars í nokkrar vikur á toppi vinsældalista Rásar 2. 11. ágúst 2014 16:15