Óhentugt fyrir tvo að dýrka sömu stúlkuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2015 11:45 Elvar Logi og Jón Sigurður hafa ritað nýja og fjörlega fóstbræðrasögu sem nefnist Bíldudalsbingó. Í baksýn sést fjallið Bylta. Mynd/Aðsend „Við rifjum upp ýmis atvik frá okkar æskudögum á Bíldudal. Efnið er fjörlegt en svo kemur alvara og viss heimspeki inn á milli,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um innihald bókarinnar Bíldudalsbingó sem hann og Elvar Logi Hannesson hafa skrifað saman. Sem dæmi um alvarleika nefnir hann hálfgerðan ástarþríhyrning sem upp kemur hjá þeim á unglingsárunum. „Við komumst að því að í fótboltanum er mjög þægilegt fyrir tvo að dýrka sama liðið en í ástamálunum er afar óhentugt að dýrka sömu stúlkuna,“ útskýrir hann. Þeir félagar lásu upp úr nýju bókinni af innlifun á Sólon í Bankastræti síðasta miðvikudagskvöld og áheyrendur skemmtu sér hið besta. Tilþrif þeirra tveggja í ensku bikarkeppninni á Wembley-leikvanginum að Dalbraut 13, frasar úr Áramótaskaupum sjónvarpsins á 9. áratugnum og vandræði við afgreiðslu á dömubindum gegnum lúgu á Jónsbúð lifnuðu þar við. En athygli vakti að þessir vestfirsku drengir minntust ekkert á sjóinn. Voru þeir aldrei að sniglast á bryggjunni eða stelast út á fjörð? „Nei, við höfðum kaupmennsku í genunum en vorum handónýtir verkamenn til sjós og lands. Alveg handónýtir. Í bókinni er því lýst þegar við fórum á vörubíl að ná í hey í næsta fjörð, þar vorum við að tuskast uppi á hlassinu og Logi hrataði niður. Þá voru nokkrar sekúndur – mjög langar – sem ég taldi vin minn dauðan, að minnsta kosti lamaðan. Fullorðinn maður sem með okkur var hafði ekki húmor fyrir svona kæruleysi og húðskammaði Loga.“ Jón Sigurður segir þá fóstbræður oft hafa gripið til þessara frásagna úr æsku sinni áður, hvor í sínu lagi. „Ég er kennari á Spáni og það er alveg sama hvort krakkarnir eru fjögurra ára eða komnir á fermingaraldur, allir dýrka að heyra sögur frá Bíldudal. Þannig að við Logi fórum að velta fyrir okkur hvaða sögur við ættum að gefa út. Mesta kúnstin var að finna rammann utan um efnið en við erum ánægðir með lendinguna. Þar kemur mannfræðingurinn Gúgúl til sögunnar. Hann er að rannsaka B-13 genið sem útskýrir það heilkenni Bílddælinga að vera börn fram eftir öllum aldri. Hann notar okkur Loga sem heimildarmenn og fær allar prakkarasögurnar. Bókin sem átti að verða alvarleg, akademísk rannsóknarskýrsla endar því á því að verða bara sprell. Það tekur mjög á mannfræðinginn.“ Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Við rifjum upp ýmis atvik frá okkar æskudögum á Bíldudal. Efnið er fjörlegt en svo kemur alvara og viss heimspeki inn á milli,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um innihald bókarinnar Bíldudalsbingó sem hann og Elvar Logi Hannesson hafa skrifað saman. Sem dæmi um alvarleika nefnir hann hálfgerðan ástarþríhyrning sem upp kemur hjá þeim á unglingsárunum. „Við komumst að því að í fótboltanum er mjög þægilegt fyrir tvo að dýrka sama liðið en í ástamálunum er afar óhentugt að dýrka sömu stúlkuna,“ útskýrir hann. Þeir félagar lásu upp úr nýju bókinni af innlifun á Sólon í Bankastræti síðasta miðvikudagskvöld og áheyrendur skemmtu sér hið besta. Tilþrif þeirra tveggja í ensku bikarkeppninni á Wembley-leikvanginum að Dalbraut 13, frasar úr Áramótaskaupum sjónvarpsins á 9. áratugnum og vandræði við afgreiðslu á dömubindum gegnum lúgu á Jónsbúð lifnuðu þar við. En athygli vakti að þessir vestfirsku drengir minntust ekkert á sjóinn. Voru þeir aldrei að sniglast á bryggjunni eða stelast út á fjörð? „Nei, við höfðum kaupmennsku í genunum en vorum handónýtir verkamenn til sjós og lands. Alveg handónýtir. Í bókinni er því lýst þegar við fórum á vörubíl að ná í hey í næsta fjörð, þar vorum við að tuskast uppi á hlassinu og Logi hrataði niður. Þá voru nokkrar sekúndur – mjög langar – sem ég taldi vin minn dauðan, að minnsta kosti lamaðan. Fullorðinn maður sem með okkur var hafði ekki húmor fyrir svona kæruleysi og húðskammaði Loga.“ Jón Sigurður segir þá fóstbræður oft hafa gripið til þessara frásagna úr æsku sinni áður, hvor í sínu lagi. „Ég er kennari á Spáni og það er alveg sama hvort krakkarnir eru fjögurra ára eða komnir á fermingaraldur, allir dýrka að heyra sögur frá Bíldudal. Þannig að við Logi fórum að velta fyrir okkur hvaða sögur við ættum að gefa út. Mesta kúnstin var að finna rammann utan um efnið en við erum ánægðir með lendinguna. Þar kemur mannfræðingurinn Gúgúl til sögunnar. Hann er að rannsaka B-13 genið sem útskýrir það heilkenni Bílddælinga að vera börn fram eftir öllum aldri. Hann notar okkur Loga sem heimildarmenn og fær allar prakkarasögurnar. Bókin sem átti að verða alvarleg, akademísk rannsóknarskýrsla endar því á því að verða bara sprell. Það tekur mjög á mannfræðinginn.“
Menning Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira