Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2015 07:00 „Lúsmý er frægur bitvargur í norðanverðri Evrópu,“ segir Jón Halldórsson, líffræðingur og meindýraeyðir, sem aðstoðaði við uppsetningu myndarinnar. MYND/ERLING ÓLAFSSON Síminn hefur hringt stanslaust hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á síðustu dögum þar sem áhyggjufullir Íslendingar leita upplýsinga um nýjan landnema, lúsmý. Undarleg atvik hófust um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa útleiknir. Nú er skordýrið farið að láta á sér kræla víðar á suðvesturhorni landsins og hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa orðið fyrir slæmu biti. Fréttablaðið hefur fengið ábendingar frá fjölda fólks sem telur sig hafa verið bitið af lúsmýi. Mest hefur orðið vart við mýið beggja vegna Hvalfjarðar. Þá hafa ábendingar borist um að mýið sé komið í Mosfellsbæ, Grafarvog, Hafnarfjörð og í Kópavog. „Þetta er algjör óþverri og ég ætla rétt að vona að þessi viðbjóður sé ekki kominn til að vera,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að líkami hans væri allur undirlagður biti eftir dvöl í Kjós um síðustu helgi. „Ég viðurkenni það að ég er búinn að vera áhyggjufullur en þetta er klárlega á réttri leið. Nú líður lengra á milli kláðakasta og bitin eru ekki eins upphleypt.“ Náttúrufræðistofnun er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erling Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund af mýi að ræða. Erling segist engar skýringar kunna á því hvers vegna mýið sé komið til landsins. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina flugurnar á næstu dögum og vonandi gefa stofnuninni einhver svör. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greindi frá því í gær að hann hefði farið að finna fyrir einkennum bits síðastliðinn þriðjudag og á miðvikudag reyndust bitin vera þrjátíu og sjö samtals. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem í göngutúr í vikunni. Þá greindi Baldur frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði hitt mann sem hefði lent illa í skordýrinu í Hafnarfirði. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lúsmý sé ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Í nágrannalöndum okkar eru margar tegundir sem sumar hverjar leggjast á okkur mannfólkið og geta orðið til mikils ama. Þær sem okkur girnast eru allar af ættkvíslinni Culicoides sem hefur til þessa ekki verið staðfest hér á landi. Gríma Huld Blængsdóttir, yfirlæknir á Heilsugæslu Mosfellsbæjar, segir heilsugæsluna hafa fengið inn töluverðan fjölda fólks með bit. „Þriðji hver maður kom hérna í fyrradag vegna bita en það var ekki bara fólk úr Mosó, fólk var að koma hvaðanæva að.“ Gríma segir að meðhöndla eigi bitin með sterakremi eða ofnæmislyfi. „Það á að byrja að meðhöndla sig strax. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir biti þurfa að taka ofnæmislyf áður en farið er á staði þar sem mikið er um mý.“ Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Síminn hefur hringt stanslaust hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á síðustu dögum þar sem áhyggjufullir Íslendingar leita upplýsinga um nýjan landnema, lúsmý. Undarleg atvik hófust um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa útleiknir. Nú er skordýrið farið að láta á sér kræla víðar á suðvesturhorni landsins og hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa orðið fyrir slæmu biti. Fréttablaðið hefur fengið ábendingar frá fjölda fólks sem telur sig hafa verið bitið af lúsmýi. Mest hefur orðið vart við mýið beggja vegna Hvalfjarðar. Þá hafa ábendingar borist um að mýið sé komið í Mosfellsbæ, Grafarvog, Hafnarfjörð og í Kópavog. „Þetta er algjör óþverri og ég ætla rétt að vona að þessi viðbjóður sé ekki kominn til að vera,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að líkami hans væri allur undirlagður biti eftir dvöl í Kjós um síðustu helgi. „Ég viðurkenni það að ég er búinn að vera áhyggjufullur en þetta er klárlega á réttri leið. Nú líður lengra á milli kláðakasta og bitin eru ekki eins upphleypt.“ Náttúrufræðistofnun er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erling Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund af mýi að ræða. Erling segist engar skýringar kunna á því hvers vegna mýið sé komið til landsins. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina flugurnar á næstu dögum og vonandi gefa stofnuninni einhver svör. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greindi frá því í gær að hann hefði farið að finna fyrir einkennum bits síðastliðinn þriðjudag og á miðvikudag reyndust bitin vera þrjátíu og sjö samtals. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem í göngutúr í vikunni. Þá greindi Baldur frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði hitt mann sem hefði lent illa í skordýrinu í Hafnarfirði. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lúsmý sé ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Í nágrannalöndum okkar eru margar tegundir sem sumar hverjar leggjast á okkur mannfólkið og geta orðið til mikils ama. Þær sem okkur girnast eru allar af ættkvíslinni Culicoides sem hefur til þessa ekki verið staðfest hér á landi. Gríma Huld Blængsdóttir, yfirlæknir á Heilsugæslu Mosfellsbæjar, segir heilsugæsluna hafa fengið inn töluverðan fjölda fólks með bit. „Þriðji hver maður kom hérna í fyrradag vegna bita en það var ekki bara fólk úr Mosó, fólk var að koma hvaðanæva að.“ Gríma segir að meðhöndla eigi bitin með sterakremi eða ofnæmislyfi. „Það á að byrja að meðhöndla sig strax. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir biti þurfa að taka ofnæmislyf áður en farið er á staði þar sem mikið er um mý.“
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira