OMAM gefur Dalai Lama lag í afmælisgjöf Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. júlí 2015 09:00 Of Monsters and Men er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu. Mynd/Meredith Truax Hljómsveitin Of Monsters and Men á lag á plötu sem gefin er út í tilefni áttræðisafmælis Dalai Lama. Lagið King and Lionheart verður á plötunni en á henni er einnig að finna lög eftir nokkra af þekktustu tónlistarmönnum sögunnar, eins og Peter Gabriel, Sting og Kate Bush svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er okkur mikill heiður að eiga lag á plötu til heiðurs áttræðisafmæli Dalai Lama. Við stukkum á tækifærið til að geta stutt starfsemi The Art Of Peace Foundation. Það er ekki slæmt að fá að gefa Dalai Lama King and Lionheart í afmælisgjöf!“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar. Platan ber titilinn The Art of Peace: Songs for Tibet II og kemur út á mánudaginn en það er jafnframt afmælisdagur Dalai Lama sem er andlegur leiðtogi búddista í Tíbet. Í von um að platan nái athygli yngri hlustendahóps og breiði út friðarboðskap Dalai Lama víðar, eru nýrri hljómsveitir og tónlistarmenn með efni á plötunni eins og til dæmis Lorde sem söng eitt vinsælasta lag ársins 2013, Royals. Árið 2008 kom út platan Songs for Tibet og má segja að hún sé undanfari þessarar plötu en hún kom út þegar að mikil spenna var á milli Tíbet og Kína. Ágóði af sölu plötunnar mun renna til starfsemi góðgerðarsamtakanna Art of Peace sem byggð er á hugsjón Dalai Lama. Of Monsters and Men er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu og hefur nýja platan, Beneath The Skin, fengið frábærar viðtökur um heim allan. Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men á lag á plötu sem gefin er út í tilefni áttræðisafmælis Dalai Lama. Lagið King and Lionheart verður á plötunni en á henni er einnig að finna lög eftir nokkra af þekktustu tónlistarmönnum sögunnar, eins og Peter Gabriel, Sting og Kate Bush svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er okkur mikill heiður að eiga lag á plötu til heiðurs áttræðisafmæli Dalai Lama. Við stukkum á tækifærið til að geta stutt starfsemi The Art Of Peace Foundation. Það er ekki slæmt að fá að gefa Dalai Lama King and Lionheart í afmælisgjöf!“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar. Platan ber titilinn The Art of Peace: Songs for Tibet II og kemur út á mánudaginn en það er jafnframt afmælisdagur Dalai Lama sem er andlegur leiðtogi búddista í Tíbet. Í von um að platan nái athygli yngri hlustendahóps og breiði út friðarboðskap Dalai Lama víðar, eru nýrri hljómsveitir og tónlistarmenn með efni á plötunni eins og til dæmis Lorde sem söng eitt vinsælasta lag ársins 2013, Royals. Árið 2008 kom út platan Songs for Tibet og má segja að hún sé undanfari þessarar plötu en hún kom út þegar að mikil spenna var á milli Tíbet og Kína. Ágóði af sölu plötunnar mun renna til starfsemi góðgerðarsamtakanna Art of Peace sem byggð er á hugsjón Dalai Lama. Of Monsters and Men er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu og hefur nýja platan, Beneath The Skin, fengið frábærar viðtökur um heim allan.
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira