Skrifar leikverk um fyrsta fólkið á Mars Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:00 "Verkið er stúdía um hvernig við sviðsetjum raunveruleikann og tækin sem við notum til þess. Hvert getur flóttinn undan manni sjálfum rekið mann?“ segir Jónas Reynir. Vísir/Andri Marinó Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Við deyjum á Mars nefnist leikrit sem Jónas Reynir Gunnarsson er með í smíðum. Hann sendi drög að því í samkeppni Sviðslistadeildar LHÍ og þar var það valið úr 14 verkum til að verða frumsýnt af útskriftarnemendum vorið 2016. Leikritið fjallar um fólk í raunveruleikaþætti sem gerist um borð í geimskipi. Markmið þess er að öðlast frægð fyrir að vera fyrsta fólkið á Mars. Jónas Reynir er staddur í Stúdentakjallara HÍ með tölvuna sína þegar í hann næst. Hann er að skrifa og segir leikritunina verða aðalviðfangsefni næstu sex mánaða hjá honum, þökk sé styrk sem hann hafi fengið til verksins. Hann var búinn að forma verkið áður en hann sendi það í samkeppnina. „Ég vann hugmyndina eins langt og ég gat innan frestsins sem ég hafði, þannig að hún var komin vel á leið,“ lýsir hann. En hvar fékk hann hugmyndina og hvernig byrjaði hann? „Það var tekið fram að verkið ætti að vera fyrir níu leikara og ég byrjaði á að hugsa um þann hóp, þó að ég þekki hann ekki persónulega enn þá. Ramminn að hugmyndinni kom fljótlega eftir það og síðan var stutt í framhaldið. Ég sá fyrir mér metnaðarfullt ungt fólk sem vill í örvæntingu verða eitthvað. Kannski af því að ég var sjálfur að útskrifast úr Háskóla Íslands. Þannig kom kjarninn í þetta leikrit nokkuð fljótt.“ Jónas var sem sagt að útskrifast með M.A.-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er hógvær þegar hann er spurður út í afrek sín í ritlistinni og kveðst ekki hafa gefið neitt út. En þegar að er gáð hefur hann skrifað handrit, smá- og myndasögur og ritstýrt tímaritinu Ókeipiss með Hugleiki Dagssyni. Auk þess hefur hann sinnt pistlaskrifum, grafískri hönnun og kvikmyndagerð. Svo er hann ekki alveg ókunnugur leikritaforminu heldur því hann samdi leikrit fyrir Menntaskólann á Egilsstöðum meðan hann var þar við nám. Pilturinn er sem sagt að austan, nánar tiltekið úr Fellabænum. „Verk Jónasar tekur á samtímanum á áhugaverðan hátt og er mjög í takt við tíðarandann. Við erum spennt fyrir útkomunni, það sem komið er lofar góðu,“ segir Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, en hún átti sæti í dómnefndinni.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira