Menning

Bók fyrir unglinga skrifuð af unglingum

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Strákarnir skrifa bók fyrir unglinga eftir unglinga.
Strákarnir skrifa bók fyrir unglinga eftir unglinga.
Vinirnir Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson eru líklegast á meðal mest drífandi unglinga á landinu í dag. Í fyrra settu þeir upp leikritið Unglinginn í Gaflaraleikhúsinu sem sló í gegn og nú eru þeir að skrifa bók ásamt Bryndísi Björgvinsdóttur.

Þau hlutu á dögunum styrk úr nýræktarsjóði miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir gerð bókarinnar.

„Bókin verður unglingabók skrifuð af unglingum handa unglingum. Það er oft þegar þetta fullorðna fólk er að skrifa fyrir unglinga að það er ekki alveg nógu mikið með á nótunum. Bókin er ekki tengd leikritinu en þetta er samt svipaður húmor,“ segir Óli Gunnar.

Bryndís Björgvinsdóttir skrifar í fyrsta skiptið bók með tveimur öðrum höfundum.vísir/stefán
Þetta er fyrsta bókin sem strákarnir skrifa en Bryndís hefur samið nokkrar bækur, þar á meðal Hafnfirðingabrandarann sem kom út á seinasta ári. 

„Það er mjög óvenjulegt að vera þrjú að skrifa eina bók saman en þetta hefur gengið vel hingað til. Við erum kannski meira eins og hljómsveit. Við erum að klára að smíða síðasta kaflann akkúrat núna en bókin kemur út í nóvember,“ segir Bryndís. 

Óli Gunnar er sonur Gunnars Helgasonar leikara, sem er líka að fara að gefa út bók á svipuðum tíma í vetur. „Þetta verður blóðbað. Við verðum að keppast um sæti á bókalistunum og það verður ekkert gefið eftir. Þetta verður eins og Star Wars, sonurinn að berjast við pabbann,“ segir Arnór. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.