Stærsta Eistnaflugið hingað til Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. júlí 2015 10:00 Tónleikarnir fara fram í íþróttahúsinu, sem rúmar í það minnsta 1.500 manns, líklega talsvert fleiri. Egilsbúð gat aðeins tekið á móti um 1.000 gestum. mynd/Guðný Lára Thorarensen „Þetta er algjörlega nýtt Eistnaflug, við erum búnir að setja saman flottasta Eistnaflugið hingað til, það er alveg klárt,“ segir Stefán Magnússon, forsprakki tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug. Hátíðin hefst í dag í Neskaupstað og stendur til 11. júlí. Eistnaflug hefur hingað til farið fram í félagsheimili kaupstaðarins, Egilsbúð, en í ár fer hún fram í íþróttahúsi kaupstaðarins. „Þetta verður allt miklu stærra og flottara. Það er um tvö til þrjú hundruð manna aukning á milli ára hjá okkur. Nú þegar hafa yfir 500 útlendingar meldað sig, sem er um 40 prósenta aukning á útlendingum á milli ára,“ segir Stefán. Íþróttahúsið rúmar í það minnsta 1.500 manns, líklega talsvert fleiri, en Egilsbúð gat aðeins tekið á móti um 1.000 gestum. Það vakti athygli að hátíðin fékk ekki styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands og var Stefán augljóslega ekki sáttur við það. „Ég er búinn að velta þessu fyrir mér í nokkra daga og reyna að skilja þessa ákvörðun. Er það þessi straumur af fólki sem kemur austur þegar Eistnaflug er sem veldur þessu, en við reiknum með að minnsta kosti 2.000 manns á Eistnafluginu í sumar? Nú þegar eru um 500 erlendir gestir búnir að bóka sig og eru þeir að koma austur að skoða allt sem er í boði. Ég er að fá um 60 ljósmyndara og blaðamenn á Eistnaflug sem fjalla um Austfirði, land og þjóð og jú Eistnaflug. Eistnaflug eykur sölu í verslunum um milljón prósent þessa fimm daga í Fjarðabyggð og það ætti að skipta máli þegar við skoðum hversu margir fá vinnu út af Eistnaflugi. Öll hótel eru uppbókuð og ekki bara í Neskaupstað heldur eru gestir Eistnaflugs farnir að bóka sig á Eskifjörð og Reyðarfjörð líka. Það sem ég er að benda á hér er það að það er enginn menningarviðburður á Austurlandi sem hefur önnur eins áhrif á Austurland og Eistnaflug,“ skrifaði Stefán á Facebook-síðu sína þegar hann fékk þessar fregnir.Stefán Magnússon Forsprakki Eistnaflugs.vísir/daníelAlcoa Fjarðaál veitti þó skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs á Neskaupstað hæsta einstaka styrkinn við árlega vorúthlutun Samfélagssjóðs Alcoa Fjarðaáls eða eina milljón króna. „Ég reikna aldrei með neinum styrkjum og sæki bara um. Þetta snýst bara um að hátíðin gangi vel og allir fari af henni brosandi. Við viljum lenda hátíðinni réttu megin við núllið og því skiptir það máli að fá styrki. Undanfarin ár höfum við komið út réttum megin við núllið, málið snýst um það. Það eru sjálfboðaliðar sem vinna að hátíðinni í heilt ár. Fólk sér bara Neskaupstað fullan af fólki en það er rosalegur kostnaður og vinna að baki svona hátíð sem fólk áttar sig stundum ekki á.“ Fjöldi þekktra hljómsveita kemur fram í ár. Skálmöld, Sólstafir, Ham, Agent Fresco og Brain Police eru á meðal þeirra sveita sem fram koma.Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, hlaut Grjótið.vísir/gvaKiddi rokk fékk heiðursviðurkenninguna í ár Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, fékk á dögunum afhenta heiðursviðurkenningu Eistnaflugs sem kallast Grjótið. „Ég er ferlega stoltur af þessu, sérstaklega því maður fær þetta frá fólkinu í bransanum. Það er gaman að fá klapp á bakið frá bransafólkinu,“ segir Kiddi alsæll með viðurkenninguna. Hann hefur verið í bransanum í um 25 ár og lengst af starfað fyrir Smekkleysu. Honum var komið á óvart þegar hann var boðaður í viðtal á Rás 2. „Ég var kallaður í viðtal til að ræða tónlistarmarkaðinn. Í miðju viðtali segja þeir að þeir hafi ekki verið að biðja mig um að koma í viðtal heldur vildu þeir bara koma mér á óvart,“ segir Kiddi léttur í lundu. „Kiddi er bara algjör perla, þessi einlægni og áhugi hjá honum að bera orðspor rokktónlistar á borð fyrir alla er svo fallegt. Það er alveg sama hvernig staðan er með rokk og ról, hann heldur alltaf áfram,“ segir Stefán um Kidda. Sex manna nefnd skipuð fólki úr bransanum velur heiðursverðlaunahafann. Í fyrra fékk Sigvaldi Jónsson, betur þekktur sem Valli Dordingull, viðurkenninguna. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er algjörlega nýtt Eistnaflug, við erum búnir að setja saman flottasta Eistnaflugið hingað til, það er alveg klárt,“ segir Stefán Magnússon, forsprakki tónlistarhátíðarinnar Eistnaflug. Hátíðin hefst í dag í Neskaupstað og stendur til 11. júlí. Eistnaflug hefur hingað til farið fram í félagsheimili kaupstaðarins, Egilsbúð, en í ár fer hún fram í íþróttahúsi kaupstaðarins. „Þetta verður allt miklu stærra og flottara. Það er um tvö til þrjú hundruð manna aukning á milli ára hjá okkur. Nú þegar hafa yfir 500 útlendingar meldað sig, sem er um 40 prósenta aukning á útlendingum á milli ára,“ segir Stefán. Íþróttahúsið rúmar í það minnsta 1.500 manns, líklega talsvert fleiri, en Egilsbúð gat aðeins tekið á móti um 1.000 gestum. Það vakti athygli að hátíðin fékk ekki styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands og var Stefán augljóslega ekki sáttur við það. „Ég er búinn að velta þessu fyrir mér í nokkra daga og reyna að skilja þessa ákvörðun. Er það þessi straumur af fólki sem kemur austur þegar Eistnaflug er sem veldur þessu, en við reiknum með að minnsta kosti 2.000 manns á Eistnafluginu í sumar? Nú þegar eru um 500 erlendir gestir búnir að bóka sig og eru þeir að koma austur að skoða allt sem er í boði. Ég er að fá um 60 ljósmyndara og blaðamenn á Eistnaflug sem fjalla um Austfirði, land og þjóð og jú Eistnaflug. Eistnaflug eykur sölu í verslunum um milljón prósent þessa fimm daga í Fjarðabyggð og það ætti að skipta máli þegar við skoðum hversu margir fá vinnu út af Eistnaflugi. Öll hótel eru uppbókuð og ekki bara í Neskaupstað heldur eru gestir Eistnaflugs farnir að bóka sig á Eskifjörð og Reyðarfjörð líka. Það sem ég er að benda á hér er það að það er enginn menningarviðburður á Austurlandi sem hefur önnur eins áhrif á Austurland og Eistnaflug,“ skrifaði Stefán á Facebook-síðu sína þegar hann fékk þessar fregnir.Stefán Magnússon Forsprakki Eistnaflugs.vísir/daníelAlcoa Fjarðaál veitti þó skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs á Neskaupstað hæsta einstaka styrkinn við árlega vorúthlutun Samfélagssjóðs Alcoa Fjarðaáls eða eina milljón króna. „Ég reikna aldrei með neinum styrkjum og sæki bara um. Þetta snýst bara um að hátíðin gangi vel og allir fari af henni brosandi. Við viljum lenda hátíðinni réttu megin við núllið og því skiptir það máli að fá styrki. Undanfarin ár höfum við komið út réttum megin við núllið, málið snýst um það. Það eru sjálfboðaliðar sem vinna að hátíðinni í heilt ár. Fólk sér bara Neskaupstað fullan af fólki en það er rosalegur kostnaður og vinna að baki svona hátíð sem fólk áttar sig stundum ekki á.“ Fjöldi þekktra hljómsveita kemur fram í ár. Skálmöld, Sólstafir, Ham, Agent Fresco og Brain Police eru á meðal þeirra sveita sem fram koma.Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, hlaut Grjótið.vísir/gvaKiddi rokk fékk heiðursviðurkenninguna í ár Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem Kiddi Rokk, fékk á dögunum afhenta heiðursviðurkenningu Eistnaflugs sem kallast Grjótið. „Ég er ferlega stoltur af þessu, sérstaklega því maður fær þetta frá fólkinu í bransanum. Það er gaman að fá klapp á bakið frá bransafólkinu,“ segir Kiddi alsæll með viðurkenninguna. Hann hefur verið í bransanum í um 25 ár og lengst af starfað fyrir Smekkleysu. Honum var komið á óvart þegar hann var boðaður í viðtal á Rás 2. „Ég var kallaður í viðtal til að ræða tónlistarmarkaðinn. Í miðju viðtali segja þeir að þeir hafi ekki verið að biðja mig um að koma í viðtal heldur vildu þeir bara koma mér á óvart,“ segir Kiddi léttur í lundu. „Kiddi er bara algjör perla, þessi einlægni og áhugi hjá honum að bera orðspor rokktónlistar á borð fyrir alla er svo fallegt. Það er alveg sama hvernig staðan er með rokk og ról, hann heldur alltaf áfram,“ segir Stefán um Kidda. Sex manna nefnd skipuð fólki úr bransanum velur heiðursverðlaunahafann. Í fyrra fékk Sigvaldi Jónsson, betur þekktur sem Valli Dordingull, viðurkenninguna.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira