Hátískan í hávegum höfð Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2015 12:30 Maison Margiela Mynd/Getty Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Hátískuvikan í París er nú í fullum gangi og hafa margar sýningar staðið upp úr. Meðal þeirra sem hafa fengið bestu dómana hingað til eru Giambattista Valli og Dior. Það sem hefur vakið mikla athygli er hversu afslappaðar hárgreiðslurnar eru á flestum sýningunum. Hjá Versace og Alexandre Vauthier litu fyrirsæturnar út fyrir að vera nývaknaðar, með ógreitt hár og lítið málaðar. Annars voru hönnuðir mikið að leika sér með snið og efni og allir lögðu mikla áherslu á smáatriðin. Hátíska eða „haute couture“ eru föt sem eru sérsaumuð fyrir viðskiptavini, eru sjaldgæf og mjög dýr. Fötin sem falla undir þennan flokk og eru sýnd á sýningunum eru öll handgerð frá byrjun til enda, oft gerð úr óvenjulegum efnum og mikil áhersla lögð á smáatriði. Það tekur yfirleitt marga daga að sauma eina hátískuflík. Vegna vinnunnar sem fer í fötin er verðið á þeim yfirleitt aldrei gefið upp og erfitt er að ímynda sér hvað þau kosta. Það getur ekki hver sem er kallað sig hátískumerki þar sem heitið er lögvarið í Frakklandi. Til þess að fá að flokkast sem slíkt þarf meðal annars að sérsauma flíkur fyrir viðskiptavininn, vera með stúdíó í París með minnst tuttugu starfsmönnum og sýna tískulínur tvisvar sinnum á ári, í janúar og júlí, og sýna hið minnsta 40 flíkur. Öll stærstu tískuhúsin á borð við Dior, Chanel, Givenchy og Versace bjóða viðskiptavinum sínum upp á hátískufatnað. Þau eru mörg merkin sem nota orðin „haute couture“ með línunum sínum, sem eru í raun „prêt-à-porter“, fjöldaframleidd í verksmiðjum. Þetta veldur oft pirringi innan tískubransans enda telja margir mikilvægt að vernda þessa gömlu atvinnugrein sem nær aftur til ársins 1700.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira