Alger sönghátíð í ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2015 10:00 Helga Bryndís, Hrólfur og Björg leika og syngja í Strandarkirkju á sunnudaginn Vísir/GVA Þetta er alger sönghátíð í ár og ég er ánægð með hvað fólk er áhugasamt um að syngja í Strandarkirkju“ segir Björg Þórhallsdóttir söngkona, sem stendur fyrir tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi. Hún segir söng hljóma sérstaklega vel í kirkjunni því hún gefi svo fallegan hljómbotn. „Það er líka gaman að geta flutt þar falleg ljóð eftir íslensk og erlend skáld.“ Hrólfur Sæmundsson baritón og Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem leikur á píanó, orgel og harmóníum, koma fram með Björgu á fyrstu tónleikunum nú á sunnudaginn sem hefjast klukkan 14. Rómantíkin er í öndvegi því fluttar verða söngperlur um rómantíkina og frá rómantíska tímabilinu. Björg segir sumarið kalla á slíkar áherslur; náttúran, veðrið og birtan. Dr. Pétur Pétursson mun hefja samkomuna á því að segja í stuttu máli frá kirkjunni og ljósi engilsins sem birtist sjófarendum í sjávarháska. Tónleikarnir eru rétt innan við klukkutíma að lengd, að sögn Bjargar. „Kirkjubekkirnir bjóða eiginlega ekki upp á meira,“ segir hún en bendir á að fólk geti tekið með sér púða til að gera setuna enn bærilegri.Björg hefur sjálf haldið sumartónleika í Strandarkirkju frá árinu 2006 og segir þá hafa orðið kveikjuna að hátíðinni Englar og menn, sem nú er haldin í fjórða skipti „Þetta byrjaði smátt en hefur undið upp á sig. Mér þótti svo einstakt að syngja í þessu magnaða guðshúsi og fólki þótti vænt um að fá tilefni til að fara þangað og hlýða á tónlist. Selvogurinn er sjarmerandi og sunnudagsbíltúr þangað getur sameinað náttúruskoðun, tónlistarupplifun, fræðslu um helgi staðarins og hressingu heimamanna í T-búðinni eða Pylsuvagninum.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta er alger sönghátíð í ár og ég er ánægð með hvað fólk er áhugasamt um að syngja í Strandarkirkju“ segir Björg Þórhallsdóttir söngkona, sem stendur fyrir tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi. Hún segir söng hljóma sérstaklega vel í kirkjunni því hún gefi svo fallegan hljómbotn. „Það er líka gaman að geta flutt þar falleg ljóð eftir íslensk og erlend skáld.“ Hrólfur Sæmundsson baritón og Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem leikur á píanó, orgel og harmóníum, koma fram með Björgu á fyrstu tónleikunum nú á sunnudaginn sem hefjast klukkan 14. Rómantíkin er í öndvegi því fluttar verða söngperlur um rómantíkina og frá rómantíska tímabilinu. Björg segir sumarið kalla á slíkar áherslur; náttúran, veðrið og birtan. Dr. Pétur Pétursson mun hefja samkomuna á því að segja í stuttu máli frá kirkjunni og ljósi engilsins sem birtist sjófarendum í sjávarháska. Tónleikarnir eru rétt innan við klukkutíma að lengd, að sögn Bjargar. „Kirkjubekkirnir bjóða eiginlega ekki upp á meira,“ segir hún en bendir á að fólk geti tekið með sér púða til að gera setuna enn bærilegri.Björg hefur sjálf haldið sumartónleika í Strandarkirkju frá árinu 2006 og segir þá hafa orðið kveikjuna að hátíðinni Englar og menn, sem nú er haldin í fjórða skipti „Þetta byrjaði smátt en hefur undið upp á sig. Mér þótti svo einstakt að syngja í þessu magnaða guðshúsi og fólki þótti vænt um að fá tilefni til að fara þangað og hlýða á tónlist. Selvogurinn er sjarmerandi og sunnudagsbíltúr þangað getur sameinað náttúruskoðun, tónlistarupplifun, fræðslu um helgi staðarins og hressingu heimamanna í T-búðinni eða Pylsuvagninum.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira