Nýta tímann vel heima á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júlí 2015 10:00 Hljómsveitin spilaði í Þríhnúkagíg á dögunum. myndir/ Stroud Rohde Pearce „Við erum mjög spenntir, það er svo langt síðan við spiluðum heima síðast,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo. Sveitin kemur fram á tónleikum í Gamla bíói í kvöld og eru það jafnframt einu formlegu tónleikar sveitarinnar á landinu á árinu. Kaleo hefur verið í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og ætlar að leika nýtt efni í bland við eldra á tónleikunum. „Við tökum alltaf nýtt efni. Við erum með glás af efni sem hefur ekki verið tekið upp. Fólk gæti því heyrt eitthvað sem það hefur aldrei heyrt áður í kvöld,“ bætir Jökull við. Með þeim á sviðinu verða ýmsir gestaleikarar og má þar nefna strengjaleikara og munnhörpusnillinginn Þorleif Gauk Davíðsson. Liðsmenn Kaleo hafa nýtt tímann vel hér á landi og spiluðu á tónleikum í Þríhnúkagíg í vikunni. „Við fórum með tonn af græjum þangað og spiluðum. Það var þvílík upplifun að vera þarna og hljómburðurinn frábær. Við tókum upp myndband þarna sem verður seinna sýnt,“ segir Jökull. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.00 og ætlar hljómsveitin VAR að hita upp. Myndir frá ferð sveitarinnar í Þríhnúkagíg má sjá hér að neðan. Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, það er svo langt síðan við spiluðum heima síðast,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo. Sveitin kemur fram á tónleikum í Gamla bíói í kvöld og eru það jafnframt einu formlegu tónleikar sveitarinnar á landinu á árinu. Kaleo hefur verið í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og ætlar að leika nýtt efni í bland við eldra á tónleikunum. „Við tökum alltaf nýtt efni. Við erum með glás af efni sem hefur ekki verið tekið upp. Fólk gæti því heyrt eitthvað sem það hefur aldrei heyrt áður í kvöld,“ bætir Jökull við. Með þeim á sviðinu verða ýmsir gestaleikarar og má þar nefna strengjaleikara og munnhörpusnillinginn Þorleif Gauk Davíðsson. Liðsmenn Kaleo hafa nýtt tímann vel hér á landi og spiluðu á tónleikum í Þríhnúkagíg í vikunni. „Við fórum með tonn af græjum þangað og spiluðum. Það var þvílík upplifun að vera þarna og hljómburðurinn frábær. Við tókum upp myndband þarna sem verður seinna sýnt,“ segir Jökull. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.00 og ætlar hljómsveitin VAR að hita upp. Myndir frá ferð sveitarinnar í Þríhnúkagíg má sjá hér að neðan.
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira