Litháísk móðuramma deilir um forræði íslensks barns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. júlí 2015 07:00 Mikið hefur verið fjallað um málið í litháískum fjölmiðlum. mynd/skjáskot Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir „Það er svo óréttlátt að geta ekki faðmað barnabarnið sitt og að geta ekki séð barnið þroskast. Ég ól barnið upp með dóttur minni,“ segir Marija Anzeliené, litháísk kona á sextugsaldri sem lengi hefur staðið í deilum við íslensk barnaverndaryfirvöld um forræði yfir barnabarni sínu sem var ættleitt til íslenskra foreldra. Litháískir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um málið og þar hefur Marija lýst sorgum sínum. Marija og dóttir hennar voru búsettar á Íslandi í nokkur ár. Dóttir hennar fæddi barn hér á landi árið 2010. Marija flutti aftur til Litháen en dóttir hennar bjó áfram hér á landi. Dóttir Marija lést árið 2013 og sóttist Marija eftir forræði þriggja ára barnabarns síns. Barnið var forsjárlaust eftir að móðirin dó. „Barnið vildi aldrei fara frá mér og grét í hvert skipti sem við kvöddumst,“ segir Marija en eftir andlát dóttur sinnar fékk hún að heimsækja barnið sem þá var hjá barnaverndaryfirvöldum. Marija var tilkynnt sama ár að barnið hefði verið ættleitt til íslenskra forelda og að hún mætti ekki hafa samband við barnið. „Íslensk barnaverndaryfirvöld komu í veg fyrir að ég fengi forræði þó að barnið sé með litháískt vegabréf,“ segir Marija og bætir við að dóttir hennar hafi gengið frá litháísku vegabréfi fyrir barnið í síðustu heimsókn sinni til Litháen. „Ég er miður mín að ég fái ekki forræði. Barninu líkaði vel í Litháen og var ánægt hér með mér,“ segir María og bætir við að það hafi verið vilji dóttur sinnar að hún fengi forræði. „Áður en dóttir mín dó tók hún fram að ég ætti að sjá um barnið.“ Nokkrum vikum eftir að dóttir Marija dó komu starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur til Litháen að kanna aðstæður á heimili Marija. „Það eru barnaverndaryfirvöld í Litháen sem hefðu átt að meta aðstæðurnar og var þetta ekki eðlileg heimsókn,“ segir Marija og bætir við að ef hún gæti snúið til baka myndi hún ekki hleypa þeim inn. „Það eru gerðar mjög strangar kröfur um að senda börn ekki úr landi án þess að vita raunverulega hvað bíður þeirra,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þegar svona aðstæður komi upp sé ekki sjálfgefið að börn fari til aðstandenda sinna. „Lögin gera ráð fyrir því að eftir að ættingjar forsjárlauss barns gefa sig fram séu aðstæður kannaðar. Ef ættingjar búa erlendis er stundum gengið svo langt að farið er til landsins þar sem ættinginn er til þess að kanna aðstæður,“ segir Halldóra og bætir við að í tilfellum sem þessu sé væntanlega eitthvað því til fyrirstöðu að ættinginn fái forræði. „Það fer fram heildstætt mat á aðstæðum í svona málum. Matið er gert í samráði við barnaverndaryfirvöld í því landi sem viðkomandi býr,“ segir Halldóra. „Það þarf að meta stöðu barnsins á Íslandi, dvalartíma, tengsl á Íslandi og tengsl barnsins við ættingja. Þá eru aðstæður ættingja kannaðar,“ segir Halldóra. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir „Það er svo óréttlátt að geta ekki faðmað barnabarnið sitt og að geta ekki séð barnið þroskast. Ég ól barnið upp með dóttur minni,“ segir Marija Anzeliené, litháísk kona á sextugsaldri sem lengi hefur staðið í deilum við íslensk barnaverndaryfirvöld um forræði yfir barnabarni sínu sem var ættleitt til íslenskra foreldra. Litháískir fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um málið og þar hefur Marija lýst sorgum sínum. Marija og dóttir hennar voru búsettar á Íslandi í nokkur ár. Dóttir hennar fæddi barn hér á landi árið 2010. Marija flutti aftur til Litháen en dóttir hennar bjó áfram hér á landi. Dóttir Marija lést árið 2013 og sóttist Marija eftir forræði þriggja ára barnabarns síns. Barnið var forsjárlaust eftir að móðirin dó. „Barnið vildi aldrei fara frá mér og grét í hvert skipti sem við kvöddumst,“ segir Marija en eftir andlát dóttur sinnar fékk hún að heimsækja barnið sem þá var hjá barnaverndaryfirvöldum. Marija var tilkynnt sama ár að barnið hefði verið ættleitt til íslenskra forelda og að hún mætti ekki hafa samband við barnið. „Íslensk barnaverndaryfirvöld komu í veg fyrir að ég fengi forræði þó að barnið sé með litháískt vegabréf,“ segir Marija og bætir við að dóttir hennar hafi gengið frá litháísku vegabréfi fyrir barnið í síðustu heimsókn sinni til Litháen. „Ég er miður mín að ég fái ekki forræði. Barninu líkaði vel í Litháen og var ánægt hér með mér,“ segir María og bætir við að það hafi verið vilji dóttur sinnar að hún fengi forræði. „Áður en dóttir mín dó tók hún fram að ég ætti að sjá um barnið.“ Nokkrum vikum eftir að dóttir Marija dó komu starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur til Litháen að kanna aðstæður á heimili Marija. „Það eru barnaverndaryfirvöld í Litháen sem hefðu átt að meta aðstæðurnar og var þetta ekki eðlileg heimsókn,“ segir Marija og bætir við að ef hún gæti snúið til baka myndi hún ekki hleypa þeim inn. „Það eru gerðar mjög strangar kröfur um að senda börn ekki úr landi án þess að vita raunverulega hvað bíður þeirra,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þegar svona aðstæður komi upp sé ekki sjálfgefið að börn fari til aðstandenda sinna. „Lögin gera ráð fyrir því að eftir að ættingjar forsjárlauss barns gefa sig fram séu aðstæður kannaðar. Ef ættingjar búa erlendis er stundum gengið svo langt að farið er til landsins þar sem ættinginn er til þess að kanna aðstæður,“ segir Halldóra og bætir við að í tilfellum sem þessu sé væntanlega eitthvað því til fyrirstöðu að ættinginn fái forræði. „Það fer fram heildstætt mat á aðstæðum í svona málum. Matið er gert í samráði við barnaverndaryfirvöld í því landi sem viðkomandi býr,“ segir Halldóra. „Það þarf að meta stöðu barnsins á Íslandi, dvalartíma, tengsl á Íslandi og tengsl barnsins við ættingja. Þá eru aðstæður ættingja kannaðar,“ segir Halldóra.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira