Utan vallar: McGregor-sýningin fær fullt hús Henry Birgir Gunnarsson. skrifar 13. júlí 2015 08:45 Conor McGregor er engum líkur. vísir/getty Heitasta sýningin í Las Vegas um nýliðna helgi var McGregor-sýningin. Betur auglýst sem UFC 189 en Conor McGregor kallaði það alltaf McGregor-sýninguna. Var það algjört réttnefni á þessum viðburði. Bardagakvöldið sló öll met. Aldrei hefur komið inn eins mikill peningur í aðgangseyri, aldrei hafa fleiri mætt á vigtun og líklega voru fleiri sjónvarpsáskriftir seldar að kvöldinu en áður í sögu UFC. Fólk er brjálað í að sjá gullkálf UFC frá Dublin. Skiptir engu máli hvort fólk hatar eða elskar Conor. Það verða allir að sjá hann. Hann er í einstökum hópi íþróttamanna sem hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Hann er kjaftfor og yfirlýsingaglaður en það sem meira er þá er hann frábær bardagamaður. Hann stendur alltaf við stóru orðin. Conor er fæddur skemmtikraftur og það skal engan undra að UFC hafi sett alla sína spilapeninga á hann. Sambandið er heldur betur að uppskera. Hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC. Það er klárt. Það var allt stærst og mest í MGM Grand þessa helgina en bardagarnir sem boðið var upp á voru hreint út sagt magnaðir. Það er ekki til sá maður sem fylgist með íþróttinni sem heldur öðru fram en að þetta hafi verið besta bardagakvöld UFC frá upphafi. Það er alveg fyrir utan allt annað. Áhorfendur fengu fimm rosalega bardaga og þegar er byrjað að tala um bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald um heimsmeistaratitilinn í veltivigt sem besta bardaga í UFC frá upphafi. Það var hreint út sagt ólýsanleg upplifun að fylgjast með þessu í návígi. Stemningin í höllinni, umgjörðin hjá UFC, sem var flottari en nokkru sinni fyrr, Írarnir sem héldu uppi stemningunni og svo þessir bardagar. Þetta var eitthvað sem maður lendir bara í einu sinni um ævina. Það skemmdi svo ekkert fyrir að okkar menn – Gunnar Nelson og Conor McGregor – skyldu báðir klára sína bardaga. Það gerðu þeir líka báðir með eftirminnilegum hætti. Þetta var kvöld sem fór í sögubækurnar og mun aldrei gleymast. MMA Tengdar fréttir Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56 Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Sjá meira
Heitasta sýningin í Las Vegas um nýliðna helgi var McGregor-sýningin. Betur auglýst sem UFC 189 en Conor McGregor kallaði það alltaf McGregor-sýninguna. Var það algjört réttnefni á þessum viðburði. Bardagakvöldið sló öll met. Aldrei hefur komið inn eins mikill peningur í aðgangseyri, aldrei hafa fleiri mætt á vigtun og líklega voru fleiri sjónvarpsáskriftir seldar að kvöldinu en áður í sögu UFC. Fólk er brjálað í að sjá gullkálf UFC frá Dublin. Skiptir engu máli hvort fólk hatar eða elskar Conor. Það verða allir að sjá hann. Hann er í einstökum hópi íþróttamanna sem hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Hann er kjaftfor og yfirlýsingaglaður en það sem meira er þá er hann frábær bardagamaður. Hann stendur alltaf við stóru orðin. Conor er fæddur skemmtikraftur og það skal engan undra að UFC hafi sett alla sína spilapeninga á hann. Sambandið er heldur betur að uppskera. Hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC. Það er klárt. Það var allt stærst og mest í MGM Grand þessa helgina en bardagarnir sem boðið var upp á voru hreint út sagt magnaðir. Það er ekki til sá maður sem fylgist með íþróttinni sem heldur öðru fram en að þetta hafi verið besta bardagakvöld UFC frá upphafi. Það er alveg fyrir utan allt annað. Áhorfendur fengu fimm rosalega bardaga og þegar er byrjað að tala um bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald um heimsmeistaratitilinn í veltivigt sem besta bardaga í UFC frá upphafi. Það var hreint út sagt ólýsanleg upplifun að fylgjast með þessu í návígi. Stemningin í höllinni, umgjörðin hjá UFC, sem var flottari en nokkru sinni fyrr, Írarnir sem héldu uppi stemningunni og svo þessir bardagar. Þetta var eitthvað sem maður lendir bara í einu sinni um ævina. Það skemmdi svo ekkert fyrir að okkar menn – Gunnar Nelson og Conor McGregor – skyldu báðir klára sína bardaga. Það gerðu þeir líka báðir með eftirminnilegum hætti. Þetta var kvöld sem fór í sögubækurnar og mun aldrei gleymast.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56 Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Sjá meira
Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56
Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25
Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15