Utan vallar: McGregor-sýningin fær fullt hús Henry Birgir Gunnarsson. skrifar 13. júlí 2015 08:45 Conor McGregor er engum líkur. vísir/getty Heitasta sýningin í Las Vegas um nýliðna helgi var McGregor-sýningin. Betur auglýst sem UFC 189 en Conor McGregor kallaði það alltaf McGregor-sýninguna. Var það algjört réttnefni á þessum viðburði. Bardagakvöldið sló öll met. Aldrei hefur komið inn eins mikill peningur í aðgangseyri, aldrei hafa fleiri mætt á vigtun og líklega voru fleiri sjónvarpsáskriftir seldar að kvöldinu en áður í sögu UFC. Fólk er brjálað í að sjá gullkálf UFC frá Dublin. Skiptir engu máli hvort fólk hatar eða elskar Conor. Það verða allir að sjá hann. Hann er í einstökum hópi íþróttamanna sem hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Hann er kjaftfor og yfirlýsingaglaður en það sem meira er þá er hann frábær bardagamaður. Hann stendur alltaf við stóru orðin. Conor er fæddur skemmtikraftur og það skal engan undra að UFC hafi sett alla sína spilapeninga á hann. Sambandið er heldur betur að uppskera. Hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC. Það er klárt. Það var allt stærst og mest í MGM Grand þessa helgina en bardagarnir sem boðið var upp á voru hreint út sagt magnaðir. Það er ekki til sá maður sem fylgist með íþróttinni sem heldur öðru fram en að þetta hafi verið besta bardagakvöld UFC frá upphafi. Það er alveg fyrir utan allt annað. Áhorfendur fengu fimm rosalega bardaga og þegar er byrjað að tala um bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald um heimsmeistaratitilinn í veltivigt sem besta bardaga í UFC frá upphafi. Það var hreint út sagt ólýsanleg upplifun að fylgjast með þessu í návígi. Stemningin í höllinni, umgjörðin hjá UFC, sem var flottari en nokkru sinni fyrr, Írarnir sem héldu uppi stemningunni og svo þessir bardagar. Þetta var eitthvað sem maður lendir bara í einu sinni um ævina. Það skemmdi svo ekkert fyrir að okkar menn – Gunnar Nelson og Conor McGregor – skyldu báðir klára sína bardaga. Það gerðu þeir líka báðir með eftirminnilegum hætti. Þetta var kvöld sem fór í sögubækurnar og mun aldrei gleymast. MMA Tengdar fréttir Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56 Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Heitasta sýningin í Las Vegas um nýliðna helgi var McGregor-sýningin. Betur auglýst sem UFC 189 en Conor McGregor kallaði það alltaf McGregor-sýninguna. Var það algjört réttnefni á þessum viðburði. Bardagakvöldið sló öll met. Aldrei hefur komið inn eins mikill peningur í aðgangseyri, aldrei hafa fleiri mætt á vigtun og líklega voru fleiri sjónvarpsáskriftir seldar að kvöldinu en áður í sögu UFC. Fólk er brjálað í að sjá gullkálf UFC frá Dublin. Skiptir engu máli hvort fólk hatar eða elskar Conor. Það verða allir að sjá hann. Hann er í einstökum hópi íþróttamanna sem hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Hann er kjaftfor og yfirlýsingaglaður en það sem meira er þá er hann frábær bardagamaður. Hann stendur alltaf við stóru orðin. Conor er fæddur skemmtikraftur og það skal engan undra að UFC hafi sett alla sína spilapeninga á hann. Sambandið er heldur betur að uppskera. Hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC. Það er klárt. Það var allt stærst og mest í MGM Grand þessa helgina en bardagarnir sem boðið var upp á voru hreint út sagt magnaðir. Það er ekki til sá maður sem fylgist með íþróttinni sem heldur öðru fram en að þetta hafi verið besta bardagakvöld UFC frá upphafi. Það er alveg fyrir utan allt annað. Áhorfendur fengu fimm rosalega bardaga og þegar er byrjað að tala um bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald um heimsmeistaratitilinn í veltivigt sem besta bardaga í UFC frá upphafi. Það var hreint út sagt ólýsanleg upplifun að fylgjast með þessu í návígi. Stemningin í höllinni, umgjörðin hjá UFC, sem var flottari en nokkru sinni fyrr, Írarnir sem héldu uppi stemningunni og svo þessir bardagar. Þetta var eitthvað sem maður lendir bara í einu sinni um ævina. Það skemmdi svo ekkert fyrir að okkar menn – Gunnar Nelson og Conor McGregor – skyldu báðir klára sína bardaga. Það gerðu þeir líka báðir með eftirminnilegum hætti. Þetta var kvöld sem fór í sögubækurnar og mun aldrei gleymast.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56 Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56
Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25
Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15