Myndhöggvurum tekst ekki að höggva á hnútinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2015 07:00 Hannes Lárusson myndlistarmaður var rekinn úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í lok maí. „Í grunninn byggir þetta á misskilningi og lélegu listrænu uppeldi. Síðan kunna að krauma einhverjar annarlegar hvatir sem brjótast fram í hatri og einelti,“ segir Hannes Lárusson myndlistarmaður, sem rekinn var úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í lok maí. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að vísa honum og Ásmundi Ásmundssyni myndlistarmanni úr félaginu eftir leynilega atkvæðagreiðslu. Á fundinum var lesin upp nafnlaus tillaga þar sem lagt var til að þeim yrði vísað úr félaginu. Gengið var til atkvæðagreiðslu og niðurstaðan var að víkja þeim úr félaginu. Eftir kosninguna var það upplýst að Kristinn Hrafnsson listamaður var sá sem bar upp nafnlausu tillöguna.Kristinn E. Hrafnsson segir að það sé ekki vinnufriður í húsnæði félagsins fyrir þeim félögum, Ásmundi og Hannesi.Segir engin skemdarverk hafa verið framin „Staðreyndin er sú að það hafa aldrei verið framin skemmdarverk, ofbeldi né þjófnaður eins og formaður félagsins hélt fram í Fréttablaðinu í gær. Ásökun um hatursáróður er ekkert annað en meiðyrði,“ segir Hannes. Ásmundur og Hannes halda því fram að frávikningin sé meðal annars tengd meiðyrðamáli sem Ásmundur höfðaði á hendur Kristni eftir að þeir deildu í fjölmiðlum. Kristinn skrifaði í grein sinni að Ásmundur væri kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna. Ásmundur höfðaði meiðyrðamál gegn Kristni fyrir þessi ummæli og tapaði málinu.Á myndinni má sjá verk eftir Ásmund Ásmundsson og Hannes Lárusson á kaffistofu Myndhöggvarafélagsins.mynd/logiKristinn segir að vælinu verði að linna „Þessu væli verður að fara að linna,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður. „Stjórn félagsins var búin að reyna að leysa málið og sendi félagsmönnum alvarlega pósta og var félagsfundur haldinn um málið í mars og það leystist ekki. Það var því óhjákvæmilegt að taka á þessu á aðalfundi. Ég held að félagsmenn hafi vel vitað hvað þeir voru að gera og það skiptir engu hver setti textann saman,“ segir Kristinn og bætir við að hann hafi ekki geta setið fundinn og því hafi hann beðið um að tillagan yrði nafnlaus. „Það gerði ég svo menn færu ekki að blanda saman óskyldum málum, enda sýnir sig nú að það var rétt mat hjá mér. Menn blanda alltaf saman persónum og málefnum og nú þykjast menn sjá samsæri í hverju horni,“ segir Kristinn sem telur að það sé ekki vinnufriður í húsnæði félagsins fyrir þeim félögum. „Ég veit að yngri listamenn hafa veigrað sér við að koma í félagið út af þessu ofbeldi,“ segir Kristinn.Ástandið sjúklegt „Það er sjúklegt ástand að deila, sem í grunninn snýst um tjáningarfrelsi og hlutverk listarinnar, veltist um í grasrótinni á sama tíma og fulltrúar kerfisins koma ekki nálægt umræðunni. Fulltrúar kerfisins eru þeir sem móta vinnuumhverfi listamanna. Það hefur til dæmis ekki heyrst neitt frá Listaháskóla Íslands né Listasafni Reykjavíkur,“ segir Daníel Magnússon listamaður og bætir við að málið snúist um völd og peninga. „Þessir menn eru að blanda gömlum deilum inn í brottreksturinn,“ segir Daníel og bætir við að þeir félagar verði ekki fyrir neinu einelti. „Þeir fela framkomu sína þannig að þegar upp er staðið þá túlka þeir andóf félagsmanna gegn sér sem árásir á tjáningarfrelsið.“ Tengdar fréttir Æfareiðir myndhöggvarar munnhöggvast Ásmundur Ásmundsson og Hannes Lárusson myndlistarmenn voru reknir úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur. Ásmundur segir um ofsóknir og einelti að ræða. Formaður félagsins segir þá rekna á löglegan hátt. 13. júlí 2015 07:00 „Það má gagnrýna Framsóknarflokkinn, en ekki þá sem gagnrýna Framsóknarflokkinn“ „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,” útskýrir Ásmundur Ásmundsson listamaður. 4. júlí 2015 10:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
„Í grunninn byggir þetta á misskilningi og lélegu listrænu uppeldi. Síðan kunna að krauma einhverjar annarlegar hvatir sem brjótast fram í hatri og einelti,“ segir Hannes Lárusson myndlistarmaður, sem rekinn var úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í lok maí. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að vísa honum og Ásmundi Ásmundssyni myndlistarmanni úr félaginu eftir leynilega atkvæðagreiðslu. Á fundinum var lesin upp nafnlaus tillaga þar sem lagt var til að þeim yrði vísað úr félaginu. Gengið var til atkvæðagreiðslu og niðurstaðan var að víkja þeim úr félaginu. Eftir kosninguna var það upplýst að Kristinn Hrafnsson listamaður var sá sem bar upp nafnlausu tillöguna.Kristinn E. Hrafnsson segir að það sé ekki vinnufriður í húsnæði félagsins fyrir þeim félögum, Ásmundi og Hannesi.Segir engin skemdarverk hafa verið framin „Staðreyndin er sú að það hafa aldrei verið framin skemmdarverk, ofbeldi né þjófnaður eins og formaður félagsins hélt fram í Fréttablaðinu í gær. Ásökun um hatursáróður er ekkert annað en meiðyrði,“ segir Hannes. Ásmundur og Hannes halda því fram að frávikningin sé meðal annars tengd meiðyrðamáli sem Ásmundur höfðaði á hendur Kristni eftir að þeir deildu í fjölmiðlum. Kristinn skrifaði í grein sinni að Ásmundur væri kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna. Ásmundur höfðaði meiðyrðamál gegn Kristni fyrir þessi ummæli og tapaði málinu.Á myndinni má sjá verk eftir Ásmund Ásmundsson og Hannes Lárusson á kaffistofu Myndhöggvarafélagsins.mynd/logiKristinn segir að vælinu verði að linna „Þessu væli verður að fara að linna,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður. „Stjórn félagsins var búin að reyna að leysa málið og sendi félagsmönnum alvarlega pósta og var félagsfundur haldinn um málið í mars og það leystist ekki. Það var því óhjákvæmilegt að taka á þessu á aðalfundi. Ég held að félagsmenn hafi vel vitað hvað þeir voru að gera og það skiptir engu hver setti textann saman,“ segir Kristinn og bætir við að hann hafi ekki geta setið fundinn og því hafi hann beðið um að tillagan yrði nafnlaus. „Það gerði ég svo menn færu ekki að blanda saman óskyldum málum, enda sýnir sig nú að það var rétt mat hjá mér. Menn blanda alltaf saman persónum og málefnum og nú þykjast menn sjá samsæri í hverju horni,“ segir Kristinn sem telur að það sé ekki vinnufriður í húsnæði félagsins fyrir þeim félögum. „Ég veit að yngri listamenn hafa veigrað sér við að koma í félagið út af þessu ofbeldi,“ segir Kristinn.Ástandið sjúklegt „Það er sjúklegt ástand að deila, sem í grunninn snýst um tjáningarfrelsi og hlutverk listarinnar, veltist um í grasrótinni á sama tíma og fulltrúar kerfisins koma ekki nálægt umræðunni. Fulltrúar kerfisins eru þeir sem móta vinnuumhverfi listamanna. Það hefur til dæmis ekki heyrst neitt frá Listaháskóla Íslands né Listasafni Reykjavíkur,“ segir Daníel Magnússon listamaður og bætir við að málið snúist um völd og peninga. „Þessir menn eru að blanda gömlum deilum inn í brottreksturinn,“ segir Daníel og bætir við að þeir félagar verði ekki fyrir neinu einelti. „Þeir fela framkomu sína þannig að þegar upp er staðið þá túlka þeir andóf félagsmanna gegn sér sem árásir á tjáningarfrelsið.“
Tengdar fréttir Æfareiðir myndhöggvarar munnhöggvast Ásmundur Ásmundsson og Hannes Lárusson myndlistarmenn voru reknir úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur. Ásmundur segir um ofsóknir og einelti að ræða. Formaður félagsins segir þá rekna á löglegan hátt. 13. júlí 2015 07:00 „Það má gagnrýna Framsóknarflokkinn, en ekki þá sem gagnrýna Framsóknarflokkinn“ „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,” útskýrir Ásmundur Ásmundsson listamaður. 4. júlí 2015 10:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Æfareiðir myndhöggvarar munnhöggvast Ásmundur Ásmundsson og Hannes Lárusson myndlistarmenn voru reknir úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur. Ásmundur segir um ofsóknir og einelti að ræða. Formaður félagsins segir þá rekna á löglegan hátt. 13. júlí 2015 07:00
„Það má gagnrýna Framsóknarflokkinn, en ekki þá sem gagnrýna Framsóknarflokkinn“ „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,” útskýrir Ásmundur Ásmundsson listamaður. 4. júlí 2015 10:00