Hollenska stúlkan farin heim til föður síns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2015 07:00 Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamálið hér á landi í lengri tíma. Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“ Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er farin heim til Hollands. „Faðir hennar kom að sækja hana til Íslands,“ segir Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir, félagsmálastjóri Sandgerðisbæjar, sem fylgdi stúlkunni eftir í gæsluvarðhald eftir að lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna í byrjun apríl. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Stelpan sat í gæsluvarðhaldi frá 3. til 20. apríl en þá var hún sett í farbann. „Ég fylgdi henni eftir í gæsluvarðhald sem fulltrúi barnaverndarnefndar Sandgerðis og var með henni til þess að gæta réttinda hennar því lögreglan gætir hagsmuna ríkisins,“ segir Kristín.Skýr vilji til að fylgja móður Hún bætir við að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum. „Stelpan sýndi skýran vilja til að fylgja móður sinni og vistast í fangelsi. Við þurftum að skera úr um það hvort hún ætti að fylgja móður sinni eða vistast á Stuðlum sem hefði verið hitt úrræðið. Við færðum rök fyrir því að hún færi með móður sinni.“ Tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra mæðgna sem leiddi til þess að íslenskur maður var handtekinn á herbergi á Hóteli í Reykjavík. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus tveimur vikum síðar. Móðir stúlkunnar er enn í gæsluvarðhaldi. „Það er vegna rannsóknarhagsmuna og öryggisins vegna. Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og öruggara fyrir hana að vera í fangelsi,“ segir Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, og bætir við að stúlkan hafi ekki verið ákærð því það þótti ekki líklegt til sakfellis.Dvaldi hjá fjölskyldu á Suðurnesjum „Það var svo margt sem benti til þess að hún hefði ekki vitað af efnunum,“ segir Guðmundur. „Eftir að stúlkan var sett í farbann fór hún í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. Við fundum fyrir hana fjölskyldu og fylgdum henni eftir með sálfélagslegum stuðningi og umgengni við móður sína,“ segir Kristín og bætir að stúlkan hafi verið í áfalli og þurft faglega aðstoð. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru í góðu sambandi við föður stúlkunnar og barnaverndaryfirvöld í Hollandi á meðan stúlkan var á Íslandi. „Barnavernd í Hollandi kannaði aðstæður hjá föður hennar og sendi okkur staðfestingu á því að það væri ekkert því til fyrirstöðu að barnið færi til hans.“
Tengdar fréttir Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45 Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21 Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hollenska stúlkan áfram í farbanni: Rannsókn málsins á lokastigi Stúlkan var handtekin ásamt móður sinni en þær eru grunaðar um að hafa smyglað um 20 kílóum af fíkniefnum til landsins. 16. júní 2015 10:45
Hollenska móðirin var notuð í tálbeituaðgerð til að ná íslenska manninum Ákæra gefin út í málinu sem jafnan er tengt við hollensku mæðgurnar. 9. júlí 2015 14:21
Hollenska móðirin neitaði sök Íslendingurinn fékk frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 10. júlí 2015 11:36