Grikkland, Þýzkaland, ESB Þorvaldur Gylfason skrifar 16. júlí 2015 09:00 Grikkir gengu í ESB 1981. Landið var þá fátækt og að ýmsu leyti frumstætt. Aþenu svipaði þá að ýmsu leyti frekar til sumra Afríkuborga en Evrópuborga. Aðeins sjö árum fyrr, 1974, höfðu Grikkir hrundið af höndum sér einræðisstjórn. Herforingjarnir sem höfðu rænt völdum í landinu 1967 sátu sumir enn bak við lás og slá. Grikkir kunna að taka til hjá sér þegar mikið liggur við.Stakkaskipti Höfuðrök þeirra sem kusu aðild Grikkja að ESB voru þau að með aðild gæti Grikkland hraðað för sinni inn í meginstraum lýðræðis, hagsældar og velferðar að evrópskum sið og upprætt ýmsar landlægar meinsemdir með aðstoð að utan. Það tókst bærilega í ýmsum greinum. Grikkland tók stakkaskiptum. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Grikklandi 1990 nam rösklega þrem fjórðu af kaupmætti þjóðartekna á mann í Finnlandi til viðmiðunar og hlutfallið var óbreytt 2009. Grikkir héldu m.ö.o. sama dampi og Finnar í efnahagslegu tilliti 1990-2009. Hvorugu landinu varð sýnilega meint af evrunni sem Finnar tóku upp 1999 og Grikkir 2001.Kannast nokkur við þetta? Ýmislegt vantaði þó á að Grikkjum gengi sem skyldi. Grikkir stóðu ólíkt Finnum á veikum og vanræktum grunni. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, lýsti vandanum vel í ræðu sinni í Evrópuþinginu á dögunum þegar hann sagði: „Ég er ekki einn þeirra stjórnmálamanna sem kenna „vondum útlendingum“ um ófarir lands míns. Grikkland rambar á barmi greiðsluþrots þar eð fyrri ríkisstjórnir landsins gerðu landið að rentusóknarríki árum saman, muldu undir spillingu, umbáru og ýttu undir náið samneyti sérhagsmuna í stjórnmálum og viðskiptum og létu umfangsmikil skattsvik óáreitt.“ Land sem svo var ástatt fyrir var ekki líklegt til að fara vel með allt það lánsfé sem streymdi þangað inn að utan árin fram að 2008 þegar efnahagslíf Bandaríkjanna og margra Evrópulanda fór út á yztu nöf vegna óráðsíu í bankamálum.Samábyrgð ESB Fráleitt væri að halda því fram að Grikkir beri enga ábyrgð á óförum sínum. Grískir kjósendur kusu stjórnmálamenn og flokka sem keyrðu Grikkland nánast í þrot. Spillingin i stjórnmálum og viðskiptum teygir anga sína um allt þjóðlífið. Ábyrgðin liggur þó víðar. Þjóðverjum, Frökkum og öðrum forustuþjóðum ESB bar að bregðast við óskum grískra kjósenda um hraðferð inn í meginstraum evrópskra stjórnmála með því að veita grískum stjórnvöldum aðhald. Allir máttu vita að ríkisbókhald Grikkja var ekki rétt. Gríski hagstofustjórinn á samt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að hafa leiðrétt bókhaldið til samræmis við grísk og evrópsk lög. Allir vissu um forréttindadekrið, spillinguna og skattsvikin. ESB hefði með lagni átt að beina Grikklandi inn á rétta braut en gerði það ekki. Þjóðverjar hafa það þó sér til málsbóta að átta árum eftir inngöngu Grikklands í ESB hrundi Berlínarmúrinn og ESB stóð þá frammi fyrir inngöngu Austur-Evrópuríkjanna í ESB. Það var brýnt verkefni. En ESB á að geta haft fleiri bolta en einn á lofti í einu. Þarna brást Þjóðverjum og Frökkum bogalistin. Við bættist að ESB sá ekkert athugavert við ótæpilegar lánveitingar þýzkra og franskra banka til Grikklands eins og enginn væri morgundagurinn. ESB svaf á verðinum eins og reyndar Bandaríkjastjórn gerði líka. Alvarlegasta skyssa Þjóðverja var þó sú að þýzka stjórnin tók forustu fyrir þríeyki ESB, AGS og Seðlabanka Evrópu í samningum við Grikkland um lausn á skuldavanda landsins og beitti mikilli hörku. AGS varaði við afleiðingum of mikils niðurskurðar í ríkisfjármálum úr því að ekki var hægt að bregðast við niðurskurðinum með vaxtalækkun til mótvægis þar eð Grikkland er evruland, en Þjóðverjar féllust ekki á röksemdir sjóðsins. Við bættist að sjóðurinn reiknaði skakkt í byrjun, hann vanmat afleiðingar niðurskurðarins og baðst forláts á mistökunum, en þýzka ríkisstjórnin situr við sinn keip og hefur enga slíka auðmýkt sýnt enn sem komið er. Þýzka ríkisstjórnin ætti í ljósi sögunnar að skilja öðrum betur að á enga þjóð má leggja þyngri byrðar en hún getur borið. Þýzkum stjórnmálamönnum fer ekki vel að vanda um við Grikki með því að hamra á að þeir verði hvað sem það kostar að standa full skil á skuldum ríkisins svo að ríkisstjórnir Grikklands í framtíðinni gangi ekki á lagið. Hitt skiptir einnig máli að þýzka ríkisstjórnin átti frumkvæði að uppgjöri við þýzka banka og aðra vegna skulda Grikklands til að leysa þá úr snörunni með mun hóflegri klippingu en hefði þurft eins og ég lýsti hér á þessum stað 2. júlí sl. Klippingin var rausnarleg, rétt er það, en hún dugði samt ekki til eins og AGS hefur nú viðurkennt. Þýzka ríkisstjórnin hefði mátt vanda einnig um við þýzku bankana svo þeir gangi ekki á lagið. Nú liggur loksins fyrir samningur um að halda Grikkjum innan ESB og evrusamstarfsins eins og þeir kjósa helzt sjálfir. Það spillir áliti ESB og Þýzkalands að svo mjóu hafi munað að málið leystist ekki í tæka tíð. Það er eins og söguskynið hafi brostið og dýrmætar lexíur fortíðarinnar hafi gleymzt líkt og gerðist í Bandaríkjunum eftir 1990. ESB þarf einnig að taka sér tak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Grikkir gengu í ESB 1981. Landið var þá fátækt og að ýmsu leyti frumstætt. Aþenu svipaði þá að ýmsu leyti frekar til sumra Afríkuborga en Evrópuborga. Aðeins sjö árum fyrr, 1974, höfðu Grikkir hrundið af höndum sér einræðisstjórn. Herforingjarnir sem höfðu rænt völdum í landinu 1967 sátu sumir enn bak við lás og slá. Grikkir kunna að taka til hjá sér þegar mikið liggur við.Stakkaskipti Höfuðrök þeirra sem kusu aðild Grikkja að ESB voru þau að með aðild gæti Grikkland hraðað för sinni inn í meginstraum lýðræðis, hagsældar og velferðar að evrópskum sið og upprætt ýmsar landlægar meinsemdir með aðstoð að utan. Það tókst bærilega í ýmsum greinum. Grikkland tók stakkaskiptum. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Grikklandi 1990 nam rösklega þrem fjórðu af kaupmætti þjóðartekna á mann í Finnlandi til viðmiðunar og hlutfallið var óbreytt 2009. Grikkir héldu m.ö.o. sama dampi og Finnar í efnahagslegu tilliti 1990-2009. Hvorugu landinu varð sýnilega meint af evrunni sem Finnar tóku upp 1999 og Grikkir 2001.Kannast nokkur við þetta? Ýmislegt vantaði þó á að Grikkjum gengi sem skyldi. Grikkir stóðu ólíkt Finnum á veikum og vanræktum grunni. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, lýsti vandanum vel í ræðu sinni í Evrópuþinginu á dögunum þegar hann sagði: „Ég er ekki einn þeirra stjórnmálamanna sem kenna „vondum útlendingum“ um ófarir lands míns. Grikkland rambar á barmi greiðsluþrots þar eð fyrri ríkisstjórnir landsins gerðu landið að rentusóknarríki árum saman, muldu undir spillingu, umbáru og ýttu undir náið samneyti sérhagsmuna í stjórnmálum og viðskiptum og létu umfangsmikil skattsvik óáreitt.“ Land sem svo var ástatt fyrir var ekki líklegt til að fara vel með allt það lánsfé sem streymdi þangað inn að utan árin fram að 2008 þegar efnahagslíf Bandaríkjanna og margra Evrópulanda fór út á yztu nöf vegna óráðsíu í bankamálum.Samábyrgð ESB Fráleitt væri að halda því fram að Grikkir beri enga ábyrgð á óförum sínum. Grískir kjósendur kusu stjórnmálamenn og flokka sem keyrðu Grikkland nánast í þrot. Spillingin i stjórnmálum og viðskiptum teygir anga sína um allt þjóðlífið. Ábyrgðin liggur þó víðar. Þjóðverjum, Frökkum og öðrum forustuþjóðum ESB bar að bregðast við óskum grískra kjósenda um hraðferð inn í meginstraum evrópskra stjórnmála með því að veita grískum stjórnvöldum aðhald. Allir máttu vita að ríkisbókhald Grikkja var ekki rétt. Gríski hagstofustjórinn á samt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að hafa leiðrétt bókhaldið til samræmis við grísk og evrópsk lög. Allir vissu um forréttindadekrið, spillinguna og skattsvikin. ESB hefði með lagni átt að beina Grikklandi inn á rétta braut en gerði það ekki. Þjóðverjar hafa það þó sér til málsbóta að átta árum eftir inngöngu Grikklands í ESB hrundi Berlínarmúrinn og ESB stóð þá frammi fyrir inngöngu Austur-Evrópuríkjanna í ESB. Það var brýnt verkefni. En ESB á að geta haft fleiri bolta en einn á lofti í einu. Þarna brást Þjóðverjum og Frökkum bogalistin. Við bættist að ESB sá ekkert athugavert við ótæpilegar lánveitingar þýzkra og franskra banka til Grikklands eins og enginn væri morgundagurinn. ESB svaf á verðinum eins og reyndar Bandaríkjastjórn gerði líka. Alvarlegasta skyssa Þjóðverja var þó sú að þýzka stjórnin tók forustu fyrir þríeyki ESB, AGS og Seðlabanka Evrópu í samningum við Grikkland um lausn á skuldavanda landsins og beitti mikilli hörku. AGS varaði við afleiðingum of mikils niðurskurðar í ríkisfjármálum úr því að ekki var hægt að bregðast við niðurskurðinum með vaxtalækkun til mótvægis þar eð Grikkland er evruland, en Þjóðverjar féllust ekki á röksemdir sjóðsins. Við bættist að sjóðurinn reiknaði skakkt í byrjun, hann vanmat afleiðingar niðurskurðarins og baðst forláts á mistökunum, en þýzka ríkisstjórnin situr við sinn keip og hefur enga slíka auðmýkt sýnt enn sem komið er. Þýzka ríkisstjórnin ætti í ljósi sögunnar að skilja öðrum betur að á enga þjóð má leggja þyngri byrðar en hún getur borið. Þýzkum stjórnmálamönnum fer ekki vel að vanda um við Grikki með því að hamra á að þeir verði hvað sem það kostar að standa full skil á skuldum ríkisins svo að ríkisstjórnir Grikklands í framtíðinni gangi ekki á lagið. Hitt skiptir einnig máli að þýzka ríkisstjórnin átti frumkvæði að uppgjöri við þýzka banka og aðra vegna skulda Grikklands til að leysa þá úr snörunni með mun hóflegri klippingu en hefði þurft eins og ég lýsti hér á þessum stað 2. júlí sl. Klippingin var rausnarleg, rétt er það, en hún dugði samt ekki til eins og AGS hefur nú viðurkennt. Þýzka ríkisstjórnin hefði mátt vanda einnig um við þýzku bankana svo þeir gangi ekki á lagið. Nú liggur loksins fyrir samningur um að halda Grikkjum innan ESB og evrusamstarfsins eins og þeir kjósa helzt sjálfir. Það spillir áliti ESB og Þýzkalands að svo mjóu hafi munað að málið leystist ekki í tæka tíð. Það er eins og söguskynið hafi brostið og dýrmætar lexíur fortíðarinnar hafi gleymzt líkt og gerðist í Bandaríkjunum eftir 1990. ESB þarf einnig að taka sér tak.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun