Smáskífur Palla ekki til sölu heldur gefins Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júlí 2015 10:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tekur upp nýtt myndband. mynd/daníel bjarnason „Við erum að skjóta nýtt myndband núna sem verður vonandi tilbúið á næstu dögum,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er þessa dagana á fullu við að vinna nýtt myndband ásamt framleiðslufyrirtækinu Silent. Myndbandið er við nýtt lag sem kallast Líttu upp í ljós og sér Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. „Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Það er samið og útsett, af Jakobi Reyni Jakobssyni og Bjarka Hallbergssyni en þeir mynda teymi sem kallast Dusk. Við þrír erum búnir að vera að vinna mikið af músík saman,“ segir Palli um lagið og nýtt samstarf sitt í tónlist við Dusk-teymið.„Við byrjuðum að vinna saman fyrir rúmum tveimur árum og nú er kominn alveg ágætis grunnur að virkilega fínum lögum. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra og það er kominn tími til,“ bætir Palli við. Hann sendi síðast frá sér í apríl lagið Ást sem endist. Gert er ráð fyrir að myndbandið líti dagsins ljós í næstu viku og þá getur fólk einnig að nálgast lagið ókeypis á palloskar.is. „Þessar smáskífur mínar eru ekki til sölu, heldur eru þær gefins á netinu.“ Sumarið er annasamur tími hjá Palla og er nóg að gera hjá honum. „Það eru einhvers konar bæjarhátíðir allar helgar og ég er á þeim öllum,“ bætir Palli við léttur í lundu. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum að skjóta nýtt myndband núna sem verður vonandi tilbúið á næstu dögum,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er þessa dagana á fullu við að vinna nýtt myndband ásamt framleiðslufyrirtækinu Silent. Myndbandið er við nýtt lag sem kallast Líttu upp í ljós og sér Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. „Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Það er samið og útsett, af Jakobi Reyni Jakobssyni og Bjarka Hallbergssyni en þeir mynda teymi sem kallast Dusk. Við þrír erum búnir að vera að vinna mikið af músík saman,“ segir Palli um lagið og nýtt samstarf sitt í tónlist við Dusk-teymið.„Við byrjuðum að vinna saman fyrir rúmum tveimur árum og nú er kominn alveg ágætis grunnur að virkilega fínum lögum. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra og það er kominn tími til,“ bætir Palli við. Hann sendi síðast frá sér í apríl lagið Ást sem endist. Gert er ráð fyrir að myndbandið líti dagsins ljós í næstu viku og þá getur fólk einnig að nálgast lagið ókeypis á palloskar.is. „Þessar smáskífur mínar eru ekki til sölu, heldur eru þær gefins á netinu.“ Sumarið er annasamur tími hjá Palla og er nóg að gera hjá honum. „Það eru einhvers konar bæjarhátíðir allar helgar og ég er á þeim öllum,“ bætir Palli við léttur í lundu.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira