Fagnaðar- eða áhyggjuefni? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2015 12:15 Ný rannsókn Háskólans á Akureyri sýnir að mun fleiri íslenskir unglingar en áður vilja búa erlendis í framtíðinni. Auk þess búast fleiri ungmenni við að sú verði raunin. Óformleg rannsókn Fréttablaðsins í dag er í takt við niðurstöður háskólans, þar sem meirihluti viðmælenda segist hafa mikinn áhuga á því að flytjast búferlum og oft og tíðum mennta sig utan landsteinanna. Rannsóknin er hluti af evrópskri rannsókn sem gerð er á fjögurra ára fresti og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hlutfall íslenskra unglinga sem vilja búa erlendis hefur aukist úr þriðjungi fyrir efnahagshrunið í um helming þeirra samkvæmt niðurstöðum þessa árs. Hlutföllin eru örlítið hærri fyrir ungmenni á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Hlutfall þeirra sem telja líklegt að ósk þeirra muni rætast og þeir muni búa erlendis í framtíðinni er lægra, en hefur þó tvöfaldast frá því á árinu 2003, úr 18 prósentum í 37 prósent. Í rannsókn Háskólans á Akureyri er þó ekki spurt hvort ungmennin hafi hugsað sér að flytja alfarið af landi brott. Hin óformlega rannsókn Fréttablaðsins gefur vísbendingar um að svo sé ekki. Flestir viðmælendur blaðsins vildu prófa að búa erlendis við nám en sjá fyrir sér að setjast að hérlendis eftir það. Sé það almenna línan er þetta allt annað en varhugaverð þróun. Tækifæri til sérmenntunar eru augljóslega mun meiri í fjölmennari samfélögum en hér. Þar að auki er það líklegt til að auðga íslenska menningu verulega að hafa hér víðsýna og víðförla einstaklinga sem átta sig á hvílíkur lottóvinningur það að mörgu leyti er að hafa fæðst hér á landi en ekki annars staðar og njóta þeirra lífsgæða sem því fylgir. Hér er hreint loft, hreint vatn, lítið atvinnuleysi, hátt menntunarstig, farsóttir þekkjast ekki og stríð geisa ekki svo fátt eitt sé nefnt. En sé það svo að ungmennin í rannsókn Háskólans á Akureyri hafi almennt ekki í hyggju að snúa aftur er þróunin áhyggjuefni. Fjöldi háskólamenntaðs fólks og faglærðra iðnaðarmanna hefur þegar flúið land í kjölfar hrunsins. Rannsóknir sýna að slík blóðtaka – svokallaður spekileki – getur til langs tíma haft geigvænleg áhrif á þjóðir. Ef unga fólkið ætlar líka að yfirgefa landið alfarið er ljóst að útlitið er svart. Því er ekki að neita að ungt fólk í dag hefur meiri aðgang að umheiminum í gegnum netið og samskiptamiðla. Sú mynd sem það fær þar af öðrum „þróuðum“ þjóðum er oft töluvert frábrugðin íslenskum veruleika þar sem háskólamenntun skilar takmörkuðum kjarabótum gagnvart ólærðum, atvinnutækifæri snúast um álver eða aðra stóriðju og kaupmáttur launa er ekki nálægt þeim löndum sem við berum okkur alla jafna saman við. Ofan á þetta bætist tortryggni og fordómar gagnvart umheiminum sem erfitt er að skilja öðruvísi en hræðslu og heimóttarskap. Því miður – þrátt fyrir að töluvert hafi unnist við endurreisn hagkerfisins – þá er fátt sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn vilji byggja hér upp nútímavætt þjóðfélag í anda þjóðanna í kringum okkur. Heimurinn er að minnka í óeiginlegri merkingu og það er brýnt að þeir sem einhverju fá ráðið um mótun samfélagsins horfi meira fram á veginn. Hér þarf að byggja upp samkeppnishæfar aðstæður þar sem vel menntuð og víðsýn ungmenni kjósa að setjast að eftir ævintýri erlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ný rannsókn Háskólans á Akureyri sýnir að mun fleiri íslenskir unglingar en áður vilja búa erlendis í framtíðinni. Auk þess búast fleiri ungmenni við að sú verði raunin. Óformleg rannsókn Fréttablaðsins í dag er í takt við niðurstöður háskólans, þar sem meirihluti viðmælenda segist hafa mikinn áhuga á því að flytjast búferlum og oft og tíðum mennta sig utan landsteinanna. Rannsóknin er hluti af evrópskri rannsókn sem gerð er á fjögurra ára fresti og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hlutfall íslenskra unglinga sem vilja búa erlendis hefur aukist úr þriðjungi fyrir efnahagshrunið í um helming þeirra samkvæmt niðurstöðum þessa árs. Hlutföllin eru örlítið hærri fyrir ungmenni á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Hlutfall þeirra sem telja líklegt að ósk þeirra muni rætast og þeir muni búa erlendis í framtíðinni er lægra, en hefur þó tvöfaldast frá því á árinu 2003, úr 18 prósentum í 37 prósent. Í rannsókn Háskólans á Akureyri er þó ekki spurt hvort ungmennin hafi hugsað sér að flytja alfarið af landi brott. Hin óformlega rannsókn Fréttablaðsins gefur vísbendingar um að svo sé ekki. Flestir viðmælendur blaðsins vildu prófa að búa erlendis við nám en sjá fyrir sér að setjast að hérlendis eftir það. Sé það almenna línan er þetta allt annað en varhugaverð þróun. Tækifæri til sérmenntunar eru augljóslega mun meiri í fjölmennari samfélögum en hér. Þar að auki er það líklegt til að auðga íslenska menningu verulega að hafa hér víðsýna og víðförla einstaklinga sem átta sig á hvílíkur lottóvinningur það að mörgu leyti er að hafa fæðst hér á landi en ekki annars staðar og njóta þeirra lífsgæða sem því fylgir. Hér er hreint loft, hreint vatn, lítið atvinnuleysi, hátt menntunarstig, farsóttir þekkjast ekki og stríð geisa ekki svo fátt eitt sé nefnt. En sé það svo að ungmennin í rannsókn Háskólans á Akureyri hafi almennt ekki í hyggju að snúa aftur er þróunin áhyggjuefni. Fjöldi háskólamenntaðs fólks og faglærðra iðnaðarmanna hefur þegar flúið land í kjölfar hrunsins. Rannsóknir sýna að slík blóðtaka – svokallaður spekileki – getur til langs tíma haft geigvænleg áhrif á þjóðir. Ef unga fólkið ætlar líka að yfirgefa landið alfarið er ljóst að útlitið er svart. Því er ekki að neita að ungt fólk í dag hefur meiri aðgang að umheiminum í gegnum netið og samskiptamiðla. Sú mynd sem það fær þar af öðrum „þróuðum“ þjóðum er oft töluvert frábrugðin íslenskum veruleika þar sem háskólamenntun skilar takmörkuðum kjarabótum gagnvart ólærðum, atvinnutækifæri snúast um álver eða aðra stóriðju og kaupmáttur launa er ekki nálægt þeim löndum sem við berum okkur alla jafna saman við. Ofan á þetta bætist tortryggni og fordómar gagnvart umheiminum sem erfitt er að skilja öðruvísi en hræðslu og heimóttarskap. Því miður – þrátt fyrir að töluvert hafi unnist við endurreisn hagkerfisins – þá er fátt sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn vilji byggja hér upp nútímavætt þjóðfélag í anda þjóðanna í kringum okkur. Heimurinn er að minnka í óeiginlegri merkingu og það er brýnt að þeir sem einhverju fá ráðið um mótun samfélagsins horfi meira fram á veginn. Hér þarf að byggja upp samkeppnishæfar aðstæður þar sem vel menntuð og víðsýn ungmenni kjósa að setjast að eftir ævintýri erlendis.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun