Hin ljóðræna þjáning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2015 13:30 Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá nefnist dagskráin sem Valgerður, húsfreyja í Davíðshúsi, verður með á morgun. Vísir/GVA „Ég er einmitt að velja ljóð og var að lesa Skógarhindina þegar þú hringdir,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi á Akureyri, þegar hún svarar í símann. Valgerður sér um dagskrá tengda ljóðum Davíðs Stefánssonar í húsinu á hverjum fimmtudegi klukkan þrjú og tekur eitthvað visst fyrir hverju sinni. Síðast var það Ítalíuferðin en á morgun ætlar hún að fjalla um ástina og sorgina. „Langflest hinna viðkvæmu og tilfinningaþrungnu ljóða Davíðs eru í fyrstu bókunum hans. Þau fá á sig öðruvísi blæ í seinni bókunum, þá yrkir hann meira um þjóðina og landið,“ segir Valgerður en bætir við að inn á milli birtist þó alltaf hið blæðandi hjarta skáldsins.Davíð orti mikið um ástina og sorgina í fyrstu bókunum.„Þannig er ljóðið Skógarhindin, sem hefst svona: Langt inn í skóginn leitar hindin særð… það er í bók sem kom út 1960, bara fjórum árum áður en skáldið dó. Davíð notar dýr mikið sem táknmyndir og hvort hann er þarna að tala um sjálfan sig eða aðra manneskju…eða ljóðin sín, það veit enginn. Kannski er hann sjálfur farinn að horfast í augu við dauðann.“ Davíðshús er opið frá 13 til 17. Viðburðir þar í sumar eru hluti af Listasumri á Akureyri. Aðgangur að húsinu kostar 1.200 krónur en 600 krónur fyrir eldri borgara og frítt er fyrir börn. Bókmenntir Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég er einmitt að velja ljóð og var að lesa Skógarhindina þegar þú hringdir,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi á Akureyri, þegar hún svarar í símann. Valgerður sér um dagskrá tengda ljóðum Davíðs Stefánssonar í húsinu á hverjum fimmtudegi klukkan þrjú og tekur eitthvað visst fyrir hverju sinni. Síðast var það Ítalíuferðin en á morgun ætlar hún að fjalla um ástina og sorgina. „Langflest hinna viðkvæmu og tilfinningaþrungnu ljóða Davíðs eru í fyrstu bókunum hans. Þau fá á sig öðruvísi blæ í seinni bókunum, þá yrkir hann meira um þjóðina og landið,“ segir Valgerður en bætir við að inn á milli birtist þó alltaf hið blæðandi hjarta skáldsins.Davíð orti mikið um ástina og sorgina í fyrstu bókunum.„Þannig er ljóðið Skógarhindin, sem hefst svona: Langt inn í skóginn leitar hindin særð… það er í bók sem kom út 1960, bara fjórum árum áður en skáldið dó. Davíð notar dýr mikið sem táknmyndir og hvort hann er þarna að tala um sjálfan sig eða aðra manneskju…eða ljóðin sín, það veit enginn. Kannski er hann sjálfur farinn að horfast í augu við dauðann.“ Davíðshús er opið frá 13 til 17. Viðburðir þar í sumar eru hluti af Listasumri á Akureyri. Aðgangur að húsinu kostar 1.200 krónur en 600 krónur fyrir eldri borgara og frítt er fyrir börn.
Bókmenntir Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp