Fjórmenningar á ferðalagi dilluðu sér við AmabAdama Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2015 10:00 Hér má sjá vinina fjóra en þau veittu því athygli að ekki var til myndband við lagið og gripu gæsina. Mynd/Benedikt „Við erum hrifin af hljómsveitinni og laginu og veittum því athygli að það var ekki til neitt myndband við það. Þannig við ákváðum að veita okkur það bessaleyfi að gera myndband,“ segir Benedikt Þorgeirsson sem í byrjun júní deildi myndbandi sem hann gerði ásamt ferðafélögum sínum við lagið Það sem þú gefur með hljómsveitinni AmabAdamA. Myndbandið var tekið upp hér og þar á tólf daga ferðalagi um Bandaríkin. „Við eigum það til að dilla okkur vinahópurinn og þetta var svona „heat of the moment“ dæmi,“ segir hann glaður í bragði en með honum í för voru norsk kærasta Benedikts, þýsk vinkona þeirra og bandarískur vinur. Í myndbandinu má sjá myndskeið víðs vegar að, meðal annars frá Grand Central Station þar sem stúlka dansar við lagið og frá slökkvistöð í China Town. „Svo fórum við inn á bar og fengum barþjóninn til þess að tengja lagið og barinn til þess að dilla sér með okkur.“ AmabAdamA deildi svo myndbandinu á Facebook-síðu sinni og segir Benedikt það ekki hafa komið á óvart vegna smæðar Íslands en verið skemmtilegt þar sem talsverð vinna hafi farið í myndbandið. „Við vorum búin að vera að pæla í einhverju svipuðu myndbandi við þetta lag og jafnvel að taka það upp á sólarströnd. Þannig þetta var akkúrat í þeim anda sem við vorum búin að vera að hugsa um,“ segir Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona AmabAdamA glöð í bragði og bætir við: „Okkur fannst þetta bara snilld, vorum bara smá öfundsjúk að vera ekki með, þau virtust skemmta sér svo rosalega vel.“ Það er því óhætt að segja að Það sem þú gefur hafi orðið hálfgert þemalag ferðarinnar en það var þó annað lag sem kom einnig til greina. „Þjóðverjinn í hópnum vildi helst syngja Glaðasti hundur í heimi með Friðriki Dór en var kosinn út,“ segir Benedikt hlæjandi að lokum.Hér má sjá fyrrnefnt myndband: Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
„Við erum hrifin af hljómsveitinni og laginu og veittum því athygli að það var ekki til neitt myndband við það. Þannig við ákváðum að veita okkur það bessaleyfi að gera myndband,“ segir Benedikt Þorgeirsson sem í byrjun júní deildi myndbandi sem hann gerði ásamt ferðafélögum sínum við lagið Það sem þú gefur með hljómsveitinni AmabAdamA. Myndbandið var tekið upp hér og þar á tólf daga ferðalagi um Bandaríkin. „Við eigum það til að dilla okkur vinahópurinn og þetta var svona „heat of the moment“ dæmi,“ segir hann glaður í bragði en með honum í för voru norsk kærasta Benedikts, þýsk vinkona þeirra og bandarískur vinur. Í myndbandinu má sjá myndskeið víðs vegar að, meðal annars frá Grand Central Station þar sem stúlka dansar við lagið og frá slökkvistöð í China Town. „Svo fórum við inn á bar og fengum barþjóninn til þess að tengja lagið og barinn til þess að dilla sér með okkur.“ AmabAdamA deildi svo myndbandinu á Facebook-síðu sinni og segir Benedikt það ekki hafa komið á óvart vegna smæðar Íslands en verið skemmtilegt þar sem talsverð vinna hafi farið í myndbandið. „Við vorum búin að vera að pæla í einhverju svipuðu myndbandi við þetta lag og jafnvel að taka það upp á sólarströnd. Þannig þetta var akkúrat í þeim anda sem við vorum búin að vera að hugsa um,“ segir Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona AmabAdamA glöð í bragði og bætir við: „Okkur fannst þetta bara snilld, vorum bara smá öfundsjúk að vera ekki með, þau virtust skemmta sér svo rosalega vel.“ Það er því óhætt að segja að Það sem þú gefur hafi orðið hálfgert þemalag ferðarinnar en það var þó annað lag sem kom einnig til greina. „Þjóðverjinn í hópnum vildi helst syngja Glaðasti hundur í heimi með Friðriki Dór en var kosinn út,“ segir Benedikt hlæjandi að lokum.Hér má sjá fyrrnefnt myndband:
Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira