Alltaf verið markmið að reyna á mörkin Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2015 09:00 Önnur breiðskífa Agent Fresco kemur út þann 7. ágúst og í dag verður myndband við lagið Wait For Me frumsýnt á Vísi. Vísir/AndriMarinó Í dag kemur út myndband við lagið Wait For Me af plötunni Destrier, annarri breiðskífu hljómsveitarinnar Agent Fresco. Fyrir söngvara sveitarinnar, Arnór Dan Arnarson, er þetta mikilvægasta lagið á plötunni, samið til fjölskyldu hans og myndbandið er búið til úr gömlum myndbrotum af fjölskyldunni sem erfitt var að fara í gegnum.Bíðið eftir mér Hugmyndin að laginu kviknaði þegar Arnór var á tónleikaferðalagi með Ólafi Arnalds og bað um að fá að tileinka lag á tónleikunum. „Ég byrjaði að tala dönsku, var með einhvern brandara og svo komu bara tilfinningar sem ég var búinn að halda niðri og ég fór bara að gráta upp á sviði,” segir Arnór og hlær. „Ég vildi svo mikið tala um tímann og hvað hann er fyndið hugtak. Ég er búinn að búa á Íslandi í átta ár og þegar maður kemur til baka fattar maður að tíminn stóð ekki í stað og hvað það er margt sem maður missti af.“ Fjölskylda Arnórs er búsett í Danmörku og á meðan hann var á Íslandi höfðu systur hans eignast börn og góður vinur hans misst foreldra sína. Það sem sat í honum var að geta ekki verið þátttakandi og sýna þeim sem honum þótti vænt um stuðning. Arnór segir að í kjölfar þessarar upplifunar hafi þær tilfinningar sem hann vildi setja í lagið komið skýrt fram. „Tíminn hefur ekki staðið í stað, ég veit ég mun fara aftur til baka til þeirra, ég veit bara ekki hvenær. Bara svona, bíðið eftir mér.“Mikilvægasta lagið á plötunni Myndbandið við lagið skipti Arnór miklu máli þar sem lagið var honum dýrmætt og vildi hann að myndbandið endurspeglaði það. „Fyrir mér er þetta mikilvægasta lagið á plötunni. Ég er mega stoltur af hinum lögunum auðvitað en þetta er bara fallegasta lagið og ég veit að það er um fjölskylduna mína og hún er mér allt.“ Eftir leit að einhverjum til þess að gera myndbandið og hugmyndavinnu um hvernig myndbandið ætti að vera gert fann Arnór loksins leiðina til þess að gera það á þann hátt sem hann vildi. Hann ákvað að nota fjölskyldumyndefni sem móðir hans hafði bjargað frá VHS-spólum og yfir á stafrænt snið en myndefnið eru persónulegar upptökur af móður hans, systrum og föður, sem lést árið 2006. „Þá sá ég tækifæri til þess að taka þessa DVD-diska sem mamma bjargaði frá VHS þegar pabbi dó og fara loksins í gegnum þá. Ég var ekki enn þá búinn að því, það er bara erfitt, sem er glatað af því þetta er falleg gjöf og ég er ótrúlega þakklátur fyrir hana. Það var enn þá erfitt þó að það væru níu ár frá því pabbi dó.” Við gerð myndbandsins naut Arnór aðstoðar Gísla Þórs Brynjólfssonar og Kára Jóhannssonar við að klippa og vinna myndefnið og er Arnór afar ánægður með myndbandið. „Fyrir okkur er þetta ótrúlega skemmtilegt en ég held að ég hafi náð að klippa þetta þannig að það sé áhugavert og með takti. Myndbandið er sett upp krónólógískt og segir frá því þegar fjölskyldan verður til. Það er alltaf nýtt líf að birtast, til dæmis sónarmyndir. Þannig að þetta hefði getað verið bara gjöf til fjölskyldunnar en úr varð myndband.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi frá árinu 2008 og eru hljómsveitarmeðlimir þeir Þórarinn Guðnason, Arnór Dan, Hrafnkell Örn Guðjónsson og Vignir Rafn Hilmarsson.mynd/MarinoThorlaciusFærir út mörkin „Það hefur alltaf verið markmiðið með Agent Fresco að færa út mörkin fyrir mig tilfinningalega og auðvitað að leika mér eins mikið og ég get með röddina, fara aðeins hærra og gera aðeins meira rugl og öskra aðeins meira. Og auðvitað fyrir strákana líka að leika sér og gera eitthvað sem er einfalt og blanda við eitthvað ótrúlega flókið og púsla því saman.“ Arnóri er mikilvægt að vera einlægur í tónlistarsköpun sinni. „Ég kann ekki annað en að vera persónulegur. Það gerðist snemma þegar ég var í hljómsveit með bestu vinum mínum í Danmörku, ég byrjaði þrettán ára að leika mér í tónlist og þá var maður alltaf að búa til sögur og mér finnst það gaman og allt það en þegar Agent Fresco byrjaði þá var ég bara kominn á það stig að ég var að tala um eitthvað sem var persónulegt, það er bara miklu meiri vigt í því.“Minn stríðshestur Langan tíma tók að gera plötuna og segir Arnór þann tíma hafa verið erfiðan og jafnvel erfiðari en að vinna plötuna A Long Time Listening, sem kom út árið 2010, en textarnir fjalla um andlát föður hans. Á Destrier vann hann að því að túlka reiðina og kvíðann sem vaknaði við líkamsárás sem hann varð fyrir árið 2012. „Líkamsárásin var byrjunarpunktur, ég breytti öllu konseptinu. Ég var svo reiður og mig langaði til þess að nýta það,“ segir hann og bætir við: „Mér fannst svona hundrað sinnum erfiðara að klára þessa plötu, þetta var neikvæður staður sem ég var á. Þá ætlaði ég að túlka það og það var miklu erfiðara en ég bjóst við.“ Eftir að hafa endurskoðað plötuna ákvað Arnór að nota þær tilfinningarnar sem kviknuðu eftir líkamsárásina, túlka reiðina og búa til sögu og að hans sögn kom ekkert annað til greina. „Mér leið bara eins og það væri ótrúlega falskt ef ég væri að gera eitthvað annað, ég vildi gera ótrúlega jákvæða plötu en það fór auðvitað bara til helvítis,“ segir hann og hlær. Lögin samdi Arnór í samstarfi við hina meðlimi hljómsveitarinnar, þá Þórarin Guðnason, Vigni Rafn Hilmarsson og Hrafnkel Örn Guðjónsson. Hugmyndin var að byrja á því að byggja eitthvað upp sem síðar myndi deyja hægt og rólega út, líkt og reiðin og kvíðinn, og er nafn plötunnar vísun í það. „Það er þessi Destrier sem er enska heitið yfir stríðshest. Platan er minn stríðshestur.“Vill tala um tabú Arnór er ekki hræddur við það að vera hreinskilinn og vill tala opinskátt um hluti sem margir gætu túlkað sem tabú. „Ég vil tala um hluti sem eru ekki þægilegir, mér líður eins og ég sé latur ef ég geri það ekki,“ segir hann og vísar þá til hluta á borð við dauðann og kvíða. „Ef það er óþægilegt að tala um eitthvað er það oftast vegna þess að það er ekki búið að tala nógu mikið um það.“ Kvíðinn sem hann glímdi við í kjölfar líkamsárásarinnar hafði ekki bara andleg áhrif heldur einnig líkamleg. „Ég missti röddina mína stanslaust, svaf lítið og vissi ekkert hvað var í gangi. Þá kom bara í ljós að þetta var allt andlegt,“ segir Arnór og undirstrikar að hann vilji vekja athygli á hvað andleg líðan geti haft mikil áhrif á líkamann. Nú er ný plata að koma út og við taka tónleikar, meðal annars tónleikaferð um Evrópu í nóvember og desember, og er Arnór spenntur fyrir hvernig viðtökur Destrier mun hljóta. „Ég hlakka til að komast að því hvernig hún hljómar í eyrum þeirra sem hafa ekki verið að búa hana til í þrjú ár,“ segir hann að síðustu glaður í bragði.Myndbandið við Wait For Me verður frumsýnt á Vísi klukkan 14.00 í dag. Tónlist Tengdar fréttir Þurfum að berjast fyrir réttlæti Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir tveimur árum. 22. mars 2014 14:30 Nýtt myndband frá Agent Fresco Hljómsveitin frumsýnir hér nýtt tónlistarmyndband við lagið Dark Water. 15. maí 2014 11:30 Frumsýnt á Vísi: Arnar Dan túlkar hálfnafnann Arnór Dan Agent Fresco gefur út aðra smáskífu af væntanlegri plötu sinni Destrier. Lagið heitir See Hell og leikarinn Arnar Dan túlkar Arnór Dan í myndbandi við nýja lagið. 22. maí 2015 08:30 Agent Fresco landar plötusamningi ytra Hljómsveitin Agent Fresco hefur skrifuð undir plötusamning við þýskt útgáfufyrirtæki. Um er að ræða samning upp á þrjár plötur en ný plata er væntanleg í sumar. 20. mars 2014 13:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Í dag kemur út myndband við lagið Wait For Me af plötunni Destrier, annarri breiðskífu hljómsveitarinnar Agent Fresco. Fyrir söngvara sveitarinnar, Arnór Dan Arnarson, er þetta mikilvægasta lagið á plötunni, samið til fjölskyldu hans og myndbandið er búið til úr gömlum myndbrotum af fjölskyldunni sem erfitt var að fara í gegnum.Bíðið eftir mér Hugmyndin að laginu kviknaði þegar Arnór var á tónleikaferðalagi með Ólafi Arnalds og bað um að fá að tileinka lag á tónleikunum. „Ég byrjaði að tala dönsku, var með einhvern brandara og svo komu bara tilfinningar sem ég var búinn að halda niðri og ég fór bara að gráta upp á sviði,” segir Arnór og hlær. „Ég vildi svo mikið tala um tímann og hvað hann er fyndið hugtak. Ég er búinn að búa á Íslandi í átta ár og þegar maður kemur til baka fattar maður að tíminn stóð ekki í stað og hvað það er margt sem maður missti af.“ Fjölskylda Arnórs er búsett í Danmörku og á meðan hann var á Íslandi höfðu systur hans eignast börn og góður vinur hans misst foreldra sína. Það sem sat í honum var að geta ekki verið þátttakandi og sýna þeim sem honum þótti vænt um stuðning. Arnór segir að í kjölfar þessarar upplifunar hafi þær tilfinningar sem hann vildi setja í lagið komið skýrt fram. „Tíminn hefur ekki staðið í stað, ég veit ég mun fara aftur til baka til þeirra, ég veit bara ekki hvenær. Bara svona, bíðið eftir mér.“Mikilvægasta lagið á plötunni Myndbandið við lagið skipti Arnór miklu máli þar sem lagið var honum dýrmætt og vildi hann að myndbandið endurspeglaði það. „Fyrir mér er þetta mikilvægasta lagið á plötunni. Ég er mega stoltur af hinum lögunum auðvitað en þetta er bara fallegasta lagið og ég veit að það er um fjölskylduna mína og hún er mér allt.“ Eftir leit að einhverjum til þess að gera myndbandið og hugmyndavinnu um hvernig myndbandið ætti að vera gert fann Arnór loksins leiðina til þess að gera það á þann hátt sem hann vildi. Hann ákvað að nota fjölskyldumyndefni sem móðir hans hafði bjargað frá VHS-spólum og yfir á stafrænt snið en myndefnið eru persónulegar upptökur af móður hans, systrum og föður, sem lést árið 2006. „Þá sá ég tækifæri til þess að taka þessa DVD-diska sem mamma bjargaði frá VHS þegar pabbi dó og fara loksins í gegnum þá. Ég var ekki enn þá búinn að því, það er bara erfitt, sem er glatað af því þetta er falleg gjöf og ég er ótrúlega þakklátur fyrir hana. Það var enn þá erfitt þó að það væru níu ár frá því pabbi dó.” Við gerð myndbandsins naut Arnór aðstoðar Gísla Þórs Brynjólfssonar og Kára Jóhannssonar við að klippa og vinna myndefnið og er Arnór afar ánægður með myndbandið. „Fyrir okkur er þetta ótrúlega skemmtilegt en ég held að ég hafi náð að klippa þetta þannig að það sé áhugavert og með takti. Myndbandið er sett upp krónólógískt og segir frá því þegar fjölskyldan verður til. Það er alltaf nýtt líf að birtast, til dæmis sónarmyndir. Þannig að þetta hefði getað verið bara gjöf til fjölskyldunnar en úr varð myndband.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi frá árinu 2008 og eru hljómsveitarmeðlimir þeir Þórarinn Guðnason, Arnór Dan, Hrafnkell Örn Guðjónsson og Vignir Rafn Hilmarsson.mynd/MarinoThorlaciusFærir út mörkin „Það hefur alltaf verið markmiðið með Agent Fresco að færa út mörkin fyrir mig tilfinningalega og auðvitað að leika mér eins mikið og ég get með röddina, fara aðeins hærra og gera aðeins meira rugl og öskra aðeins meira. Og auðvitað fyrir strákana líka að leika sér og gera eitthvað sem er einfalt og blanda við eitthvað ótrúlega flókið og púsla því saman.“ Arnóri er mikilvægt að vera einlægur í tónlistarsköpun sinni. „Ég kann ekki annað en að vera persónulegur. Það gerðist snemma þegar ég var í hljómsveit með bestu vinum mínum í Danmörku, ég byrjaði þrettán ára að leika mér í tónlist og þá var maður alltaf að búa til sögur og mér finnst það gaman og allt það en þegar Agent Fresco byrjaði þá var ég bara kominn á það stig að ég var að tala um eitthvað sem var persónulegt, það er bara miklu meiri vigt í því.“Minn stríðshestur Langan tíma tók að gera plötuna og segir Arnór þann tíma hafa verið erfiðan og jafnvel erfiðari en að vinna plötuna A Long Time Listening, sem kom út árið 2010, en textarnir fjalla um andlát föður hans. Á Destrier vann hann að því að túlka reiðina og kvíðann sem vaknaði við líkamsárás sem hann varð fyrir árið 2012. „Líkamsárásin var byrjunarpunktur, ég breytti öllu konseptinu. Ég var svo reiður og mig langaði til þess að nýta það,“ segir hann og bætir við: „Mér fannst svona hundrað sinnum erfiðara að klára þessa plötu, þetta var neikvæður staður sem ég var á. Þá ætlaði ég að túlka það og það var miklu erfiðara en ég bjóst við.“ Eftir að hafa endurskoðað plötuna ákvað Arnór að nota þær tilfinningarnar sem kviknuðu eftir líkamsárásina, túlka reiðina og búa til sögu og að hans sögn kom ekkert annað til greina. „Mér leið bara eins og það væri ótrúlega falskt ef ég væri að gera eitthvað annað, ég vildi gera ótrúlega jákvæða plötu en það fór auðvitað bara til helvítis,“ segir hann og hlær. Lögin samdi Arnór í samstarfi við hina meðlimi hljómsveitarinnar, þá Þórarin Guðnason, Vigni Rafn Hilmarsson og Hrafnkel Örn Guðjónsson. Hugmyndin var að byrja á því að byggja eitthvað upp sem síðar myndi deyja hægt og rólega út, líkt og reiðin og kvíðinn, og er nafn plötunnar vísun í það. „Það er þessi Destrier sem er enska heitið yfir stríðshest. Platan er minn stríðshestur.“Vill tala um tabú Arnór er ekki hræddur við það að vera hreinskilinn og vill tala opinskátt um hluti sem margir gætu túlkað sem tabú. „Ég vil tala um hluti sem eru ekki þægilegir, mér líður eins og ég sé latur ef ég geri það ekki,“ segir hann og vísar þá til hluta á borð við dauðann og kvíða. „Ef það er óþægilegt að tala um eitthvað er það oftast vegna þess að það er ekki búið að tala nógu mikið um það.“ Kvíðinn sem hann glímdi við í kjölfar líkamsárásarinnar hafði ekki bara andleg áhrif heldur einnig líkamleg. „Ég missti röddina mína stanslaust, svaf lítið og vissi ekkert hvað var í gangi. Þá kom bara í ljós að þetta var allt andlegt,“ segir Arnór og undirstrikar að hann vilji vekja athygli á hvað andleg líðan geti haft mikil áhrif á líkamann. Nú er ný plata að koma út og við taka tónleikar, meðal annars tónleikaferð um Evrópu í nóvember og desember, og er Arnór spenntur fyrir hvernig viðtökur Destrier mun hljóta. „Ég hlakka til að komast að því hvernig hún hljómar í eyrum þeirra sem hafa ekki verið að búa hana til í þrjú ár,“ segir hann að síðustu glaður í bragði.Myndbandið við Wait For Me verður frumsýnt á Vísi klukkan 14.00 í dag.
Tónlist Tengdar fréttir Þurfum að berjast fyrir réttlæti Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir tveimur árum. 22. mars 2014 14:30 Nýtt myndband frá Agent Fresco Hljómsveitin frumsýnir hér nýtt tónlistarmyndband við lagið Dark Water. 15. maí 2014 11:30 Frumsýnt á Vísi: Arnar Dan túlkar hálfnafnann Arnór Dan Agent Fresco gefur út aðra smáskífu af væntanlegri plötu sinni Destrier. Lagið heitir See Hell og leikarinn Arnar Dan túlkar Arnór Dan í myndbandi við nýja lagið. 22. maí 2015 08:30 Agent Fresco landar plötusamningi ytra Hljómsveitin Agent Fresco hefur skrifuð undir plötusamning við þýskt útgáfufyrirtæki. Um er að ræða samning upp á þrjár plötur en ný plata er væntanleg í sumar. 20. mars 2014 13:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þurfum að berjast fyrir réttlæti Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir tveimur árum. 22. mars 2014 14:30
Nýtt myndband frá Agent Fresco Hljómsveitin frumsýnir hér nýtt tónlistarmyndband við lagið Dark Water. 15. maí 2014 11:30
Frumsýnt á Vísi: Arnar Dan túlkar hálfnafnann Arnór Dan Agent Fresco gefur út aðra smáskífu af væntanlegri plötu sinni Destrier. Lagið heitir See Hell og leikarinn Arnar Dan túlkar Arnór Dan í myndbandi við nýja lagið. 22. maí 2015 08:30
Agent Fresco landar plötusamningi ytra Hljómsveitin Agent Fresco hefur skrifuð undir plötusamning við þýskt útgáfufyrirtæki. Um er að ræða samning upp á þrjár plötur en ný plata er væntanleg í sumar. 20. mars 2014 13:30