Þrjár kynslóðir spila saman á sólóplötunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. júlí 2015 10:00 Tónlistarmaðurinn Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm tekur upp sína fyrstu sólóplötu. Hann er líklega best þekktur fyrir að hafa verið trommuleikari hljómsveitarinnar Gildrunnar í um þrjátíu ár. „Það er mjög gaman að fá þetta frábæra fólk til að syngja og spila saman inn á plötuna. Þetta er líka allt vinafólk mitt,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, sem er um þessar mundir á fullu við að taka upp sína fyrstu sólóplötu. Í einu lagi á plötunni spila og syngja saman þrjár kynslóðir úr sömu Hólm-fjölskyldunni, Ólafur Hólm Einarsson, sem er best þekktur fyrir að vera trommuleikari í hljómsveitum á borð við Nýdönsk og Todmobile, Einar Hólm Ólafsson, sem er faðir Ólafs, Hólm og Íris Hólm, systurdóttir Ólafs Hólm. „Ég talaði fyrst við Einar og hann tók vel í erindið að syngja með mér. Þá athugaði ég Óla Hólm og hann var til og þá talaði ég við Írisi Hólm. Þetta var voðalega gaman og gekk alveg frábærlega,“ bætir Kalli Tomm við. Ólafur Hólm er einn helsti trommuleikari þjóðarinnar og hefur eins og fyrr segir komið víða við, faðir hans Einar Hólm var meðal annars trommuleikari í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og þá hefur Íris Hólm einnig komið víða við og var til að mynda söngkona hljómsveitarinnar Bermúda.Hér er Kalli Tomm í hljóðverinu ásamt Einari Hólm Ólafssyni og Írisi Hólm.Kalli Tomm er líklega best þekktur fyrir að hafa verið trommuleikari hljómsveitarinnar Gildrunnar í um þrjátíu ár. „Um leið og Gildran hætti óvænt var svolítið erfitt um stundarsakir að sætta sig við þau endalok. Maður var mikið að spá og spekúlera og fór svo loks að búa til lög, semja og syngja, nú er þessi draumur að verða að veruleika,“ segir Kalli Tomm. Hann var þó oft meðlagahöfundur í Gildrunni en þetta er í fyrsta sinn sem hann semur lög alveg einn. „Þetta er búið að vera ægilega gaman. Stundum ganga hlutirnir betur en maður trúir.“ Hann nýtur liðsinnis frábærra listamanna á plötunni, auk áðurgreindra Hólmara. „Ég fékk æskuvin minn úr Gildrunni, hann Þórhall Árnason, og Þórð Högnason til að sjá um bassaleikinn. Gummi Jóns úr Sálinni og Tryggvi Hübner skipta með sér gítarleiknum. Ég sjálfur, Óli Hólm og Ásmundur Jóhannsson, sem er líka upptökustjóri, spilum á trommur, hljómborðsleikur er í höndum Ásgríms Angantýssonar, Jóns Ólafssonar og Júlíusar Óttars Björgvinssonar. Svo syngur Jóhann Helgason með mér á plötunni og á einnig tvö lög á henni,“ útskýrir Kalli Tomm. Rithöfundarnir Bjarki Bjarnason og Vigdís Grímsdóttir skipta með sér textunum á plötunni. Hann segir plötuna heldur lágstemmda en að hún sé eiginlega tvískipt. „Hún skiptist í tvo helminga, annar hlutinn er akústískur, eða órafmagnaður, og í hinum hlutanum er meira af rafmagnstengdum hljóðfærum.“ Hér er Kalli Tomm ásamt Jóhanni Helgasyni og Guðmundi Jónssyni. Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það er mjög gaman að fá þetta frábæra fólk til að syngja og spila saman inn á plötuna. Þetta er líka allt vinafólk mitt,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Tómasson, betur þekktur sem Kalli Tomm, sem er um þessar mundir á fullu við að taka upp sína fyrstu sólóplötu. Í einu lagi á plötunni spila og syngja saman þrjár kynslóðir úr sömu Hólm-fjölskyldunni, Ólafur Hólm Einarsson, sem er best þekktur fyrir að vera trommuleikari í hljómsveitum á borð við Nýdönsk og Todmobile, Einar Hólm Ólafsson, sem er faðir Ólafs, Hólm og Íris Hólm, systurdóttir Ólafs Hólm. „Ég talaði fyrst við Einar og hann tók vel í erindið að syngja með mér. Þá athugaði ég Óla Hólm og hann var til og þá talaði ég við Írisi Hólm. Þetta var voðalega gaman og gekk alveg frábærlega,“ bætir Kalli Tomm við. Ólafur Hólm er einn helsti trommuleikari þjóðarinnar og hefur eins og fyrr segir komið víða við, faðir hans Einar Hólm var meðal annars trommuleikari í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og þá hefur Íris Hólm einnig komið víða við og var til að mynda söngkona hljómsveitarinnar Bermúda.Hér er Kalli Tomm í hljóðverinu ásamt Einari Hólm Ólafssyni og Írisi Hólm.Kalli Tomm er líklega best þekktur fyrir að hafa verið trommuleikari hljómsveitarinnar Gildrunnar í um þrjátíu ár. „Um leið og Gildran hætti óvænt var svolítið erfitt um stundarsakir að sætta sig við þau endalok. Maður var mikið að spá og spekúlera og fór svo loks að búa til lög, semja og syngja, nú er þessi draumur að verða að veruleika,“ segir Kalli Tomm. Hann var þó oft meðlagahöfundur í Gildrunni en þetta er í fyrsta sinn sem hann semur lög alveg einn. „Þetta er búið að vera ægilega gaman. Stundum ganga hlutirnir betur en maður trúir.“ Hann nýtur liðsinnis frábærra listamanna á plötunni, auk áðurgreindra Hólmara. „Ég fékk æskuvin minn úr Gildrunni, hann Þórhall Árnason, og Þórð Högnason til að sjá um bassaleikinn. Gummi Jóns úr Sálinni og Tryggvi Hübner skipta með sér gítarleiknum. Ég sjálfur, Óli Hólm og Ásmundur Jóhannsson, sem er líka upptökustjóri, spilum á trommur, hljómborðsleikur er í höndum Ásgríms Angantýssonar, Jóns Ólafssonar og Júlíusar Óttars Björgvinssonar. Svo syngur Jóhann Helgason með mér á plötunni og á einnig tvö lög á henni,“ útskýrir Kalli Tomm. Rithöfundarnir Bjarki Bjarnason og Vigdís Grímsdóttir skipta með sér textunum á plötunni. Hann segir plötuna heldur lágstemmda en að hún sé eiginlega tvískipt. „Hún skiptist í tvo helminga, annar hlutinn er akústískur, eða órafmagnaður, og í hinum hlutanum er meira af rafmagnstengdum hljóðfærum.“ Hér er Kalli Tomm ásamt Jóhanni Helgasyni og Guðmundi Jónssyni.
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira