Sólin leynigestur á Bræðslunni í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. júlí 2015 09:00 Bubbi og Dimma rokkuðu og róluðu allhressilega á Bræðslunni í ár. Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir „Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira