Fagnar tíu ára afmælinu með nýrri plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júlí 2015 09:45 Retro Stefson vinnur að nýrri plötu sem kemur út á næstunni. vísir/ernir Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á nýrri plötu. Hún er jafnframt fjórða breiðskífa sveitarinnar og ber nafnið Scandinavian Pain. „Við erum búin að vera að taka upp síðustu mánuði og settum upp okkar eigið stúdíó í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann stýrir einnig upptökum á plötunni en fyrsta smáskífulagið af plötunni, Malaika, kom út í vor. Hljómsveitin er skipuð fagfólki sem allt semur lög og hefur hún tekið upp fjöldann allan af lögum undanfarna mánuði. Logi segir að það liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á plötuna. „Við semjum öll og hver og einn meðlimur hefur verið að koma með demó á æfingar og þar sem ég stýri upptökunum þá fæ ég mikið af hálfkláruðum lögum sem ég leggst yfir og reyni að pródúsera,“ útskýrir Logi Pedro. Stefnt er að því að gefa út nýju plötuna snemma á næsta ári en sveitin fagnar þá líka tíu ára afmæli sínu. „Það má alveg örugglega greina nýjan stíl eða sánd, við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt en fólk mun alveg heyra að þetta sé Retro Stefson-plata,“ segir Logi Pedro spurður út í nýju plötuna. Retro Stefson hefur haldið sig til hlés undanfarna mánuði en gerir ráð fyrir að koma sterk inn á næstu mánuðum. „Við erum að spila á Innipúkanum og Mýrarboltanum um helgina. Svo förum við að plana fleiri tónleika þegar nær dregur útgáfu plötunnar.“ Meðlimir sveitarinnar hafa haft í nógu að snúast með hliðarverkefni sín, Logi í Young Karin og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við erum alltaf með hliðarpródjekt en Retro Stefson heldur fyrirtækinu gangandi. Við erum búin að eyða tíu árum af ævi okkar í að búa þetta til. Retro Stefson er aðalverkefnið okkar en það er alltaf hægt að halda nokkrum boltum á lofti í einu,“ segir Logi.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira