Menning

Nándin er bæði áskorun og kostur

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hlín hlakkar til að að syngja í stofu skáldsins.
Hlín hlakkar til að að syngja í stofu skáldsins. Vísir/GVA
„Við Eva Þyri Hilmarsdóttir og Pamela de Sensi verðum með stofutónleika á Gljúfrasteini á sunnudaginn, með franska og íslenska tónlist í farteskinu,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens söngkona.

„Það eru jú alltaf einhverjir sem eiga ekki heimangengt eða hreinlega njóta höfuðborgarsvæðisins sérstaklega um verslunarmannahelgina,“ bendir hún á.

Hlín kveðst hlakka til tónleikanna á á heimili skáldsins.

„Nándin þar í stofunni er bæði áskorun og kostur,“ segir hún. „Andrúmsloftið er þegar til staðar og maður mætir því sem flytjandi og kemst á flug. Það er mín reynsla, bæði af því að syngja þar og mæta á tónleika.



Hún segir tónlistina sem þær stöllur ætla að flytja vera eftir Ravel, Saint-Saëns, Caplet og Cheminade, auk þess sem þær séu með verk eftir André Previn og Jóhann G. Jóhannsson.

Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á sunnudaginn. Miðaverð er 1.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×