Einkabátur fenginn fyrir unglömbin Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. júlí 2015 08:30 Hljómsveitin AmabaDama leikur á fimm tónleikum um helgina. vísir/andri marinó „Það verður allavega erfitt að missa af okkur um helgina,“ segir Steinunn Jónsdóttir, söngkona reggíhljómsveitarinnar AmabaDama. Sveitin leikur á fimm tónleikum um verslunarmannahelgina, á Innipúkanum í kvöld þar sem sveitin stígur á svið ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum annað kvöld, í Húsdýragarðinum á sunnudag og þá kemur sveitin fram á tvennum tónleikum á Akureyri á sunnudag. Steinunn segir hljómsveitina vel undirbúna fyrir þessa miklu keyrslu. „Þetta verður skemmtilegt, við verðum samt líklega í bjórbanni þangað til á sunnudagsnóttina. Ætlum við förum svo ekki í spa á mánudag,“ segir Steinunn og hlær. Svo að dagskránni verði ekki raskað mun hljómsveitin sigla frá Eyjum strax að loknum tónleikum á einkabát. Reynsluboltarnir í Nýdönsk buðu unglömbunum að sigla með sér. „Við siglum með þeim í Nýdönsk og Jóni Jónssyni upp á land eftir að við erum búin að spila, það verður bara gaman,“ segir Steinunn og bætir við; „Ekkert okkar hefur farið á Þjóðhátíð þannig að við vitum ekkert við hverju við eigum að búast, nema það sem fólk hefur sagt okkur.“ Reggísveitin og Jakob Frímann hafa undanfarna daga æft af kappi fyrir tónleika sína saman og vill Steinunn meina að útsetningarnar á lögunum séu einkar grípandi. „Það hefur gengið vel að æfa með Jakobi, þetta eru lög sem fólk þekkir. Við tökum fjögur lög eftir hann sem koma úr mismunandi verkefnum hans. Við reggívæddum lögin aðeins og ég hef allavega verið með þau á heilanum á milli æfinga.“ Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það verður allavega erfitt að missa af okkur um helgina,“ segir Steinunn Jónsdóttir, söngkona reggíhljómsveitarinnar AmabaDama. Sveitin leikur á fimm tónleikum um verslunarmannahelgina, á Innipúkanum í kvöld þar sem sveitin stígur á svið ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum annað kvöld, í Húsdýragarðinum á sunnudag og þá kemur sveitin fram á tvennum tónleikum á Akureyri á sunnudag. Steinunn segir hljómsveitina vel undirbúna fyrir þessa miklu keyrslu. „Þetta verður skemmtilegt, við verðum samt líklega í bjórbanni þangað til á sunnudagsnóttina. Ætlum við förum svo ekki í spa á mánudag,“ segir Steinunn og hlær. Svo að dagskránni verði ekki raskað mun hljómsveitin sigla frá Eyjum strax að loknum tónleikum á einkabát. Reynsluboltarnir í Nýdönsk buðu unglömbunum að sigla með sér. „Við siglum með þeim í Nýdönsk og Jóni Jónssyni upp á land eftir að við erum búin að spila, það verður bara gaman,“ segir Steinunn og bætir við; „Ekkert okkar hefur farið á Þjóðhátíð þannig að við vitum ekkert við hverju við eigum að búast, nema það sem fólk hefur sagt okkur.“ Reggísveitin og Jakob Frímann hafa undanfarna daga æft af kappi fyrir tónleika sína saman og vill Steinunn meina að útsetningarnar á lögunum séu einkar grípandi. „Það hefur gengið vel að æfa með Jakobi, þetta eru lög sem fólk þekkir. Við tökum fjögur lög eftir hann sem koma úr mismunandi verkefnum hans. Við reggívæddum lögin aðeins og ég hef allavega verið með þau á heilanum á milli æfinga.“
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira