Suður-Ameríka vill aðstoð í útflutningi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. ágúst 2015 08:00 Sigtryggur Baldursson framkvæmdarstjóri Útón segir bréfið vera mikla viðurkenningu fyrir störf Útón. Vísir/GVA Mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu sendi á dögunum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eða Útón bréf þar sem ráðið óskar eftir ráðleggingum frá Útón. „Þetta var svolítið skondið því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við erum að gera. Þeir vilja að við komum og veitum ráðgjöf og miðlum reynslu okkar í uppbyggingu á tónlistarskrifstofu. Það er pínu fyndið því okkar skrifstofa er pínulítil miðað við til dæmis norrænu tónlistarskrifstofurnar. Við höfum einhvern veginn meiri sýnileika á netinu og fólk er að taka vel eftir því sem við erum að gera,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón. Í bréfinu segir að mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu hafi fylgst grannt með gangi mála í íslenskum tónlistarútflutningi og telja þeir Útón vera eina öflugustu tónlistarútflutningsskrifstofu í Evrópu. Ráðið vill fá ráðleggingar og að Útón miðli þekkingu sinni og reynslu í útflutningi tónlistar.HLjómsveitin Of Monsters and Men er dæmi um hljómsveiti sem hefur heldur betur slegið í gegn á erlendri grundu.Mynd/MeredithTruax„Þetta er að verða rosalega mikilvæg grein á Íslandi. Við erum að berjast fyrir því að fá í gang rannsóknarmiðstöð skapandi greina, sem er í raun til í Háskóla Íslands, en viljum fá miðstöðina virkjaða með eins og einum starfsmanni svo við getum séð hvað greinin er að velta,“ útskýrir Sigtryggur. „Það er 1,6 milljarða króna velta af Airwaves-hátíðinni, sem er ein tónlistarhátíð sem fer fram á einni viku. Við erum að tala um að velta af tónleikum íslenskra tónlistarmanna erlendis sé einhvers staðar á bilinu fimm til tíu milljarðar, þannig að þetta er að sjálfsögðu mikilvæg grein,“ bætir Sigtryggur við. Ráðið vill að Sigtryggur ausi af sínum visku- og reynslubrunni og hefur boðið honum á ráðstefnu í Kólumbíu sem fram fer í október. „Mig hefur alltaf langað til þess að fara til Suður-Ameríku og ég ætla að þiggja boðið ef þetta passar inn í skipulagið hjá okkur. Ég er að fara í samnorræna viðskiptaferð til New York til að skoða mögulegt samstarf í byrjun október og svo er CMJ showcase fyrir íslenska tónlistarmenn einnig í New York í sama mánuði en vonandi smellur þetta og ég kemst út.“ Hópur af fólki í tónlist og viðskiptum í Chile er einnig að reyna að búa til sams konar skrifstofu þar í landi. „Það voru aðilar í Chile sem sendu okkur bréf á svipuðum tíma og von um ráðleggingar og aðstoð á sama sviði. Það er auðvitað smá montprik að vera beðinn um svona og að það sé frekar haft samband við okkur en ekki þessar stærri skrifstofur á Norðurlöndunum,“ segir Sigtryggur. Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu sendi á dögunum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eða Útón bréf þar sem ráðið óskar eftir ráðleggingum frá Útón. „Þetta var svolítið skondið því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við erum að gera. Þeir vilja að við komum og veitum ráðgjöf og miðlum reynslu okkar í uppbyggingu á tónlistarskrifstofu. Það er pínu fyndið því okkar skrifstofa er pínulítil miðað við til dæmis norrænu tónlistarskrifstofurnar. Við höfum einhvern veginn meiri sýnileika á netinu og fólk er að taka vel eftir því sem við erum að gera,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón. Í bréfinu segir að mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu hafi fylgst grannt með gangi mála í íslenskum tónlistarútflutningi og telja þeir Útón vera eina öflugustu tónlistarútflutningsskrifstofu í Evrópu. Ráðið vill fá ráðleggingar og að Útón miðli þekkingu sinni og reynslu í útflutningi tónlistar.HLjómsveitin Of Monsters and Men er dæmi um hljómsveiti sem hefur heldur betur slegið í gegn á erlendri grundu.Mynd/MeredithTruax„Þetta er að verða rosalega mikilvæg grein á Íslandi. Við erum að berjast fyrir því að fá í gang rannsóknarmiðstöð skapandi greina, sem er í raun til í Háskóla Íslands, en viljum fá miðstöðina virkjaða með eins og einum starfsmanni svo við getum séð hvað greinin er að velta,“ útskýrir Sigtryggur. „Það er 1,6 milljarða króna velta af Airwaves-hátíðinni, sem er ein tónlistarhátíð sem fer fram á einni viku. Við erum að tala um að velta af tónleikum íslenskra tónlistarmanna erlendis sé einhvers staðar á bilinu fimm til tíu milljarðar, þannig að þetta er að sjálfsögðu mikilvæg grein,“ bætir Sigtryggur við. Ráðið vill að Sigtryggur ausi af sínum visku- og reynslubrunni og hefur boðið honum á ráðstefnu í Kólumbíu sem fram fer í október. „Mig hefur alltaf langað til þess að fara til Suður-Ameríku og ég ætla að þiggja boðið ef þetta passar inn í skipulagið hjá okkur. Ég er að fara í samnorræna viðskiptaferð til New York til að skoða mögulegt samstarf í byrjun október og svo er CMJ showcase fyrir íslenska tónlistarmenn einnig í New York í sama mánuði en vonandi smellur þetta og ég kemst út.“ Hópur af fólki í tónlist og viðskiptum í Chile er einnig að reyna að búa til sams konar skrifstofu þar í landi. „Það voru aðilar í Chile sem sendu okkur bréf á svipuðum tíma og von um ráðleggingar og aðstoð á sama sviði. Það er auðvitað smá montprik að vera beðinn um svona og að það sé frekar haft samband við okkur en ekki þessar stærri skrifstofur á Norðurlöndunum,“ segir Sigtryggur.
Tónlist Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Sjá meira