Málaralistin hefur alltaf heillað mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 10:30 "Ég er ekki mikið að fjalla um pólitíkina, landslagið eða slíkt heldur er ég fígúratívur málari og hver og einn getur túlkað myndefnið út frá sjálfum sér.“ Vísir/Ernir „Ég er að sýna rjómann af því sem ég hef verið að mála í Noregi þetta árið,“ segir Georg Óskar Manúelsson listmálari, sem opnar í dag sýningu í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hann segir málaralistina alltaf hafa heillað hann sem viðfangsefni þótt hann njóti þess að skoða margháttaða list annarra. „Ég hef einbeitt mér að málverkinu og aldrei verið í skúlptúrum, vídeóum eða innsetningum. Ég lít á mig sem málara því orðið myndlistarmaður er svo vítt hugtak.“ Georg Óskar er Akureyringur að uppruna og útskrifaðist með BA-próf frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009. „Þegar ég útskrifaðist ætlaði ég beint í masterinn og svo að sigra heiminn, en þá tók lífið í taumana og nú, fimm árum síðar, er ég í mastersnámi í Bergen í Noregi og ætla að ljúka því 2016,“ útskýrir Georg Óskar sem kveðst byrjaður að njóta þess að lifa á listinni. „Þetta er fyrsta sumarið síðan ég var 14 ára sem ég er ekki að uppvarta, úrbeina eða annað sem þarf til að geta andað að sér loftinu. Málaði samt alltaf eftir vinnu og sinnti því þegar ég gat.“ Spurður hvort hann sé undir áhrifum frá einhverju sérstöku þegar hann mundar pensilinn, svarar hann: „Verkin mín eru öll mjög persónuleg og eins klisjukennt og það hljómar er ég mikill tilfinningarússíbanamálari. Titill sýningarinnar er Lust for life, eða Ástríða fyrir lífinu. Ég er ekki mikið að fjalla um pólitíkina, landslagið eða slíkt heldur er ég fígúratívur málari og hver og einn getur túlkað myndefnið út frá sjálfum sér. Ég hef gaman af því að búa til andstæður og stundum nota ég titilinn og myndefnið til að skapa þær, þannig verður til einhver skáldskapur. Samt er ég mjög frjáls í þessu öllu. Myndlistarmenn eiga oft erfitt með að útskýra sína list, ég er einn af þeim og læt bara verkin tala. Sjón er sögu ríkari og ég vona að fólk upplifi það.“ Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er að sýna rjómann af því sem ég hef verið að mála í Noregi þetta árið,“ segir Georg Óskar Manúelsson listmálari, sem opnar í dag sýningu í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hann segir málaralistina alltaf hafa heillað hann sem viðfangsefni þótt hann njóti þess að skoða margháttaða list annarra. „Ég hef einbeitt mér að málverkinu og aldrei verið í skúlptúrum, vídeóum eða innsetningum. Ég lít á mig sem málara því orðið myndlistarmaður er svo vítt hugtak.“ Georg Óskar er Akureyringur að uppruna og útskrifaðist með BA-próf frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009. „Þegar ég útskrifaðist ætlaði ég beint í masterinn og svo að sigra heiminn, en þá tók lífið í taumana og nú, fimm árum síðar, er ég í mastersnámi í Bergen í Noregi og ætla að ljúka því 2016,“ útskýrir Georg Óskar sem kveðst byrjaður að njóta þess að lifa á listinni. „Þetta er fyrsta sumarið síðan ég var 14 ára sem ég er ekki að uppvarta, úrbeina eða annað sem þarf til að geta andað að sér loftinu. Málaði samt alltaf eftir vinnu og sinnti því þegar ég gat.“ Spurður hvort hann sé undir áhrifum frá einhverju sérstöku þegar hann mundar pensilinn, svarar hann: „Verkin mín eru öll mjög persónuleg og eins klisjukennt og það hljómar er ég mikill tilfinningarússíbanamálari. Titill sýningarinnar er Lust for life, eða Ástríða fyrir lífinu. Ég er ekki mikið að fjalla um pólitíkina, landslagið eða slíkt heldur er ég fígúratívur málari og hver og einn getur túlkað myndefnið út frá sjálfum sér. Ég hef gaman af því að búa til andstæður og stundum nota ég titilinn og myndefnið til að skapa þær, þannig verður til einhver skáldskapur. Samt er ég mjög frjáls í þessu öllu. Myndlistarmenn eiga oft erfitt með að útskýra sína list, ég er einn af þeim og læt bara verkin tala. Sjón er sögu ríkari og ég vona að fólk upplifi það.“
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira