Íslensk gospeltónlist í útrás vestur um haf Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. ágúst 2015 08:30 Hér er Óskar Einarsson ásamt hluta gospelhópsins, Reykjavik Gospel Company. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir okkar íslenska gospelhóp, að fá að syngja á svona flottri gospelhátíð í Bandaríkjunum,“ segir Óskar Einarsson, tónlistarmaður og stjórnandi gospelhópsins Reykjavik Gospel Company. Um er að ræða gospelhóp sem inniheldur átta söngvara og fjögurra manna hljómsveit og kemur fram á Gospel-hátíð sem heitir Greater Birmingham Festival of Hope og fer fram í Birmingham í Alabamafylki í Bandaríkjunum. „Þetta er risabatterí og búist við um tólf þúsund manns, þetta fer fram í risaíþróttahöll,“ bætir Óskar við. Tónleikunum verður einnig streymt á netinu þannig að milljónirnar eru ansi margar sem geta fylgst með þeim. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra listamanna en fremstur meðal jafningja er tónlistarmaðurinn Kirk Franklin. „Hann er stærsta nafnið í gospelheiminum í dag og hefur meðal annars unnið Grammy-verðlaun og selt milljónir platna.“ Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Kirk Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Vísir/GettyÓskar segir það mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíð sem er af þessari stærðargráðu. Gospelsenan í Bandaríkjunum er mjög stór og listamenn í gospelgeiranum selja mikið af plötum og markaðurinn stór. „Þetta sýnir hvað við erum á góðum standard. Þessir aðilar sem standa fyrir þessu heyrðu í okkur koma fram á Íslandi fyrir um tveimur árum og voru hrifnir af okkur. Þeir buðu okkur til Færeyja fyrir skömmu og svo núna til Bandaríkjanna,“ segir Óskar. Kórinn kom fram með annarri stjörnu í gospelheiminum, Michael W. Smith, á stórum tónleikum í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Tónleikar Reykjavik Gospel Company eru þó ekki eina erindi Óskars í Bandaríkjunum því að þrjátíu manna Gospelkór Fíladelfíu, sem Óskar stýrir einnig, kemur fram á nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum á næstu dögum. „Við förum út í dag og verðum úti til 17. ágúst. Við tökum nokkra tónleika í kirkjum í New York og Boston. Við erum að fara til að njóta og sjá hvað er að gerast í þessari senu í Bandaríkjunum,“ segir Óskar. Reykjavik Gospel Company hefur lítið komið fram undir eigin nafni en hefur komið fram víða og þá oftast í formi bakradda á til dæmis Jólagestum Björgvins Halldórssonar en hluti Gospelkompanísins er einnig hluti af Gospelkór Fíladelfíu. Reykjavik Gospel Company kemur fram á tónleikunum í Alabama næsta föstudag og verður hægt að horfa á tónleikana á netinu. Hópurinn ætlar meðal annars að frumflytja nýtt lag eftir Óskar á tónleikunum. Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir okkar íslenska gospelhóp, að fá að syngja á svona flottri gospelhátíð í Bandaríkjunum,“ segir Óskar Einarsson, tónlistarmaður og stjórnandi gospelhópsins Reykjavik Gospel Company. Um er að ræða gospelhóp sem inniheldur átta söngvara og fjögurra manna hljómsveit og kemur fram á Gospel-hátíð sem heitir Greater Birmingham Festival of Hope og fer fram í Birmingham í Alabamafylki í Bandaríkjunum. „Þetta er risabatterí og búist við um tólf þúsund manns, þetta fer fram í risaíþróttahöll,“ bætir Óskar við. Tónleikunum verður einnig streymt á netinu þannig að milljónirnar eru ansi margar sem geta fylgst með þeim. Á hátíðinni kemur fram fjöldi þekktra listamanna en fremstur meðal jafningja er tónlistarmaðurinn Kirk Franklin. „Hann er stærsta nafnið í gospelheiminum í dag og hefur meðal annars unnið Grammy-verðlaun og selt milljónir platna.“ Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Kirk Franklin hefur unnið sjö Grammy-verðlaun og selt tugi milljóna platna.Vísir/GettyÓskar segir það mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíð sem er af þessari stærðargráðu. Gospelsenan í Bandaríkjunum er mjög stór og listamenn í gospelgeiranum selja mikið af plötum og markaðurinn stór. „Þetta sýnir hvað við erum á góðum standard. Þessir aðilar sem standa fyrir þessu heyrðu í okkur koma fram á Íslandi fyrir um tveimur árum og voru hrifnir af okkur. Þeir buðu okkur til Færeyja fyrir skömmu og svo núna til Bandaríkjanna,“ segir Óskar. Kórinn kom fram með annarri stjörnu í gospelheiminum, Michael W. Smith, á stórum tónleikum í Þórshöfn í Færeyjum fyrir skömmu. Tónleikar Reykjavik Gospel Company eru þó ekki eina erindi Óskars í Bandaríkjunum því að þrjátíu manna Gospelkór Fíladelfíu, sem Óskar stýrir einnig, kemur fram á nokkrum tónleikum í Bandaríkjunum á næstu dögum. „Við förum út í dag og verðum úti til 17. ágúst. Við tökum nokkra tónleika í kirkjum í New York og Boston. Við erum að fara til að njóta og sjá hvað er að gerast í þessari senu í Bandaríkjunum,“ segir Óskar. Reykjavik Gospel Company hefur lítið komið fram undir eigin nafni en hefur komið fram víða og þá oftast í formi bakradda á til dæmis Jólagestum Björgvins Halldórssonar en hluti Gospelkompanísins er einnig hluti af Gospelkór Fíladelfíu. Reykjavik Gospel Company kemur fram á tónleikunum í Alabama næsta föstudag og verður hægt að horfa á tónleikana á netinu. Hópurinn ætlar meðal annars að frumflytja nýtt lag eftir Óskar á tónleikunum.
Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira