Fiskidagurinn fer fram í fimmtánda skiptið Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 09:00 Gaman Mikill fjöldi fólks sækir Fiskidaginn mikla árlega. mynd/Auðunn Níelsson Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira