Kings of Leon mæta í einkaþotu til Íslands Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:30 Kings of Leon er ein vinsælasta hljómsveitin í heiminum í dag. Mynd/getty Stórhljómsveitin Kings of Leon spilar í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu tæplega 70 manns koma með henni til landsins til þess að vinna í kringum tónleikana. Nokkrir Íslendingar verða líka að vinna með hljómsveitinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Það er aldrei að vita nema fjölskyldurnar ferðist með þeim, en eiginkona Calebs Followill, aðalsöngvarans, er engin önnur en Lily Aldridge ofurfyrirsæta. Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár. Búist er við að félagarnir komi með einkaflugvél á miðvikudaginn svo að líkur eru á að einhverjir rekist á þá á rölti um Reykjavík. Þeir fara svo af landi brott daginn eftir tónleikana og spila í Búdapest 15. ágúst. Við komuna til landsins krefjast hljómsveitarmeðlimir þess að fá fjóra stóra jeppa með dökkum rúðum til þess að skutla þeim á hótelið.Það er spennandi að sjá hvort að Lily Aldridge komi með eiginmanni sínum að skoða ÍslandMynd/GettyKröfur hljómsveitarinnar um búningsherbergin eru ekki miklar eða óvenjulegar. Herbergin þurfa að vera eins heimilisleg og hægt er með leðursófum, plöntum og ísskápum. Við komu sveitarinnar í búningsherbergin þarf að vera stútfullur ísskápur af bjór, Coca cola, Gatorade, Red bull ásamt guacamole og salsasósu. Þeir biðja einnig um rauðvín, flösku af Absolut vodka, Jameson viskí, margar tegundir af kartöfluflögum, hnetu-M&M, hreinsiklúta og margt fleira. Tækjabúnaður sveitarinnar kom til landsins fyrir helgi með Norrænu á Seyðisfjörð. Mörg tonn af búnaði eru nú á leiðinni til Reykjavíkur í rólegheitunum í þremur vörubílum, en bílstjórarnir skoða sig um á leiðinni og sofa í bílunum. Þegar þeir koma í bæinn verður bílunum lagt fyrir utan Laugardalshöllina og í þeim sofa bílstjórarnir. Tækin munu síðan fara með flugi til Ungverjalands en bílstjórarnir keyra aftur til Seyðisfjarðar með bílana. Eins og margar stjörnur sem koma hingað til lands munu hljómsveitarmeðlimirnir gista á Hilton hótelinu. Talið er að ástæðan fyrir því að Hilton hótelið er vinsælt hjá fræga fólkinu sé góð staðsetning, auðvelt að komast að því og frá, stór og rúmgóð móttaka og svíturnar þar eru með þeim flottustu sem finnast á landinu. Tónleikar Kings of Leon verða á fimmtudaginn og það eru enn til örfáir miðar á tix.is. Þetta verður ein stærsta tónlistarveislan í ár en sveitin er ein sú frægasta í heiminum í dag. Tónlist Tengdar fréttir Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00 Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17 Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Stórhljómsveitin Kings of Leon spilar í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu tæplega 70 manns koma með henni til landsins til þess að vinna í kringum tónleikana. Nokkrir Íslendingar verða líka að vinna með hljómsveitinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Það er aldrei að vita nema fjölskyldurnar ferðist með þeim, en eiginkona Calebs Followill, aðalsöngvarans, er engin önnur en Lily Aldridge ofurfyrirsæta. Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár. Búist er við að félagarnir komi með einkaflugvél á miðvikudaginn svo að líkur eru á að einhverjir rekist á þá á rölti um Reykjavík. Þeir fara svo af landi brott daginn eftir tónleikana og spila í Búdapest 15. ágúst. Við komuna til landsins krefjast hljómsveitarmeðlimir þess að fá fjóra stóra jeppa með dökkum rúðum til þess að skutla þeim á hótelið.Það er spennandi að sjá hvort að Lily Aldridge komi með eiginmanni sínum að skoða ÍslandMynd/GettyKröfur hljómsveitarinnar um búningsherbergin eru ekki miklar eða óvenjulegar. Herbergin þurfa að vera eins heimilisleg og hægt er með leðursófum, plöntum og ísskápum. Við komu sveitarinnar í búningsherbergin þarf að vera stútfullur ísskápur af bjór, Coca cola, Gatorade, Red bull ásamt guacamole og salsasósu. Þeir biðja einnig um rauðvín, flösku af Absolut vodka, Jameson viskí, margar tegundir af kartöfluflögum, hnetu-M&M, hreinsiklúta og margt fleira. Tækjabúnaður sveitarinnar kom til landsins fyrir helgi með Norrænu á Seyðisfjörð. Mörg tonn af búnaði eru nú á leiðinni til Reykjavíkur í rólegheitunum í þremur vörubílum, en bílstjórarnir skoða sig um á leiðinni og sofa í bílunum. Þegar þeir koma í bæinn verður bílunum lagt fyrir utan Laugardalshöllina og í þeim sofa bílstjórarnir. Tækin munu síðan fara með flugi til Ungverjalands en bílstjórarnir keyra aftur til Seyðisfjarðar með bílana. Eins og margar stjörnur sem koma hingað til lands munu hljómsveitarmeðlimirnir gista á Hilton hótelinu. Talið er að ástæðan fyrir því að Hilton hótelið er vinsælt hjá fræga fólkinu sé góð staðsetning, auðvelt að komast að því og frá, stór og rúmgóð móttaka og svíturnar þar eru með þeim flottustu sem finnast á landinu. Tónleikar Kings of Leon verða á fimmtudaginn og það eru enn til örfáir miðar á tix.is. Þetta verður ein stærsta tónlistarveislan í ár en sveitin er ein sú frægasta í heiminum í dag.
Tónlist Tengdar fréttir Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00 Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17 Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11
Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00
Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17