Kátína og yfirfullir salir á Act Alone Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:15 Kenneth Máni fór á kostum á sviðinu, enda myndaðist löng röð fyrir utan félagsheimilið áður en sýning hans hófst. Mynd/Hlynur Kristjánsson Eftir vel heppnaða byrjun á einleikjahátíðinni Act Alone, sem haldin er á Suðureyri, hófst þriðji dagurinn með leiklestri á verkinu Doría en Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson standa að handritinu. Leikritið fjallar um uppgjör sjómanns við sjálfan sig eftir að hann týnist í þokunni á doríuveiðum. Ársæll Níelsson lék sjómanninn en hópurinn vonast til að þróa verkefnið áfram og flytja í fullri mynd á næstu misserum. Edda Björgvins hélt fyrirlestur um húmor, gleði og hamingjuna fyrir troðfullu húsi seinna um kvöldið. Aukastóla þurfti til að koma öllum fyrir en allt gekk sem smurt. Tónlistarkonan Lára Rúnars hélt tónleika og fór yfir feril sinn með myndum, sögum og tónlist. Dansarinn og danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir lokaði síðan sýningardeginum með verkinu Saving History. Laugardagurinn byrjaði með heljarinnar barnaskemmtun. Löng röð myndaðist hjá Blaðraranum, börnin hreinlega eltu hann á röndum um bæjarplássið. Ævar vísindamaður hélt vísindanámskeið fyrir börn á öllum aldri í Þurrhver og spennan hreinlega geislaði af börnunum þegar þau fengu að gera tilraunir með átrúnaðargoðinu. Seinna um daginn stjórnaði Ísgerður Gunnarsdóttir útileikjum og söng á þorpstúninu. Listakonan Kolbrún Elma Schmidt opnaði innsetningu undir nafninu Herðing í fiskhjalla sem afi hennar byggði, en hún blandar saman hljóðupptökum og efniviði úr öllum áttum í sinni listsköpun. Veitingastaðurinn Fisherman bauð upp á dýrindis fiskveislu, gestum að kostnaðarlausu, og lítill bókamarkaður var opnaður. Þorpskirkjan var einnig notuð undir listviðburði en leiksýningin Þú kemst þinn veg eftir Finnboga Þorkel Jónsson var sýnd þar áður en tók að rökkva. Kenneth Máni sló í gegn um kvöldið en gríðarlöng röð myndaðist fyrir utan félagsheimilið áður en sýningin hófst. Tónlistarmaðurinn KK spilaði við mikinn fögnuð, eftirherman Karl Örvarsson lék listir sínar og listakonan Ásta Fanney lokaði síðan hátíðinni á miðnætti. Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður með meiru, var að vonum ánægður með hátíðina: „Stemmingin var virkilega góð og greinilegt að þetta er gert með hjartanu. Allir leggja hönd á plóg og ef eitthvað vantar „þá er bara gengið í hús“, eins og Elfar Logi sagði brosandi við mig þegar ég sagði honum að kannski vantaði mig örlítið meira kartöflumjöl í slímtilraunina mína. Það var tekið afar vel á móti mér og hátíðinni tekst að vera bæði prófessjónal en á sama tíma líka heimilisleg. Á Act Alone er gott að vera.“ Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Eftir vel heppnaða byrjun á einleikjahátíðinni Act Alone, sem haldin er á Suðureyri, hófst þriðji dagurinn með leiklestri á verkinu Doría en Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson standa að handritinu. Leikritið fjallar um uppgjör sjómanns við sjálfan sig eftir að hann týnist í þokunni á doríuveiðum. Ársæll Níelsson lék sjómanninn en hópurinn vonast til að þróa verkefnið áfram og flytja í fullri mynd á næstu misserum. Edda Björgvins hélt fyrirlestur um húmor, gleði og hamingjuna fyrir troðfullu húsi seinna um kvöldið. Aukastóla þurfti til að koma öllum fyrir en allt gekk sem smurt. Tónlistarkonan Lára Rúnars hélt tónleika og fór yfir feril sinn með myndum, sögum og tónlist. Dansarinn og danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir lokaði síðan sýningardeginum með verkinu Saving History. Laugardagurinn byrjaði með heljarinnar barnaskemmtun. Löng röð myndaðist hjá Blaðraranum, börnin hreinlega eltu hann á röndum um bæjarplássið. Ævar vísindamaður hélt vísindanámskeið fyrir börn á öllum aldri í Þurrhver og spennan hreinlega geislaði af börnunum þegar þau fengu að gera tilraunir með átrúnaðargoðinu. Seinna um daginn stjórnaði Ísgerður Gunnarsdóttir útileikjum og söng á þorpstúninu. Listakonan Kolbrún Elma Schmidt opnaði innsetningu undir nafninu Herðing í fiskhjalla sem afi hennar byggði, en hún blandar saman hljóðupptökum og efniviði úr öllum áttum í sinni listsköpun. Veitingastaðurinn Fisherman bauð upp á dýrindis fiskveislu, gestum að kostnaðarlausu, og lítill bókamarkaður var opnaður. Þorpskirkjan var einnig notuð undir listviðburði en leiksýningin Þú kemst þinn veg eftir Finnboga Þorkel Jónsson var sýnd þar áður en tók að rökkva. Kenneth Máni sló í gegn um kvöldið en gríðarlöng röð myndaðist fyrir utan félagsheimilið áður en sýningin hófst. Tónlistarmaðurinn KK spilaði við mikinn fögnuð, eftirherman Karl Örvarsson lék listir sínar og listakonan Ásta Fanney lokaði síðan hátíðinni á miðnætti. Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður með meiru, var að vonum ánægður með hátíðina: „Stemmingin var virkilega góð og greinilegt að þetta er gert með hjartanu. Allir leggja hönd á plóg og ef eitthvað vantar „þá er bara gengið í hús“, eins og Elfar Logi sagði brosandi við mig þegar ég sagði honum að kannski vantaði mig örlítið meira kartöflumjöl í slímtilraunina mína. Það var tekið afar vel á móti mér og hátíðinni tekst að vera bæði prófessjónal en á sama tíma líka heimilisleg. Á Act Alone er gott að vera.“
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira