Siðferðileg skylda? Skjóðan skrifar 12. ágúst 2015 12:00 Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira