Breytið þessu kerfi fyrir okkur öll Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2015 08:00 Skattgreiðendur borga 16-18 milljarða króna með íslenska landbúnaðarkerfinu á ári hverju. Kerfi sem allir tapa á og engri ríkisstjórn virðist takast að breyta vegna sterkrar stöðu sérhagsmunaafla sem standa vörð um það. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað afnám allra tolla, að tollum á matvöru undanskildum, hinn 1. janúar 2017. Afar jákvætt skref en spyrja má, hvers vegna ekki að nota tækifærið og afnema líka tolla á matvæli? Forsvarsmenn Bændasamtakanna telja að ef tollvernd á innflutt kjöt verði afnumin muni myndast „ruðningsáhrif“. Þau muni birtast í því að neytendur fari frekar í erlent kjöt en til dæmis íslenska lambið. Þeir hafa engar rannsóknir eða vísindi á bak við þessa ályktun. Bara einhvers konar tilfinningu eða huglægt mat. Munu íslenskir neytendur hætta að borða íslenskt lambakjöt þótt annað dýrakjöt, erlent, verði á boðstólum á aðeins lægra verði? Íslendingar hafa alist upp á íslenska lambinu og hafa smekk fyrir því. Færi einhver að bjóða upp á ribeye á páskadag bara upp úr þurru? Eða skipta sunnudagslambinu út fyrir sunnudagssvín? Fórnar fólk sígildum hefðum fyrir nokkra hundraðkalla? Íslenskir sauðfjárbændur bjóða upp á úrvalsvöru sem er á heimsmælikvarða og það vegur upp á móti verðinu. Íslenskir bændur geta til dæmis sýnt fram á minni lyfjanotkun en erlendir kollegar þeirra. Fólk vill greiða fyrir gæði. Íslenskir neytendur vilja frekar íslenska grænmetið en það erlenda en tollvernd á grænmetisinnflutningi var afnumin árið 2002. Allir græddu á því. Ekki bara neytendur, grænmetisbændur líka. Af hverju ættu að gilda einhver önnur lögmál um kjöt? Minnimáttarkennd fulltrúa landbúnaðarkerfisins veldur mér heilabrotum. Í einu orðinu berja bændur sér á brjóst og státa (réttilega) af miklum gæðum íslenska kjötsins en í öðru orðinu berjast þeir áfram fyrir því að vera í hlýjum faðmi ríkisvaldsins, verndaðir með ofurtollum. Það eru hrópandi mótsagnir í þessum málflutningi. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG stóð vörð um kerfið og ef eitthvað er var tekin stefna í átt til aukins helsis. Núverandi stjórn stendur vörð um kerfið. Sjálfstæðisflokkurinn skilar auðu í málinu en í kafla um landbúnaðarmál í landsfundarályktun frá síðasta landsfundi er ekki einu orði minnst á tollvernd eða afnám hennar. Það þarf því ekki að koma á óvart að ríkisstjórnarflokkarnir tveir taki stöðu með sérhagsmunum og gegn almenningi, neytendum, þegar landbúnaðarmál eru annars vegar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti á Búnaðarþingi hugmyndir sínar um gerð eins langs rammasamnings við landbúnaðinn í stað þriggja búvörusamninga. Hugmyndin gengur út á breytingar á því fyrirkomulagi þar sem beingreiðslur (ríkisstyrkir) eru greiddar til bænda en ráðherrann vill ekki gera neinar róttækar breytingar á tollverndinni. Hún verður í reynd bara fest í sessi. Það er virðingarvert að lifa á því sem landið gefur en hvernig líf er það að geta ekki verið án meðgjafar meðbræðra sinna? Að þurfa sífellt að taka við beinum og óbeinum greiðslum frá skattgreiðendum? Er það líf með reisn? Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í opnunarávarpi sínu á Búnaðarþingi að ef eitthvað væri öruggt veð, ætti það að vera framleiðsla á mat sem allir þurfa. Ég gæti ekki orðað það betur sjálfur.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Skattgreiðendur borga 16-18 milljarða króna með íslenska landbúnaðarkerfinu á ári hverju. Kerfi sem allir tapa á og engri ríkisstjórn virðist takast að breyta vegna sterkrar stöðu sérhagsmunaafla sem standa vörð um það. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað afnám allra tolla, að tollum á matvöru undanskildum, hinn 1. janúar 2017. Afar jákvætt skref en spyrja má, hvers vegna ekki að nota tækifærið og afnema líka tolla á matvæli? Forsvarsmenn Bændasamtakanna telja að ef tollvernd á innflutt kjöt verði afnumin muni myndast „ruðningsáhrif“. Þau muni birtast í því að neytendur fari frekar í erlent kjöt en til dæmis íslenska lambið. Þeir hafa engar rannsóknir eða vísindi á bak við þessa ályktun. Bara einhvers konar tilfinningu eða huglægt mat. Munu íslenskir neytendur hætta að borða íslenskt lambakjöt þótt annað dýrakjöt, erlent, verði á boðstólum á aðeins lægra verði? Íslendingar hafa alist upp á íslenska lambinu og hafa smekk fyrir því. Færi einhver að bjóða upp á ribeye á páskadag bara upp úr þurru? Eða skipta sunnudagslambinu út fyrir sunnudagssvín? Fórnar fólk sígildum hefðum fyrir nokkra hundraðkalla? Íslenskir sauðfjárbændur bjóða upp á úrvalsvöru sem er á heimsmælikvarða og það vegur upp á móti verðinu. Íslenskir bændur geta til dæmis sýnt fram á minni lyfjanotkun en erlendir kollegar þeirra. Fólk vill greiða fyrir gæði. Íslenskir neytendur vilja frekar íslenska grænmetið en það erlenda en tollvernd á grænmetisinnflutningi var afnumin árið 2002. Allir græddu á því. Ekki bara neytendur, grænmetisbændur líka. Af hverju ættu að gilda einhver önnur lögmál um kjöt? Minnimáttarkennd fulltrúa landbúnaðarkerfisins veldur mér heilabrotum. Í einu orðinu berja bændur sér á brjóst og státa (réttilega) af miklum gæðum íslenska kjötsins en í öðru orðinu berjast þeir áfram fyrir því að vera í hlýjum faðmi ríkisvaldsins, verndaðir með ofurtollum. Það eru hrópandi mótsagnir í þessum málflutningi. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG stóð vörð um kerfið og ef eitthvað er var tekin stefna í átt til aukins helsis. Núverandi stjórn stendur vörð um kerfið. Sjálfstæðisflokkurinn skilar auðu í málinu en í kafla um landbúnaðarmál í landsfundarályktun frá síðasta landsfundi er ekki einu orði minnst á tollvernd eða afnám hennar. Það þarf því ekki að koma á óvart að ríkisstjórnarflokkarnir tveir taki stöðu með sérhagsmunum og gegn almenningi, neytendum, þegar landbúnaðarmál eru annars vegar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti á Búnaðarþingi hugmyndir sínar um gerð eins langs rammasamnings við landbúnaðinn í stað þriggja búvörusamninga. Hugmyndin gengur út á breytingar á því fyrirkomulagi þar sem beingreiðslur (ríkisstyrkir) eru greiddar til bænda en ráðherrann vill ekki gera neinar róttækar breytingar á tollverndinni. Hún verður í reynd bara fest í sessi. Það er virðingarvert að lifa á því sem landið gefur en hvernig líf er það að geta ekki verið án meðgjafar meðbræðra sinna? Að þurfa sífellt að taka við beinum og óbeinum greiðslum frá skattgreiðendum? Er það líf með reisn? Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í opnunarávarpi sínu á Búnaðarþingi að ef eitthvað væri öruggt veð, ætti það að vera framleiðsla á mat sem allir þurfa. Ég gæti ekki orðað það betur sjálfur.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun