Auðhumla og álfar Magnús Guðmundsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Auðhumla, eitt af verkum Gunnellu á sýningunni Sögur, sem opnar á laugardaginn. Sýningin Sögur verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg næstkomandi laugardag. Þar sýna þær Gunnella og Lulu Yee sem kynntust þegar þær sýndu saman í Nordic Heritage Museum í Seattle í september á síðasta ári. Sýningin í Seattle bar heitið Auga Óðins og var þema sýningarinnar Óðinn og goðafræðin. Gunnella segir að það hafi í raun verið nýtt fyrir sig að vinna inn í fyrir fram ákveðið þema og það hafi því kallað á aðeins aðra nálgun en áður. „Ég fór að lesa goðafræðina og svipast eftir hinu myndræna. Það sem ég fann var Auðhumla og Óðinn með Hugin og Munin á öxlinni og líka Sleipnir. Í framhaldinu gerði ég þessar myndir fyrir Seattle og þær verða svo reyndar líka á sýningunni sem verður opnuð á laugardaginn. Auðhumla er það sem ég hélt áfram að vinna með og það verða tvær Auðhumlumyndir á sýningunni í Galleríi Fold. Síðan ætlar Mjólkursamsalan að nota mynd á fernurnar sínar sem verða á markaði í október og allur ágóði af þeirri sölu rennur til tækjakaupa við Landspítalann, líklegast í tengslum við beinþynningu. Það verður gaman að því.“Guðrún Elín Ólafsdóttir myndlistarkona.Gunnella, Guðrún Elín Ólafsdóttir, er fædd árið 1956. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Gunnella var heiðruð af New York Times og valin á lista tíu bestu myndskreyta árið 2005 í Bandaríkjunum. Gunnella segist hafa haft gaman af því að prófa að vinna fyrir sýninguna í Seattle en á ekkert frekar von á því að það verði framhald á þeirri nálgun eða beinu samstarfi við Lulu þó svo það hafi verið ánægjulegt. Lulu Yee býr í New York en er fædd og uppalin í Kaliforníu þar sem hún nam við San Francisco Art Institute. Hún bjó á Íslandi um fjögurra ára skeið og heillaðist af íbúum landsins, náttúrunni og menningararfinum. Fígúrurnar hennar eru málaðar með leirmálningu og glerungum og margbrenndar sem skapar mörg lög af teikningu og lit. Lulu Yee hefur áður haldið sýningu á Íslandi en auk þess sýnt verk sín víða um heim og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.Norns eftir Lulu Yee.„Lulu byggir sitt talsvert á álfum og huldufólki enda bjó hún hér og starfaði um tíma. Hún er líka gift íslenskum manni og hefur þannig heilmikla tengingu við landið. Hún er soldill álfur í sér þannig að við náum alveg ljómandi vel saman. Verkin hennar eru mikið til litríkir, fallegir, fígúratífir skúlptúrar og það virðist henta okkur vel að sýna saman. Nokkur verka hennar eru einnig innblásin af goðafræðinni en auk þess gefur að líta ýmsar furðuverur sem sprottnar eru úr hennar hugarheimi.“ Gunnella segir að þetta hafi í raun verið í fyrsta sinn sem hún hafi unnið inn í fyrirfram ákveðið þema og að það hafi vissulega verið skemmtileg reynsla. „Það var gaman að vinna út frá þema eins og við gerðum fyrir þessa sýningu því þá er maður að koma aðeins út fyrir þann ramma sem maður er vanur. Þannig varð til ákveðinn nýr vinkill – nýjar hugmyndir og það er alltaf skemmtilegt. Ég veit ekki hvort ég held áfram með goðafræðina. Held líkast til bara áfram með það sem ég hef verið að gera í gegnum tíðina. Það verða margar myndir á sýningunni sem eru sóttar í ákveðnar bæjarmyndir, til að mynda frá Eyrarbakka og reyndar líka frá Vestmannaeyjum meðal annars. Inn í þessar bæjarmyndir set ég svo líf frá eldri tíma – gæði þær liðnu lífi ef svo má segja.“ Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýningin Sögur verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg næstkomandi laugardag. Þar sýna þær Gunnella og Lulu Yee sem kynntust þegar þær sýndu saman í Nordic Heritage Museum í Seattle í september á síðasta ári. Sýningin í Seattle bar heitið Auga Óðins og var þema sýningarinnar Óðinn og goðafræðin. Gunnella segir að það hafi í raun verið nýtt fyrir sig að vinna inn í fyrir fram ákveðið þema og það hafi því kallað á aðeins aðra nálgun en áður. „Ég fór að lesa goðafræðina og svipast eftir hinu myndræna. Það sem ég fann var Auðhumla og Óðinn með Hugin og Munin á öxlinni og líka Sleipnir. Í framhaldinu gerði ég þessar myndir fyrir Seattle og þær verða svo reyndar líka á sýningunni sem verður opnuð á laugardaginn. Auðhumla er það sem ég hélt áfram að vinna með og það verða tvær Auðhumlumyndir á sýningunni í Galleríi Fold. Síðan ætlar Mjólkursamsalan að nota mynd á fernurnar sínar sem verða á markaði í október og allur ágóði af þeirri sölu rennur til tækjakaupa við Landspítalann, líklegast í tengslum við beinþynningu. Það verður gaman að því.“Guðrún Elín Ólafsdóttir myndlistarkona.Gunnella, Guðrún Elín Ólafsdóttir, er fædd árið 1956. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Gunnella var heiðruð af New York Times og valin á lista tíu bestu myndskreyta árið 2005 í Bandaríkjunum. Gunnella segist hafa haft gaman af því að prófa að vinna fyrir sýninguna í Seattle en á ekkert frekar von á því að það verði framhald á þeirri nálgun eða beinu samstarfi við Lulu þó svo það hafi verið ánægjulegt. Lulu Yee býr í New York en er fædd og uppalin í Kaliforníu þar sem hún nam við San Francisco Art Institute. Hún bjó á Íslandi um fjögurra ára skeið og heillaðist af íbúum landsins, náttúrunni og menningararfinum. Fígúrurnar hennar eru málaðar með leirmálningu og glerungum og margbrenndar sem skapar mörg lög af teikningu og lit. Lulu Yee hefur áður haldið sýningu á Íslandi en auk þess sýnt verk sín víða um heim og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.Norns eftir Lulu Yee.„Lulu byggir sitt talsvert á álfum og huldufólki enda bjó hún hér og starfaði um tíma. Hún er líka gift íslenskum manni og hefur þannig heilmikla tengingu við landið. Hún er soldill álfur í sér þannig að við náum alveg ljómandi vel saman. Verkin hennar eru mikið til litríkir, fallegir, fígúratífir skúlptúrar og það virðist henta okkur vel að sýna saman. Nokkur verka hennar eru einnig innblásin af goðafræðinni en auk þess gefur að líta ýmsar furðuverur sem sprottnar eru úr hennar hugarheimi.“ Gunnella segir að þetta hafi í raun verið í fyrsta sinn sem hún hafi unnið inn í fyrirfram ákveðið þema og að það hafi vissulega verið skemmtileg reynsla. „Það var gaman að vinna út frá þema eins og við gerðum fyrir þessa sýningu því þá er maður að koma aðeins út fyrir þann ramma sem maður er vanur. Þannig varð til ákveðinn nýr vinkill – nýjar hugmyndir og það er alltaf skemmtilegt. Ég veit ekki hvort ég held áfram með goðafræðina. Held líkast til bara áfram með það sem ég hef verið að gera í gegnum tíðina. Það verða margar myndir á sýningunni sem eru sóttar í ákveðnar bæjarmyndir, til að mynda frá Eyrarbakka og reyndar líka frá Vestmannaeyjum meðal annars. Inn í þessar bæjarmyndir set ég svo líf frá eldri tíma – gæði þær liðnu lífi ef svo má segja.“
Myndlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira