Rekja sameiginlegar rætur til víkinganna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 10:45 Hanna Dís og Claire Anderson ætla að leyfa gestum sýningarinnar að máta við sig stafrænt prentuð klæði. Vísir/Pjetur „Við blöndum sjónrænt saman íslenskum og skoskum hefðum í textíl og handverki eftir talsverða rannsókn á þeim, hvor í sínu heimalandi,“ segir Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður um sýningu sem hún og hin skoska Claire Anderson textílhönnuður eru að setja upp á torgi Þjóðminjasafnsins. Hún segir sumar hefðir landanna sameiginlegar vegna þeirra róta sem liggi til víkinganna en aðrar séu ólíkar. „Grunnefnið í sýningunni er ullarþráður en íslenska ullin er í eðli sínu ólík þeirri skosku og þar með verkin sem gerð eru úr henni,“ segir Hanna Dís og tekur fram að þær Anderson noti ekki hefðbundnar aðferðir við sín verk, eins og vefnað eða prjón. „Við vinnum báðar frekar hratt frá huga niður í hendur þannig að það er útlitið sem við blöndum saman frekar en aðferðirnar,“ segir hún og nefnir dæmi: „Við stúderuðum skoskt tvídefni og í framhaldinu gerði ég grímu úr fiskroði með tvídáferð. Þá tengjum við Íslendingar við efnið en Skotarnir við mynstrið.“ Þó Hanna Dís geti rakið ættir sínar til Skotlands þá kom henni á óvart þegar Clarie Anderson hafði samband við hana fyrir hálfu öðru ári, því þær þekktust ekkert. „Clarie hafði séð hönnunarverk eftir mig í blaði og lýsti yfir áhuga á samstarfi við að blanda saman norrænum og skoskum textílhefðum á einhvern hátt, ég fékk strax góða tilfinningu fyrir verkefninu og sló til.“ Hanna Dís nefnir að þær stöllur ætli að leyfa gestum sýningarinnar að máta við sig stafrænt prentuð klæði, til dæmis skikkju, peysu, skotapils og fleira sem tengist sameiginlegum þráðum landanna tveggja. „Þetta er leikur hjá okkur,“ tekur hún fram. Mest hafa þær Hanna Dís og Anderson unnið hvor sínum megin Atlantsála. „Við höfum bara hist einu sinni á þessu eina og hálfa ári, það var í september í fyrra og þá unnum við saman í tæpa viku. Ferlið hefur verið sjónrænt samtal hjá okkur, Claire gerði kannski eitthvað, sendi mér mynd af því, þá kviknuðu hugmyndir hjá mér, ég svaraði með mynd og þannig byggðust þessi verk upp, þökk sé miðlunum. Margt hefur gerst á tímabilinu annað en það sem er á sýningunni, hún er í raun bara skjáskot af stöðu verkefnisins núna.“ Hanna Dís segir Þjóðminjasafnið hafa verið uppsprettu sumra hugmynda þeirra hönnuðanna. „Við heimsóttum Þjóðminjasafnið þegar Clarie kom til Íslands og sumt sem við erum með tengist því. Claire skoðaði líka mikið textílsýningar og söfn í sínu heimalandi. Svo erum við að halda sýningu í mars í Skotlandi og ætli lokasýningin verði svo ekki 2017?“ Sýningin Að vefa saman DNA verður opnuð á laugardaginn klukkan 14. Hún ætti að höfða til breiðs hóps að mati Hönnu Dísar. „Ég held að þeir sem hafa áhuga á textíl og handverki hafi gaman af sýningunni og svo er hún þjóðfræðileg líka,“ segir hún og bendir á að torgið sé við hliðina á afgreiðslunni, beint á móti búðinni. „Við erum í gangveginum, fólk getur mátað búningana á leiðinni inn á kaffistofuna!“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við blöndum sjónrænt saman íslenskum og skoskum hefðum í textíl og handverki eftir talsverða rannsókn á þeim, hvor í sínu heimalandi,“ segir Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður um sýningu sem hún og hin skoska Claire Anderson textílhönnuður eru að setja upp á torgi Þjóðminjasafnsins. Hún segir sumar hefðir landanna sameiginlegar vegna þeirra róta sem liggi til víkinganna en aðrar séu ólíkar. „Grunnefnið í sýningunni er ullarþráður en íslenska ullin er í eðli sínu ólík þeirri skosku og þar með verkin sem gerð eru úr henni,“ segir Hanna Dís og tekur fram að þær Anderson noti ekki hefðbundnar aðferðir við sín verk, eins og vefnað eða prjón. „Við vinnum báðar frekar hratt frá huga niður í hendur þannig að það er útlitið sem við blöndum saman frekar en aðferðirnar,“ segir hún og nefnir dæmi: „Við stúderuðum skoskt tvídefni og í framhaldinu gerði ég grímu úr fiskroði með tvídáferð. Þá tengjum við Íslendingar við efnið en Skotarnir við mynstrið.“ Þó Hanna Dís geti rakið ættir sínar til Skotlands þá kom henni á óvart þegar Clarie Anderson hafði samband við hana fyrir hálfu öðru ári, því þær þekktust ekkert. „Clarie hafði séð hönnunarverk eftir mig í blaði og lýsti yfir áhuga á samstarfi við að blanda saman norrænum og skoskum textílhefðum á einhvern hátt, ég fékk strax góða tilfinningu fyrir verkefninu og sló til.“ Hanna Dís nefnir að þær stöllur ætli að leyfa gestum sýningarinnar að máta við sig stafrænt prentuð klæði, til dæmis skikkju, peysu, skotapils og fleira sem tengist sameiginlegum þráðum landanna tveggja. „Þetta er leikur hjá okkur,“ tekur hún fram. Mest hafa þær Hanna Dís og Anderson unnið hvor sínum megin Atlantsála. „Við höfum bara hist einu sinni á þessu eina og hálfa ári, það var í september í fyrra og þá unnum við saman í tæpa viku. Ferlið hefur verið sjónrænt samtal hjá okkur, Claire gerði kannski eitthvað, sendi mér mynd af því, þá kviknuðu hugmyndir hjá mér, ég svaraði með mynd og þannig byggðust þessi verk upp, þökk sé miðlunum. Margt hefur gerst á tímabilinu annað en það sem er á sýningunni, hún er í raun bara skjáskot af stöðu verkefnisins núna.“ Hanna Dís segir Þjóðminjasafnið hafa verið uppsprettu sumra hugmynda þeirra hönnuðanna. „Við heimsóttum Þjóðminjasafnið þegar Clarie kom til Íslands og sumt sem við erum með tengist því. Claire skoðaði líka mikið textílsýningar og söfn í sínu heimalandi. Svo erum við að halda sýningu í mars í Skotlandi og ætli lokasýningin verði svo ekki 2017?“ Sýningin Að vefa saman DNA verður opnuð á laugardaginn klukkan 14. Hún ætti að höfða til breiðs hóps að mati Hönnu Dísar. „Ég held að þeir sem hafa áhuga á textíl og handverki hafi gaman af sýningunni og svo er hún þjóðfræðileg líka,“ segir hún og bendir á að torgið sé við hliðina á afgreiðslunni, beint á móti búðinni. „Við erum í gangveginum, fólk getur mátað búningana á leiðinni inn á kaffistofuna!“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira