Róttækra aðgerða er þörf á leigumarkaði Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Tillaga Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um þak á leiguverð hefur vakið nokkra athygli. Eðlilega, með slíkri aðgerð væri verið að grípa inn í markaðinn og setja fólki skorður með það hvað það getur gert við eignir sínar. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð, enda höfum við þróað flest mannleg samfélög okkar á þann hátt að fátt er heilagra en eignarrétturinn. Raunar þykir manni á stundum nóg um í þeim efnum, en það er önnur saga. Það að setja lög um að ég megi ekki leigja íbúðina mína út á því verði sem einhver er tilbúinn að greiða er hins vegar róttæk hugmynd. Þess ber að geta að um húsnæði gilda að einhverju leyti öðruvísi reglur en um aðrar vörur sem við kaupum og seljum. Sérstök stofnun á vegum stjórnavalda hefur til að mynda það hlutverk að meta verðmæti fasteigna, þó vissulega sé endanlegt söluverð þeirra ótengt fasteignamati. Þá er rétturinn til húsnæðis skilgreindur sem hluti af mannréttindum í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ekkert af þessu hefur þó þá eðlilegu ályktun í för með sér að eðlilegt sé að setja þak á leiguverð og þetta er aðeins tínt til hér til að minna á þá staðreynd að húsnæði er ekki eins og hver önnur vara, þar sem rétturinn til þess er skilgreindur sem mannréttindi. Víða um heim gilda sérreglur um leiguverð, í stórborgum eins og Berlín, svo dæmi séu nefnd, og rent control er nokkuð útbreitt fyrirkomulag. Hugmyndir um að stýra leiguverði eru sprottnar af þeirri staðreynd að leiguverð hefur snarhækkað á undanförnum árum. Það er staðreynd, sem ekki verður um deilt. Þjóðskrá Íslands tekur saman vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Í janúar 2011 var hún 100 en í júní 2015 er hún komin í 142,3. Það er tiltölulega einfalt reikningsdæmi; á fjórum og hálfu ári hefur húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 42,3%. Það er býsna mikið. Það er líka athyglisvert að skoða byrði húsnæðiskostnaðar síðustu árin. Hagstofa Íslands mælir hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum heimilisins, en á vefnum er ekki að finna nýrri tölur en frá árinu 2013. Þar er hægt að skoða húsnæðisbyrðina reiknaða á einstakling og bera saman leigjendur og eigendur. Húsaleigubætur og vaxtabætur eru dregnar frá húsnæðiskostnaði áður en hlutfallið er reiknað. Árið 2004 var húsnæðiskostnaður fasteignaeigenda 17% af ráðstöfunartekjum, en hjá leigjendum var sú tala 16,4%. Leigjendur greiddu því örlítið minna af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði en þeir sem áttu fasteign. Árið 2013 hafði hlutfallslegur húsnæðiskostnaður eigenda lækkað, miðað við árið 2004, var kominn í 15,9% af ráðstöfunartekjum. Þveröfug staða var uppi á teningnum varðandi leigjendur, þar hafði hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum hækkað í 21,5%. Þrátt fyrir að húsnæðiskostnaður leigjenda hafi hækkað um 31,1%, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, á þessum ellefu árum, en lækkað hjá eigendum, hefur ríkisstjórnin gripið til aðgerða til að styrkja stöðu eigenda. Ekkert hefur verið gert fyrir leigjendur. Það er því kannski ekki annað en von að fólk sé orðið langþreytt á stöðunni og tilbúið til að skoða jafn róttækar tillögur og þak á leiguverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Tillaga Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um þak á leiguverð hefur vakið nokkra athygli. Eðlilega, með slíkri aðgerð væri verið að grípa inn í markaðinn og setja fólki skorður með það hvað það getur gert við eignir sínar. Slíkt er ekki gert af neinni léttúð, enda höfum við þróað flest mannleg samfélög okkar á þann hátt að fátt er heilagra en eignarrétturinn. Raunar þykir manni á stundum nóg um í þeim efnum, en það er önnur saga. Það að setja lög um að ég megi ekki leigja íbúðina mína út á því verði sem einhver er tilbúinn að greiða er hins vegar róttæk hugmynd. Þess ber að geta að um húsnæði gilda að einhverju leyti öðruvísi reglur en um aðrar vörur sem við kaupum og seljum. Sérstök stofnun á vegum stjórnavalda hefur til að mynda það hlutverk að meta verðmæti fasteigna, þó vissulega sé endanlegt söluverð þeirra ótengt fasteignamati. Þá er rétturinn til húsnæðis skilgreindur sem hluti af mannréttindum í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ekkert af þessu hefur þó þá eðlilegu ályktun í för með sér að eðlilegt sé að setja þak á leiguverð og þetta er aðeins tínt til hér til að minna á þá staðreynd að húsnæði er ekki eins og hver önnur vara, þar sem rétturinn til þess er skilgreindur sem mannréttindi. Víða um heim gilda sérreglur um leiguverð, í stórborgum eins og Berlín, svo dæmi séu nefnd, og rent control er nokkuð útbreitt fyrirkomulag. Hugmyndir um að stýra leiguverði eru sprottnar af þeirri staðreynd að leiguverð hefur snarhækkað á undanförnum árum. Það er staðreynd, sem ekki verður um deilt. Þjóðskrá Íslands tekur saman vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Í janúar 2011 var hún 100 en í júní 2015 er hún komin í 142,3. Það er tiltölulega einfalt reikningsdæmi; á fjórum og hálfu ári hefur húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 42,3%. Það er býsna mikið. Það er líka athyglisvert að skoða byrði húsnæðiskostnaðar síðustu árin. Hagstofa Íslands mælir hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum heimilisins, en á vefnum er ekki að finna nýrri tölur en frá árinu 2013. Þar er hægt að skoða húsnæðisbyrðina reiknaða á einstakling og bera saman leigjendur og eigendur. Húsaleigubætur og vaxtabætur eru dregnar frá húsnæðiskostnaði áður en hlutfallið er reiknað. Árið 2004 var húsnæðiskostnaður fasteignaeigenda 17% af ráðstöfunartekjum, en hjá leigjendum var sú tala 16,4%. Leigjendur greiddu því örlítið minna af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði en þeir sem áttu fasteign. Árið 2013 hafði hlutfallslegur húsnæðiskostnaður eigenda lækkað, miðað við árið 2004, var kominn í 15,9% af ráðstöfunartekjum. Þveröfug staða var uppi á teningnum varðandi leigjendur, þar hafði hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum hækkað í 21,5%. Þrátt fyrir að húsnæðiskostnaður leigjenda hafi hækkað um 31,1%, sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, á þessum ellefu árum, en lækkað hjá eigendum, hefur ríkisstjórnin gripið til aðgerða til að styrkja stöðu eigenda. Ekkert hefur verið gert fyrir leigjendur. Það er því kannski ekki annað en von að fólk sé orðið langþreytt á stöðunni og tilbúið til að skoða jafn róttækar tillögur og þak á leiguverð.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun