Agent Fresco í fyrsta sinn til Bandaríkjanna Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Nýjasta plata Agent Fresco, Destrier, er í 1. sæti vinsældalistans á Íslandi. mynd/Marino Thorlacius Nýjasta plata Agent Fresco, Destrier, rauk upp vinsældalistann hér á landi en platan kom út á föstudag og var komin í fyrsta sæti listans strax í fyrstu viku. Listi yfir söluhæstu plötur vikunnar er tekinn saman á tímabilinu frá mánudegi til sunnudags og náði Destrier að komast í fyrsta sætið þrátt fyrir að hafa eingöngu verið í þrjá daga á tímabilinu. „Við erum orðlausir. Það er ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og að sjá það svart á hvítu að platan er að seljast og fólk er að hlusta á hana,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, alsæll með viðtökurnar. „Ég veit ekki hversu algengt það er að plata fara svona snemma í 1. sætið, það fer eftir stærð listamannsins. Þetta er glæsilegt,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Record Records, sem gefur út plötuna. Platan kom einnig út í Evrópu, í Bandaríkjunum og á helstu tónlistarveitunum. „Við finnum fyrir því að fólk er að gefa hlustuninni eins mikinn tíma og við óskuðum eftir. Við erum samt duglegir að halda okkur á jörðinni, við erum ennþá með hörku vinnu framundan og viljum búa til geggjað tónleikasjó,“ segir Arnór Dan en platan hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Agent Fresco hefur einnig gert samning við bandarísku bókunarskrifstofuna Infinity Concerts og þar með er fyrsta tónleikaferðalag Agent Fresco um Bandaríkin að verða að veruleika. „Líkt og útgáfufyrirtækið okkar úti þá setur þetta fyrirtæki ekki spurningarmerki við stefnuna okkar og skilur okkur og okkar ástríðu. Nú er verið að skipuleggja okkar fyrstu túr um Bandaríkin og við getum ekki beðið,“ segir Arnór Dan. Gert er ráð fyrir að sveitin fari í sína fyrstu för vestur um haf á næsta ári. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Nýjasta plata Agent Fresco, Destrier, rauk upp vinsældalistann hér á landi en platan kom út á föstudag og var komin í fyrsta sæti listans strax í fyrstu viku. Listi yfir söluhæstu plötur vikunnar er tekinn saman á tímabilinu frá mánudegi til sunnudags og náði Destrier að komast í fyrsta sætið þrátt fyrir að hafa eingöngu verið í þrjá daga á tímabilinu. „Við erum orðlausir. Það er ómetanlegt að finna fyrir þessum stuðningi og að sjá það svart á hvítu að platan er að seljast og fólk er að hlusta á hana,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, alsæll með viðtökurnar. „Ég veit ekki hversu algengt það er að plata fara svona snemma í 1. sætið, það fer eftir stærð listamannsins. Þetta er glæsilegt,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Record Records, sem gefur út plötuna. Platan kom einnig út í Evrópu, í Bandaríkjunum og á helstu tónlistarveitunum. „Við finnum fyrir því að fólk er að gefa hlustuninni eins mikinn tíma og við óskuðum eftir. Við erum samt duglegir að halda okkur á jörðinni, við erum ennþá með hörku vinnu framundan og viljum búa til geggjað tónleikasjó,“ segir Arnór Dan en platan hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Agent Fresco hefur einnig gert samning við bandarísku bókunarskrifstofuna Infinity Concerts og þar með er fyrsta tónleikaferðalag Agent Fresco um Bandaríkin að verða að veruleika. „Líkt og útgáfufyrirtækið okkar úti þá setur þetta fyrirtæki ekki spurningarmerki við stefnuna okkar og skilur okkur og okkar ástríðu. Nú er verið að skipuleggja okkar fyrstu túr um Bandaríkin og við getum ekki beðið,“ segir Arnór Dan. Gert er ráð fyrir að sveitin fari í sína fyrstu för vestur um haf á næsta ári.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira