Nei, Pútín Pawel Bartoszek skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Ísland ullaði á Pútín. Pútín kýldi okkur í magann. Nú vilja sumir að við segjum: „Vó! Sorrý! Eigum við ekki að tala saman um þetta?“ Viðskiptaþvinganirnar sem Íslendingar tóku þátt í gegn Rússlandi gengu út á að selja ekki vopn. Síðan voru settar takmarkanir á viðskipti í orku- og bankageirunum, ferðabann var sett á 150 einstaklinga og eignir þeirra frystar. Þátttaka Íslands í þessum aðgerðum hefur auðvitað hverfandi áhrif á rekstur og líf þar í landi. Þær viðskiptaþvinganir sem við fáum í bakið eru mun alvarlegri. Vestræn samvinna var lengi kjarninn í stefnu íslenskra hægrimanna. En nú hefur Morgunblaðið ásamt hluta Sjálfstæðisflokksins blásið til sóknar og vilja þau rjúfa samstöðu vestrænna ríkja vegna hagsmuna útgerðarinnar sem má ekki lengur selja fisk til Rússlands. Það má hafa samúð með fyrirtækjum sem missa viðskipti en málið snýst um þjóðarhag, þjóðarhag til lengri tíma litið. Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. Aðgerðunum er að sjálfsögðu ætlað að breyta stefnu Íslands. Ef það gengur eftir þá koma öfgahægrimennirnir í Frakklandi og Ungverjalandi og fara að þrýsta á um svipað. Samstaðan mun hrynja og Pútín getur haldið áfram að tálga í sundur nágrannaríki Rússlands með hervaldi. Umhverfis Ísland er 200 mílna landhelgi. Okkar fáu varðskip geta vitanlega ekki varið þessa eign okkar að ráði, nema hugsanlega fyrir einstaka veiðiþjófi á furðufána. Við eigum allt okkar undir því að borin sé virðing fyrir alþjóðalögum og landhelgi ríkja sé virt. Í ýtrustu neyð þurfum við síðan að reiða okkur á það að aðrar þjóðir verði tilbúnar til að leggja líf eigin borgara í hættu til þess að við fáum áfram að eiga okkar fisk í friði. Við getum ekki ætlast til að þær geri það umhugsunarlaust ef við sjálf erum ekki til í að færa neinar fórnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland ullaði á Pútín. Pútín kýldi okkur í magann. Nú vilja sumir að við segjum: „Vó! Sorrý! Eigum við ekki að tala saman um þetta?“ Viðskiptaþvinganirnar sem Íslendingar tóku þátt í gegn Rússlandi gengu út á að selja ekki vopn. Síðan voru settar takmarkanir á viðskipti í orku- og bankageirunum, ferðabann var sett á 150 einstaklinga og eignir þeirra frystar. Þátttaka Íslands í þessum aðgerðum hefur auðvitað hverfandi áhrif á rekstur og líf þar í landi. Þær viðskiptaþvinganir sem við fáum í bakið eru mun alvarlegri. Vestræn samvinna var lengi kjarninn í stefnu íslenskra hægrimanna. En nú hefur Morgunblaðið ásamt hluta Sjálfstæðisflokksins blásið til sóknar og vilja þau rjúfa samstöðu vestrænna ríkja vegna hagsmuna útgerðarinnar sem má ekki lengur selja fisk til Rússlands. Það má hafa samúð með fyrirtækjum sem missa viðskipti en málið snýst um þjóðarhag, þjóðarhag til lengri tíma litið. Með þessum aðgerðum, sem beinast að fjórum smáríkjum, er stórveldið að þreifa fyrir sér. Aðgerðunum er að sjálfsögðu ætlað að breyta stefnu Íslands. Ef það gengur eftir þá koma öfgahægrimennirnir í Frakklandi og Ungverjalandi og fara að þrýsta á um svipað. Samstaðan mun hrynja og Pútín getur haldið áfram að tálga í sundur nágrannaríki Rússlands með hervaldi. Umhverfis Ísland er 200 mílna landhelgi. Okkar fáu varðskip geta vitanlega ekki varið þessa eign okkar að ráði, nema hugsanlega fyrir einstaka veiðiþjófi á furðufána. Við eigum allt okkar undir því að borin sé virðing fyrir alþjóðalögum og landhelgi ríkja sé virt. Í ýtrustu neyð þurfum við síðan að reiða okkur á það að aðrar þjóðir verði tilbúnar til að leggja líf eigin borgara í hættu til þess að við fáum áfram að eiga okkar fisk í friði. Við getum ekki ætlast til að þær geri það umhugsunarlaust ef við sjálf erum ekki til í að færa neinar fórnir.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun