Átta þúsund ný störf á næstu tveimur árum Höskuldur Kári Schram skrifar 8. janúar 2016 18:45 Búist er við því að atvinnuleysi muni dragast saman um þriðjung á næstu tveimur árum og allt að átta þúsund ný störf verði til samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Í flestum tilvikum er um að ræða ófaglærð störf en spáð er minni aukningu á störfum fyrir háskólamenntaða. Horfur á vinnumarkaði til næstu tveggja ára eru almennt jákvæðar samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Það var 3 prósent á síðasta ári en búist er við því að það verði komið niður í 2 prósent árið 2018. „Það er komin í gang ákveðin uppsveifla í efnahagslífinu. Hún hefur birst mjög sterkt í ferðaþjónustunni núna síðustu ár og í byggingariðnaði að hluta til. Við gerum ráð fyrir því að þetta fari að dreifast á fleiri atvinnugreinar á næstu árum,“ segir Karl Gíslason, einn skýrsluhöfunda. Búist er við því að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði muni fölgja um tvö þúsund á næstu árum. „Það er alveg ljóst að í dag er orðinn verulegur skortur á fólki til starfa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það má búast við að þar verði til nokkur þúsund ný störf á næstu árum. Að stórum hluta til verða þau væntanlega mönnum með innfluttu vinnuafli,“ segir Karl. Hann segir um margskonar störf að ræða. „Mikið til eru þetta þó störf fyrir fólk með litla menntun. Þjónustustörf í ferðaþjónustu, verkamannastörf í byggingariðnaði en líka störf fyrir iðnaðarmenn að einhverju leyti. Það er skortur á iðnaðarmönnum líka, “ segir Karl. Í heild er gert er ráð fyrir að átta þúsund ný störf verði til á næstu árum samkvæmt skýrslunni. Minni aukning er þó í störfum fyrir háskólamenntað fólk. „Það virðist vera að meginþunginn í fjölgun starfa sé núna í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Það er þó töluvert um fjölgun fyrir háskólamenntaða líka. Innan ferðaþjónustu og í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og byggingariðnaði. En svona hlutfallslega er fjölgun þeirra hægari,“ segir Karl. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Búist er við því að atvinnuleysi muni dragast saman um þriðjung á næstu tveimur árum og allt að átta þúsund ný störf verði til samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar. Í flestum tilvikum er um að ræða ófaglærð störf en spáð er minni aukningu á störfum fyrir háskólamenntaða. Horfur á vinnumarkaði til næstu tveggja ára eru almennt jákvæðar samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka. Það var 3 prósent á síðasta ári en búist er við því að það verði komið niður í 2 prósent árið 2018. „Það er komin í gang ákveðin uppsveifla í efnahagslífinu. Hún hefur birst mjög sterkt í ferðaþjónustunni núna síðustu ár og í byggingariðnaði að hluta til. Við gerum ráð fyrir því að þetta fari að dreifast á fleiri atvinnugreinar á næstu árum,“ segir Karl Gíslason, einn skýrsluhöfunda. Búist er við því að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði muni fölgja um tvö þúsund á næstu árum. „Það er alveg ljóst að í dag er orðinn verulegur skortur á fólki til starfa í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Það má búast við að þar verði til nokkur þúsund ný störf á næstu árum. Að stórum hluta til verða þau væntanlega mönnum með innfluttu vinnuafli,“ segir Karl. Hann segir um margskonar störf að ræða. „Mikið til eru þetta þó störf fyrir fólk með litla menntun. Þjónustustörf í ferðaþjónustu, verkamannastörf í byggingariðnaði en líka störf fyrir iðnaðarmenn að einhverju leyti. Það er skortur á iðnaðarmönnum líka, “ segir Karl. Í heild er gert er ráð fyrir að átta þúsund ný störf verði til á næstu árum samkvæmt skýrslunni. Minni aukning er þó í störfum fyrir háskólamenntað fólk. „Það virðist vera að meginþunginn í fjölgun starfa sé núna í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar. Það er þó töluvert um fjölgun fyrir háskólamenntaða líka. Innan ferðaþjónustu og í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og byggingariðnaði. En svona hlutfallslega er fjölgun þeirra hægari,“ segir Karl.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira