Segir Icelandair geta verið með höfuðstöðvar hvar sem er Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2016 15:34 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Vísir/GVA „Þær eru algjörlega á frumstigi,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, um hugmyndir fyrirtækisins um að byggja höfuðstöðvar sínar í Vatnsmýri. Fyrirtækið hefur óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun lóðar á svæðinu. Borgarráð hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar að leiða viðræðurnar við Reykjavíkurborg.Sjá einnig: Icelandair Group vill byggja í Vatnsmýri Björgólfur segir ferlið á algjöru frumstigi og að fyrirtækið hafi einfaldlega sótt um þess lóð til að tryggja staðsetningu þess til framtíðar í Vatnsmýrinni ef sú ákvörðun verður tekin að byggja höfuðstöðvarnar þar. „Við erum einfaldlega að horfa til þess ef niðurstaðan verður sú að við verðum hérna áfram, þá séum við með aðstöðu til að það geti orðið að veruleika,“ segir Björgólfur í samtali við Vísi um málið. „Svo veit maður ekki hvernig skipulagði verður, það er rifist um flugvöllinn og ég veit ekki hvað og hvað.“Icelandair hefur byggt nýtt þjálfunarsetur í Vallahverfinu í Hafnarfirði undir flughermi þar sem flugmenn Boeing 757 verða þjálfaðir. Fyrirtækið ætlar einnig að byggja skrifstofuhúsnæði á Völlunum þar sem verða sviðsstjórnir fyrir verkfræðinga. Því komi alveg eins til greina að reisa höfuðstöðvar á lóðinni sem fyrirtækið á í Hafnarfirði. „Þetta félag er þannig að það getur verið staðsett hvar sem er,“ segir Björgólfur. Spurður hvort Icelandair þurfi stórar höfuðstöðvar svarar hann því játandi. „Þegar þú ert kominn yfir fjögur þúsund manna starfslið þar sem helmingurinn er á ferð á flugi þá er ljóst að við þurfum aðstöðu. Við erum með aðstöðu víða. Við erum í Vatnsmýrinni, Icelandair Group, Icelandair og Icelandair Cargo, hótelin eru með sína aðstöðu, flugfélag Íslands. Svo er IGS í Keflavík, þannig að við erum víða.“ Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
„Þær eru algjörlega á frumstigi,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, um hugmyndir fyrirtækisins um að byggja höfuðstöðvar sínar í Vatnsmýri. Fyrirtækið hefur óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um úthlutun lóðar á svæðinu. Borgarráð hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar að leiða viðræðurnar við Reykjavíkurborg.Sjá einnig: Icelandair Group vill byggja í Vatnsmýri Björgólfur segir ferlið á algjöru frumstigi og að fyrirtækið hafi einfaldlega sótt um þess lóð til að tryggja staðsetningu þess til framtíðar í Vatnsmýrinni ef sú ákvörðun verður tekin að byggja höfuðstöðvarnar þar. „Við erum einfaldlega að horfa til þess ef niðurstaðan verður sú að við verðum hérna áfram, þá séum við með aðstöðu til að það geti orðið að veruleika,“ segir Björgólfur í samtali við Vísi um málið. „Svo veit maður ekki hvernig skipulagði verður, það er rifist um flugvöllinn og ég veit ekki hvað og hvað.“Icelandair hefur byggt nýtt þjálfunarsetur í Vallahverfinu í Hafnarfirði undir flughermi þar sem flugmenn Boeing 757 verða þjálfaðir. Fyrirtækið ætlar einnig að byggja skrifstofuhúsnæði á Völlunum þar sem verða sviðsstjórnir fyrir verkfræðinga. Því komi alveg eins til greina að reisa höfuðstöðvar á lóðinni sem fyrirtækið á í Hafnarfirði. „Þetta félag er þannig að það getur verið staðsett hvar sem er,“ segir Björgólfur. Spurður hvort Icelandair þurfi stórar höfuðstöðvar svarar hann því játandi. „Þegar þú ert kominn yfir fjögur þúsund manna starfslið þar sem helmingurinn er á ferð á flugi þá er ljóst að við þurfum aðstöðu. Við erum með aðstöðu víða. Við erum í Vatnsmýrinni, Icelandair Group, Icelandair og Icelandair Cargo, hótelin eru með sína aðstöðu, flugfélag Íslands. Svo er IGS í Keflavík, þannig að við erum víða.“
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira