Sport

Lawler fékk yfir 70 milljónir króna fyrir UFC 195

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lawler og Condit buðu upp á frábæran bardaga.
Lawler og Condit buðu upp á frábæran bardaga. vísir/getty
Heimsmeistarinn í veltivigt, Robbie Lawler, var með hæstu launin á UFC 195 um síðustu helgi.

Lawler fékk tæpar 66 milljónir króna fyrir bardaga sinn gegn Carlos Condit. Bardaginn var frábær og Lawler var dæmdur umdeildur sigur af tveimur dómurum. Einn dæmdi Condit í hag.

Condit fékk sjálfur 41 milljón króna í sinn hlut. Hann sagði eftir bardagann að þetta gæti verið sinn síðasti á ferlinum.

Andrei Arlovski fékk 33 milljónir króna en hann var rotaður í fyrstu lotu af Stipe Miocic. Miocic fékk öllu minna fyrir sína vinnu eða tæpar 16 milljónir króna. Hann fær þó að berjast um titilinn næst.

Fyrir utan þessar greiðslur þá fengu Lawler, Condit og Miocic 6,5 milljónir króna í bónusgreiðslur.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×