Tónlist

Guns N´Roses kemur saman á Coachella

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin er að koma aftur saman.
Sveitin er að koma aftur saman. vísir/getty
Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Coachella hafa nú staðfest að rokksveitin Guns N' Roses mun koma saman í apríl og halda tónleika á hátíðinni sem fram fer í Kalifornínu.

Guns N' Roses sló heldur betur í gegn á níunda áratugnum og verða þeir Axl Rose, Slash og Duff McKagan allir mættir. Einnig hefur verið staðfest að LCD Soundsystem mun koma saman á hátíðinni.

Búið er að tilkynna alla þá listamenn sem koma fram á Coachella og má einnig nefna Calvin Harris, Ice Cube, Sia, Grimes, Sufjan Stevens, M83, Run the Jewels og Courtney Barnett.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.