Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2016 19:30 Bárðarbunga heldur áfram að sýna merki um óróa en þar urðu tveir jarðskjálftar í nótt sem mældust yfir þrjú stig. Verði þarna mikið sprengigos, eins og sumir spá, er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. Tíu mánuðum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk eru jarðvísindamenn farnir að tala á þeim nótum að það sé ekki spurning um hvort heldur hvænær eldstöðin Bárðarbunga gjósi næst. Þannig taldi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fyrir jól að það gæti verið stutt í gos; það gæti orðið á þessu ári eða því næsta. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos,” sagði Ármann í fréttum Stöðvar 2 þann 21. desember síðastliðinn.Frá eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. Mikið öskufall fylgdi því gosi.Visir/EgillSlíku eldgosi fylgdi mikið öskufall og þá yrði það kannski lán í óláni hversu langt Bárðarbunga er frá næstu byggð. Þannig eru um 90 kílómetrar í fremstu bæi í Eyjafirði, 85 kílómetrar eru í Svartárkot í Bárðardal og enn lengra er í Möðrudal og Hrafnkelsdal fyrir austan, 110 kílómetrar. Þær byggðir sem næstar eru Bárðarbungu eru sunnan Vatnajökuls, 75 kílómetrar eru í Skaftafell og 80 kílómetrar í bæi í Fljótshverfi. Ef við skoðum þéttbýlisstaði þá eru 130 kílómetrar til Akureyrar, 125 í Reykjahlíð, 170 í Egilsstaði, 120 kílómetrar eru að Höfn í Hornafirði en styst er að Kirkjubæjarklaustri, 100 kílómetra loftlína. En það yrði einnig veruleg ógn af hamfarahlaupi, verði gos undir jökli, en vísindamenn telja að Bárðarbunga geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi, eftir því hvar gosið kæmi upp í öskjunni. Hlaupvatn gæti farið til suðurs, um Grímsvötn og Skeiðarársand, líkt og gerðist í Gjálpargosinu árið 1996; til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, - það gæti ógnað virkjunum. Það gæti farið norður í Skjálfandafljót en líklegasta hlaupleiðin hefur þó jafnan verið talin til norðausturs, um farveg Jökulsár á Fjöllum. Það þýddi að hlaupið færi um Dettifoss og til sjávar í Öxarfirði. Bárðarbunga Tengdar fréttir Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Tveir skjálftar yfir 3 í Bárðarbungu Bárðarbunga vöktuð allan sólarhringinn. 26. desember 2015 09:06 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Bárðarbunga heldur áfram að sýna merki um óróa en þar urðu tveir jarðskjálftar í nótt sem mældust yfir þrjú stig. Verði þarna mikið sprengigos, eins og sumir spá, er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. Tíu mánuðum eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk eru jarðvísindamenn farnir að tala á þeim nótum að það sé ekki spurning um hvort heldur hvænær eldstöðin Bárðarbunga gjósi næst. Þannig taldi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fyrir jól að það gæti verið stutt í gos; það gæti orðið á þessu ári eða því næsta. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos,” sagði Ármann í fréttum Stöðvar 2 þann 21. desember síðastliðinn.Frá eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011. Mikið öskufall fylgdi því gosi.Visir/EgillSlíku eldgosi fylgdi mikið öskufall og þá yrði það kannski lán í óláni hversu langt Bárðarbunga er frá næstu byggð. Þannig eru um 90 kílómetrar í fremstu bæi í Eyjafirði, 85 kílómetrar eru í Svartárkot í Bárðardal og enn lengra er í Möðrudal og Hrafnkelsdal fyrir austan, 110 kílómetrar. Þær byggðir sem næstar eru Bárðarbungu eru sunnan Vatnajökuls, 75 kílómetrar eru í Skaftafell og 80 kílómetrar í bæi í Fljótshverfi. Ef við skoðum þéttbýlisstaði þá eru 130 kílómetrar til Akureyrar, 125 í Reykjahlíð, 170 í Egilsstaði, 120 kílómetrar eru að Höfn í Hornafirði en styst er að Kirkjubæjarklaustri, 100 kílómetra loftlína. En það yrði einnig veruleg ógn af hamfarahlaupi, verði gos undir jökli, en vísindamenn telja að Bárðarbunga geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi, eftir því hvar gosið kæmi upp í öskjunni. Hlaupvatn gæti farið til suðurs, um Grímsvötn og Skeiðarársand, líkt og gerðist í Gjálpargosinu árið 1996; til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, - það gæti ógnað virkjunum. Það gæti farið norður í Skjálfandafljót en líklegasta hlaupleiðin hefur þó jafnan verið talin til norðausturs, um farveg Jökulsár á Fjöllum. Það þýddi að hlaupið færi um Dettifoss og til sjávar í Öxarfirði.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Tveir skjálftar yfir 3 í Bárðarbungu Bárðarbunga vöktuð allan sólarhringinn. 26. desember 2015 09:06 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum. 4. janúar 2016 07:00
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30