Mesta hækkun í langan tíma í kauphöll Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 19:00 Í dag varð mesta hækkun á úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á einum degi frá því í október árið 2014 og hækkaði hún um 3,26 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir gengi íslenskra hlutabréfa í vaxandi mæli fylgja þróuninni á alþjóðlegum mörkuðum. Eftir töluverða svartsýni á íslenskum hlutabréfamarkaði í síðustu viku tók markaðurinn heldur betur kipp í dag með einni mestu hækkun á úrvalsvísitölunni á einum degi í langan tíma. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group tók líka kipp með einni mestu hækkun á hlutabréfum í félaginu síðast liðinn fimm ár við lokun Kauphallarinnar í dag. Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði mest í dag eða um 4,25 prósent og fast á eftir kom hækkun bréfa í Icelandair Group um 3,67 prósent. Mikið flökt hefur hins vegar verið á gengi hlutabréfa frá áramótum og í síðustu viku lækkaði gengi bréfa í flestum fyrirtækjum í Kauphöllinni, til að mynda um 11,6 prósentustig í Icelandair Group, eins og sést á meðfylgjandi mynd.Gengi Icelandair.Stöð2„Já það eru búnar að vera meiri sveiflur en við höfum átt að venjast. Að minnsta kosti svona eitt til tvö ár. Kannski ekki óvenjulegar í þegar litið er til lengri tíma og yfir hlutabréfamarkaði á alþjóðavettvangi en meira en við höfum átt að venjast,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Frá áramótum hefur verið meira keypt og selt af hlutabréfum daglega en að meðaltali á síðasta ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,26 prósent í dag en hún hefur aðeins í tvígang hækkað meira á einum degi undanfarin sex ár.Úrvalsvísitalan frá áramótum.Stöð2Dagleg viðskipti eru nú að meðaltali um 3,4 milljarðar, tæplega hálfum milljarði meiri en að meðaltali á síðasta ári. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var dapur í langan tíma eftir efnahagshrunið en nú segir Páll hann í vaxandi mæli fylgja sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. „Og dagurinn í dag er ágætt dæmi um það. Markaðir í Evrópu hafa verið á uppleið og við sömuleiðis,“ segir Páll. Til að mynda hafi ástandið í Kína þar sem hlutabréf hafa lækkað mikið í verði að undanförnu haft áhrif hér. „Ég held að þetta séu sömu kraftar sem eru hér að verki. Þetta eru áhyggjur af alþjóðlegu efnahagsástandi og það skiptast á svartsýni og bjartsýni,“ segir Páll Harðarson. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Í dag varð mesta hækkun á úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á einum degi frá því í október árið 2014 og hækkaði hún um 3,26 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir gengi íslenskra hlutabréfa í vaxandi mæli fylgja þróuninni á alþjóðlegum mörkuðum. Eftir töluverða svartsýni á íslenskum hlutabréfamarkaði í síðustu viku tók markaðurinn heldur betur kipp í dag með einni mestu hækkun á úrvalsvísitölunni á einum degi í langan tíma. Gengi hlutabréfa í Icelandair Group tók líka kipp með einni mestu hækkun á hlutabréfum í félaginu síðast liðinn fimm ár við lokun Kauphallarinnar í dag. Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði mest í dag eða um 4,25 prósent og fast á eftir kom hækkun bréfa í Icelandair Group um 3,67 prósent. Mikið flökt hefur hins vegar verið á gengi hlutabréfa frá áramótum og í síðustu viku lækkaði gengi bréfa í flestum fyrirtækjum í Kauphöllinni, til að mynda um 11,6 prósentustig í Icelandair Group, eins og sést á meðfylgjandi mynd.Gengi Icelandair.Stöð2„Já það eru búnar að vera meiri sveiflur en við höfum átt að venjast. Að minnsta kosti svona eitt til tvö ár. Kannski ekki óvenjulegar í þegar litið er til lengri tíma og yfir hlutabréfamarkaði á alþjóðavettvangi en meira en við höfum átt að venjast,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Frá áramótum hefur verið meira keypt og selt af hlutabréfum daglega en að meðaltali á síðasta ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,26 prósent í dag en hún hefur aðeins í tvígang hækkað meira á einum degi undanfarin sex ár.Úrvalsvísitalan frá áramótum.Stöð2Dagleg viðskipti eru nú að meðaltali um 3,4 milljarðar, tæplega hálfum milljarði meiri en að meðaltali á síðasta ári. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var dapur í langan tíma eftir efnahagshrunið en nú segir Páll hann í vaxandi mæli fylgja sveiflum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. „Og dagurinn í dag er ágætt dæmi um það. Markaðir í Evrópu hafa verið á uppleið og við sömuleiðis,“ segir Páll. Til að mynda hafi ástandið í Kína þar sem hlutabréf hafa lækkað mikið í verði að undanförnu haft áhrif hér. „Ég held að þetta séu sömu kraftar sem eru hér að verki. Þetta eru áhyggjur af alþjóðlegu efnahagsástandi og það skiptast á svartsýni og bjartsýni,“ segir Páll Harðarson.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira