Lífið

Fjallið setur enn eitt heimsmetið - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafþór fór létt með þetta.
Hafþór fór létt með þetta.
Einn sterkasti maður jarðarinnar Hafþór Júlíus Björnsson, sem margir þekkja einnig sem Fjallið, sló nýtt heimsmet á dögunum.

Hafþór fer með hlutverk Gregor „The Mountain” Clegane í vinsælustu þáttunum í heiminum í dag, Game of Thrones.

Hafþór kom fram í tölskum sjónvarpsþætti þar sem Guinness heimsmet falla og var sett á svið einvígi milli hans og Zydrunas Savickas, sem er sterkasti maðurinn í heiminum í dag.

Keppnin var um það hver myndi ganga með tvo ískápa tuttugu metra á sem skemmstum tíma. Hafþór náði því á 19,6 sekúndum en skáparnir eru 500 kíló af þyngd. Hann sló í leiðinni nýtt heimsmet.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.